Dóra setur Íslandsmet í langlífi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2021 10:30 Dóra hefur aldrei snert áfengi og því síður kveikt sér í sígarettu. Heilbrigt líf með góðu fólki er lykillinn að langlífi segir Dóra sem mældist nýlega með sterkt hjarta í rannsóknum hjá Íslenskri erfðagreiningu. Vísir Dóra Ólafsdóttir á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík hefur nú náð hærri aldri en nokkur annar hér á landi. Frá þessu er greint á Facebook-hópnum Langlífi. Dóra er fædd 6. júlí 1912 í Suður-Þingeyjarsýslu og er því orðin 109 ára og 160 dögum betur. Jensína Andrésdóttir á Hrafnistu í Reykjavík átti áður Íslandsmetið, 109 ár og 159 daga, en hún lést vorið 2019. Fréttastofa hefur reglulega tekið hús á Dóru undanfarin ár og er alltaf stutt bæði í húmorinn og viskuna. Í viðtali í fyrra, á 109 ára afmælisdaginn þann 6. júlí, sagði hún að galdurinn við langlífi væri tiltölulega einfalt mál. „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Hún lét þó fylgja sögunni að hún nennti ekki að lifa mikið lengur. Þá rifjaði hún upp í viðtali við Stöð 2 árið 2020 þegar hún sá Kötlugos árið 1918. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti svo Dóru í október í fyrra þar sem hún var mætt í Hveragerði til að fá sér ís og safna birkifræjum. „Mér finnst að ungir og gamlir eigi að vera í því að safna birkifræi og lífga upp á landið. Ég stend í fæturna með fólkinu sem er að tína. Þetta er það sem ég hef áhuga á, til að bjarga landi og þjóð,“ sagði Dóra. Hún bætti við að hún þyrfi ekki að kvarta verandi þá 108 ára því hún hefði það mjög gott. „Ég þekki ekki það að verða að gefast upp við eitthvað. Maður verður að standa sig vel. Ég þakka háum aldri að hafa lifað heilbrigðu lífi með góðu fólki,“ sagði Dóra við það tilefni. Á vef Langlífis kemur fram að í rúma fjóra áratugi hafi Dóra starfað sem talsímakona hjá Landsímanum á Akureyri. Þórir Áskelsson eiginmaður hennar var sjómaður og seglasaumari. Hann var áhugamaður um íslenskt mál og vinur Davíðs Stefánssonar skálds. Þórir og Dóra voru gefin saman í hjónaband 15. febrúar 1943, bæði um þrítugt. Þau bjuggu á Norðurgötu 53. Þórir dó í desember 2000, 89 ára. Þegar Dóra var hundrað ára flutti hún til Áskels sonar síns í Kópavogi en Ása dóttir hennar býr í Bandaríkjunum. Síðar sama ár fór Dóra á Skjól. Áskell sonur Dóru tjáir Langlífi að móðir hans sé hress miðað við þennan háa aldur. Í nýlegri rannsókn hjá Íslenskri erfðagreinnigu kom á daginn að hún væri með sterkt hjarta. Dóra er áttundi elsti íbúi á Norðurlöndum, elst er sænsk kona sem er rúmum fjórum mánuðum eldri. „Aðeins einn Íslendingur hefur ná hærri aldri en Dóra. Það er Guðrún Björg Björnsdóttir sem var á fjórða ári þegar hún flutti með foreldrum sínum frá Vopnafirði til Vesturheims og var orðin 109 ára og 310 daga þegar hún lést, í ágúst 1998, á dvalarheimilinu Betel í Gimli í Manitoba í Kanada. Dóra getur bætt það met í maí á næsta ári,“ segir á vef Langlífis. Heimsókn frá forsætisráðherra í morgunsárið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætti í heimsókn til Dóru í morgun. „Dagurinn byrjaði alveg sérdeilis vel en ég heimsótti Dóru Ólafsdóttur í morgun til að óska henni til hamingju með að hafa náð hærri aldri en nokkur annar hér á landi,“ segir Katrín. Katrín og Dóra saman í morgun.Katrín Jakobsdóttir „Sem sérstök áhugamanneskja um langlífi spurði ég hana hvert leyndarmálið væri á bak við að hafa lifað svona lengi. Dóra sagði mér að hún léti tóbakið og áfengið í friði, hefði gengið mikið, farið í sund og síðast en ekki síst lifað rólegu lífi og alla tíð haft gaman af að lesa. Við getum öll haft þetta í huga á aðventunni.“ Tímamót Eldri borgarar Langlífi Tengdar fréttir Elsti Íslendingurinn 109 ára í dag: „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri“ Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, fagnar 109 ára afmæli í dag. Hún er hress og kát og fylgist alltaf vel með þjóðmálunum. Hún þakkar langlífið reyk- og áfengislausum lífstíl. 