Dóra setur Íslandsmet í langlífi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2021 10:30 Dóra hefur aldrei snert áfengi og því síður kveikt sér í sígarettu. Heilbrigt líf með góðu fólki er lykillinn að langlífi segir Dóra sem mældist nýlega með sterkt hjarta í rannsóknum hjá Íslenskri erfðagreiningu. Vísir Dóra Ólafsdóttir á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík hefur nú náð hærri aldri en nokkur annar hér á landi. Frá þessu er greint á Facebook-hópnum Langlífi. Dóra er fædd 6. júlí 1912 í Suður-Þingeyjarsýslu og er því orðin 109 ára og 160 dögum betur. Jensína Andrésdóttir á Hrafnistu í Reykjavík átti áður Íslandsmetið, 109 ár og 159 daga, en hún lést vorið 2019. Fréttastofa hefur reglulega tekið hús á Dóru undanfarin ár og er alltaf stutt bæði í húmorinn og viskuna. Í viðtali í fyrra, á 109 ára afmælisdaginn þann 6. júlí, sagði hún að galdurinn við langlífi væri tiltölulega einfalt mál. „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Hún lét þó fylgja sögunni að hún nennti ekki að lifa mikið lengur. Þá rifjaði hún upp í viðtali við Stöð 2 árið 2020 þegar hún sá Kötlugos árið 1918. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti svo Dóru í október í fyrra þar sem hún var mætt í Hveragerði til að fá sér ís og safna birkifræjum. „Mér finnst að ungir og gamlir eigi að vera í því að safna birkifræi og lífga upp á landið. Ég stend í fæturna með fólkinu sem er að tína. Þetta er það sem ég hef áhuga á, til að bjarga landi og þjóð,“ sagði Dóra. Hún bætti við að hún þyrfi ekki að kvarta verandi þá 108 ára því hún hefði það mjög gott. „Ég þekki ekki það að verða að gefast upp við eitthvað. Maður verður að standa sig vel. Ég þakka háum aldri að hafa lifað heilbrigðu lífi með góðu fólki,“ sagði Dóra við það tilefni. Á vef Langlífis kemur fram að í rúma fjóra áratugi hafi Dóra starfað sem talsímakona hjá Landsímanum á Akureyri. Þórir Áskelsson eiginmaður hennar var sjómaður og seglasaumari. Hann var áhugamaður um íslenskt mál og vinur Davíðs Stefánssonar skálds. Þórir og Dóra voru gefin saman í hjónaband 15. febrúar 1943, bæði um þrítugt. Þau bjuggu á Norðurgötu 53. Þórir dó í desember 2000, 89 ára. Þegar Dóra var hundrað ára flutti hún til Áskels sonar síns í Kópavogi en Ása dóttir hennar býr í Bandaríkjunum. Síðar sama ár fór Dóra á Skjól. Áskell sonur Dóru tjáir Langlífi að móðir hans sé hress miðað við þennan háa aldur. Í nýlegri rannsókn hjá Íslenskri erfðagreinnigu kom á daginn að hún væri með sterkt hjarta. Dóra er áttundi elsti íbúi á Norðurlöndum, elst er sænsk kona sem er rúmum fjórum mánuðum eldri. „Aðeins einn Íslendingur hefur ná hærri aldri en Dóra. Það er Guðrún Björg Björnsdóttir sem var á fjórða ári þegar hún flutti með foreldrum sínum frá Vopnafirði til Vesturheims og var orðin 109 ára og 310 daga þegar hún lést, í ágúst 1998, á dvalarheimilinu Betel í Gimli í Manitoba í Kanada. Dóra getur bætt það met í maí á næsta ári,“ segir á vef Langlífis. Heimsókn frá forsætisráðherra í morgunsárið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætti í heimsókn til Dóru í morgun. „Dagurinn byrjaði alveg sérdeilis vel en ég heimsótti Dóru Ólafsdóttur í morgun til að óska henni til hamingju með að hafa náð hærri aldri en nokkur annar hér á landi,“ segir Katrín. Katrín og Dóra saman í morgun.Katrín Jakobsdóttir „Sem sérstök áhugamanneskja um langlífi spurði ég hana hvert leyndarmálið væri á bak við að hafa lifað svona lengi. Dóra sagði mér að hún léti tóbakið og áfengið í friði, hefði gengið mikið, farið í sund og síðast en ekki síst lifað rólegu lífi og alla tíð haft gaman af að lesa. Við getum öll haft þetta í huga á aðventunni.“ Tímamót Eldri borgarar Langlífi Tengdar fréttir Elsti Íslendingurinn 109 ára í dag: „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri“ Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, fagnar 109 ára afmæli í dag. Hún er hress og kát og fylgist alltaf vel með þjóðmálunum. Hún þakkar langlífið reyk- og áfengislausum lífstíl. 