Heilbrigðismál Mjög mikið álag og fólk beðið um að leita annað ef hægt er Mjög mikið álag er á Landspítalanum um þessar mundir, sérstaklega á bráðamóttökunni Fossvogi. Þeir sem geta eru beðnir um að leita annað. Innlent 30.9.2022 12:36 Vilja valdefla konur á nýju Fæðingarheimili Reykjavíkur Nýtt fæðingarheimili hefur verið opnað í Reykjavík og ber nafn Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem starfrækt var á síðustu öld. Eigendurnir vilja halda í ræturnar og brydda upp á nýjungum, þremur áratugum eftir að upprunalega Fæðingarheimili Reykjavíkur hætti starfsemi. Innlent 29.9.2022 22:30 Semja um 6,6 milljarða króna útveggi fyrir nýjan Landspítala Heilbrigðisráðherra undirritaði í dag samning Nýs Landspítala ohf. við litháenska útveggjaverktakann Staticus um hönnun, framleiðslu og uppsetningu á útveggjum á nýjan meðferðarkjarna. Samningurinn hljóðar upp á 47 milljónir evra eða rétt rúmlega 6,6 milljarða króna. Innlent 29.9.2022 12:44 Lög um tæknifrjóvganir mega ekki gera verkefnið erfiðara Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi mínu um aukið frelsi í löggjöf um tæknifrjóvganir. Ég lagði málið fyrst fram á síðasta þingi en það komst því miður ekki á dagskrá þá heldur nú í byrjun nýs þings eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að setja málið fremst í röð þingmannamála. Skoðun 26.9.2022 07:00 Ríkið þurfi að fylgjast betur með meðferðaraðilum Formaður Sálfræðingafélags Íslands kallar eftir því að stjórnvöld setji skýrari reglur um störf meðferðaraðila sem eru ekki heilbrigðisstarfsmenn. Ábyrgðin eigi ekki að liggja á herðum almennings, eins og hún gerir nú. Innlent 25.9.2022 20:31 Tímamót í heilsufarssögu Íslendinga Ný Brjóstamiðstöð á Landspítala við Eiríksgötu hefur verið starfandi frá því í apríl á seinasta ári en var með formlegum hætti opnuð af Willum Þór, heilbrigðisráðherra í gær. Skoðun 24.9.2022 19:01 Landlækni berast kvartanir vegna sálfræðings sem sagður er starfa án starfsleyfis Embætti landlæknis hefur fengið ábendingar um að karlmaður sinni störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa ekki til þess starfsleyfi. Fjölmargir kvarta undan því að hafa greitt honum fyrir ADHD greiningar sem hvergi séu teknar gildar. Innlent 24.9.2022 18:35 Konur eru ekki bara útungunarvélar Undanfarin misseri hafa réttindi kvenna yfir eigin líkama verið skert á dramatískan hátt víðsvegar um heiminn. Það kann því að skjóta skökku við að hér ætli ég að kvarta yfir skertum réttindum kvenna á Íslandi. En það ætla ég nú samt að gera. Skoðun 24.9.2022 17:31 Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. Innlent 23.9.2022 19:31 Bæði mest notuðu fíkniefni á Íslandi og gífurlega hjálpleg lyf Haraldur Erlendsson geðlæknir sem hefur fengist við ADHD-greiningar í á þriðja áratug segir að ADHD sé sennilega dýrasti sjúkdómur mannkynsins. Hann telur að hátt í 15% þjóðarinnar séu haldin sjúkdómnum, þótt aðeins 5% séu með greiningu. Lyf geti skipt sköpum þótt það þekkist að þau séu misnotuð. Innlent 23.9.2022 09:02 Íslenskar konur mæta einna verst allra á Norðurlöndum í brjóstakrabbameinsskimun Konur hér á landi standa sig einna verst allra kvenna á Norðurlöndunum í að mæta í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Yfirlæknir segir mikilvægt að skoða hvort traust kvenna sé horfið eftir að alvarleg mistök urðu við greiningu leghálssýna. Innlent 22.9.2022 20:00 