6. júlí 2021 17:15 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Dóra er fædd 6. júlí 1912 í Suður-Þingeyjarsýslu og er því orðin 109 ára og 160 dögum betur. Jensína Andrésdóttir á Hrafnistu í Reykjavík átti áður Íslandsmetið, 109 ár og 159 daga, en hún lést vorið 2019. Fréttastofa hefur reglulega tekið hús á Dóru undanfarin ár og er alltaf stutt bæði í húmorinn og viskuna. Í viðtali í fyrra, á 109 ára afmælisdaginn þann 6. júlí, sagði hún að galdurinn við langlífi væri tiltölulega einfalt mál. „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Hún lét þó fylgja sögunni að hún nennti ekki að lifa mikið lengur. Þá rifjaði hún upp í viðtali við Stöð 2 árið 2020 þegar hún sá Kötlugos árið 1918. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti svo Dóru í október í fyrra þar sem hún var mætt í Hveragerði til að fá sér ís og safna birkifræjum. „Mér finnst að ungir og gamlir eigi að vera í því að safna birkifræi og lífga upp á landið. Ég stend í fæturna með fólkinu sem er að tína. Þetta er það sem ég hef áhuga á, til að bjarga landi og þjóð,“ sagði Dóra. Hún bætti við að hún þyrfi ekki að kvarta verandi þá 108 ára því hún hefði það mjög gott. „Ég þekki ekki það að verða að gefast upp við eitthvað. Maður verður að standa sig vel. Ég þakka háum aldri að hafa lifað heilbrigðu lífi með góðu fólki,“ sagði Dóra við það tilefni. Á vef Langlífis kemur fram að í rúma fjóra áratugi hafi Dóra starfað sem talsímakona hjá Landsímanum á Akureyri. Þórir Áskelsson eiginmaður hennar var sjómaður og seglasaumari. Hann var áhugamaður um íslenskt mál og vinur Davíðs Stefánssonar skálds. Þórir og Dóra voru gefin saman í hjónaband 15. febrúar 1943, bæði um þrítugt. Þau bjuggu á Norðurgötu 53. Þórir dó í desember 2000, 89 ára. Þegar Dóra var hundrað ára flutti hún til Áskels sonar síns í Kópavogi en Ása dóttir hennar býr í Bandaríkjunum. Síðar sama ár fór Dóra á Skjól. Áskell sonur Dóru tjáir Langlífi að móðir hans sé hress miðað við þennan háa aldur. Í nýlegri rannsókn hjá Íslenskri erfðagreinnigu kom á daginn að hún væri með sterkt hjarta. Dóra er áttundi elsti íbúi á Norðurlöndum, elst er sænsk kona sem er rúmum fjórum mánuðum eldri. „Aðeins einn Íslendingur hefur ná hærri aldri en Dóra. Það er Guðrún Björg Björnsdóttir sem var á fjórða ári þegar hún flutti með foreldrum sínum frá Vopnafirði til Vesturheims og var orðin 109 ára og 310 daga þegar hún lést, í ágúst 1998, á dvalarheimilinu Betel í Gimli í Manitoba í Kanada. Dóra getur bætt það met í maí á næsta ári,“ segir á vef Langlífis. Heimsókn frá forsætisráðherra í morgunsárið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætti í heimsókn til Dóru í morgun. „Dagurinn byrjaði alveg sérdeilis vel en ég heimsótti Dóru Ólafsdóttur í morgun til að óska henni til hamingju með að hafa náð hærri aldri en nokkur annar hér á landi,“ segir Katrín. Katrín og Dóra saman í morgun.Katrín Jakobsdóttir „Sem sérstök áhugamanneskja um langlífi spurði ég hana hvert leyndarmálið væri á bak við að hafa lifað svona lengi. Dóra sagði mér að hún léti tóbakið og áfengið í friði, hefði gengið mikið, farið í sund og síðast en ekki síst lifað rólegu lífi og alla tíð haft gaman af að lesa. Við getum öll haft þetta í huga á aðventunni.“
Tímamót Eldri borgarar Langlífi Tengdar fréttir Elsti Íslendingurinn 109 ára í dag: „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri“ Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, fagnar 109 ára afmæli í dag. Hún er hress og kát og fylgist alltaf vel með þjóðmálunum. Hún þakkar langlífið reyk- og áfengislausum lífstíl. 6. júlí 2021 17:15 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Elsti Íslendingurinn 109 ára í dag: „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri“ Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, fagnar 109 ára afmæli í dag. Hún er hress og kát og fylgist alltaf vel með þjóðmálunum. Hún þakkar langlífið reyk- og áfengislausum lífstíl. 6. júlí 2021 17:15