6. júlí 2021 17:15 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Dóra er fædd 6. júlí 1912 í Suður-Þingeyjarsýslu og er því orðin 109 ára og 160 dögum betur. Jensína Andrésdóttir á Hrafnistu í Reykjavík átti áður Íslandsmetið, 109 ár og 159 daga, en hún lést vorið 2019. Fréttastofa hefur reglulega tekið hús á Dóru undanfarin ár og er alltaf stutt bæði í húmorinn og viskuna. Í viðtali í fyrra, á 109 ára afmælisdaginn þann 6. júlí, sagði hún að galdurinn við langlífi væri tiltölulega einfalt mál. „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Hún lét þó fylgja sögunni að hún nennti ekki að lifa mikið lengur. Þá rifjaði hún upp í viðtali við Stöð 2 árið 2020 þegar hún sá Kötlugos árið 1918. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti svo Dóru í október í fyrra þar sem hún var mætt í Hveragerði til að fá sér ís og safna birkifræjum. „Mér finnst að ungir og gamlir eigi að vera í því að safna birkifræi og lífga upp á landið. Ég stend í fæturna með fólkinu sem er að tína. Þetta er það sem ég hef áhuga á, til að bjarga landi og þjóð,“ sagði Dóra. Hún bætti við að hún þyrfi ekki að kvarta verandi þá 108 ára því hún hefði það mjög gott. „Ég þekki ekki það að verða að gefast upp við eitthvað. Maður verður að standa sig vel. Ég þakka háum aldri að hafa lifað heilbrigðu lífi með góðu fólki,“ sagði Dóra við það tilefni. Á vef Langlífis kemur fram að í rúma fjóra áratugi hafi Dóra starfað sem talsímakona hjá Landsímanum á Akureyri. Þórir Áskelsson eiginmaður hennar var sjómaður og seglasaumari. Hann var áhugamaður um íslenskt mál og vinur Davíðs Stefánssonar skálds. Þórir og Dóra voru gefin saman í hjónaband 15. febrúar 1943, bæði um þrítugt. Þau bjuggu á Norðurgötu 53. Þórir dó í desember 2000, 89 ára. Þegar Dóra var hundrað ára flutti hún til Áskels sonar síns í Kópavogi en Ása dóttir hennar býr í Bandaríkjunum. Síðar sama ár fór Dóra á Skjól. Áskell sonur Dóru tjáir Langlífi að móðir hans sé hress miðað við þennan háa aldur. Í nýlegri rannsókn hjá Íslenskri erfðagreinnigu kom á daginn að hún væri með sterkt hjarta. Dóra er áttundi elsti íbúi á Norðurlöndum, elst er sænsk kona sem er rúmum fjórum mánuðum eldri. „Aðeins einn Íslendingur hefur ná hærri aldri en Dóra. Það er Guðrún Björg Björnsdóttir sem var á fjórða ári þegar hún flutti með foreldrum sínum frá Vopnafirði til Vesturheims og var orðin 109 ára og 310 daga þegar hún lést, í ágúst 1998, á dvalarheimilinu Betel í Gimli í Manitoba í Kanada. Dóra getur bætt það met í maí á næsta ári,“ segir á vef Langlífis. Heimsókn frá forsætisráðherra í morgunsárið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætti í heimsókn til Dóru í morgun. „Dagurinn byrjaði alveg sérdeilis vel en ég heimsótti Dóru Ólafsdóttur í morgun til að óska henni til hamingju með að hafa náð hærri aldri en nokkur annar hér á landi,“ segir Katrín. Katrín og Dóra saman í morgun.Katrín Jakobsdóttir „Sem sérstök áhugamanneskja um langlífi spurði ég hana hvert leyndarmálið væri á bak við að hafa lifað svona lengi. Dóra sagði mér að hún léti tóbakið og áfengið í friði, hefði gengið mikið, farið í sund og síðast en ekki síst lifað rólegu lífi og alla tíð haft gaman af að lesa. Við getum öll haft þetta í huga á aðventunni.“
Tímamót Eldri borgarar Langlífi Tengdar fréttir Elsti Íslendingurinn 109 ára í dag: „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri“ Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, fagnar 109 ára afmæli í dag. Hún er hress og kát og fylgist alltaf vel með þjóðmálunum. Hún þakkar langlífið reyk- og áfengislausum lífstíl. 6. júlí 2021 17:15 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Elsti Íslendingurinn 109 ára í dag: „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri“ Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, fagnar 109 ára afmæli í dag. Hún er hress og kát og fylgist alltaf vel með þjóðmálunum. Hún þakkar langlífið reyk- og áfengislausum lífstíl. 6. júlí 2021 17:15