Aukin tíðni krabbameina ekki vegna mengaðra vatnsbóla líkt og íbúar óttuðust Aukin tíðni krabbameina á Suðurnesjum má rekja til lifnaðarhátta frekar en mengunar í vatnsbólum en þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tíðni og orsökum krabbameina í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins segir að ýmislegt sé hægt að gera til þess að draga úr krabbameinstilfellum, ekki aðeins á Suðurnesjum heldur landinu öllu. Innlent 21.9.2022 20:26 Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar í fjörunni í Vesturbæ Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar eru á meðal þess sem finna má í fjörunni í Vesturbæ nú þegar óhreinsað skólp hefur flætt þar um. Sérfræðingur hjá Veitum segir að draga þurfi úr blautþurrkunotkun með reglugerð. Fréttastofa kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. Innlent 21.9.2022 20:00 Bein útsending: Tryggjum leiðina.... 21. september er alþjóðlegur dagur heilabilunar. Efnt er til málþings Alzheimer-samtakanna í Háskólabíó sem hefst klukkan 16:30 og stendur í tvær klukkustundir. Innlent 21.9.2022 16:44 „Það er mikilvægt að þessi mál séu í lagi“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir mikilvægt að koma í veg fyrir lyfjaskort á landinu eftir að greint var frá því fyrr á árinu að skortur væri á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn. Um sé að ræða viðvarandi verkefni og unnið sé að umbótum á ýmsum sviðum. Bæta þurfi meðal annars upplýsingamiðlun til stofnana og heilbrigðisstarfsmanna og auka samstarf við Norðurlöndin. Innlent 21.9.2022 14:01 „Það er svo gaman að lifa“ Þúsundir magaerma-og hjáveituaðgerða hafa verið gerðar hér á landi síðustu ár og greinilegt að þörfin er mikil. Ein þeirra sem hefur farið í slíka aðgerð síðustu ár segist hafa verið búin að prófa alla mögulega kúra áður. Hún hugsaði sig lengi um en fékk nóg af aukaþyngdinni þegar hún gat ekki lengur fylgt eiginmanni sínum eftir. Lífið 21.9.2022 07:00 Krabbameinsdeildin löngu sprungin og engin lausn á borðinu Krabbameinsdeild Landspítalans er löngu sprungin og engar lausnir í sjónmáli, segir Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður krabbameinskjarna spítalans, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir aðstöðuna á deildinni langt í frá ásættanlega og að veikt fólk geti ekki beðið. Innlent 21.9.2022 06:55 Lauf Forks og Sidekick Health hlutu Nýsköpunarverðlaunin Nýsköpunarverðlaunin vegna ársins 2021 og 2022 voru afhent á Nýsköpunarþingi í Grósku í dag. Fyrirtækin Lauf Forks og Sidekick Health hlutu verðlaunin en það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem afhenti þau. Viðskipti innlent 21.9.2022 00:08 Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. Innlent 20.9.2022 19:31 Elísabet, vínið og veikindin Ég ákvað að vera smá óþekk á föstudagskvöld og hella mér í smá vínglas. Ég er ekki vön því enda er ég alin upp af fólki sem liggur við að megi kalla heittrúað á það að allt vín sé böl. Mig bara langaði smá til að skála fyrir þessari æðislegri fyrirmynd kvenna, sterku og staðföstu drottningunni henni Elísabetu og hámhorfa um leið á nokkra þætti af Crown. Skoðun 16.9.2022 08:01 1.573 lyfjatengd atvik skráð árið 2021 Hérlendis voru 11.474 atvik skráð í heilbrigðisþjónustu á landinu öllu árið 2021. Algengustu skráðu atvikin voru byltur en lyfjatengd atvik voru næst algengust, 1.573 talsins, eða 14 prósent. Með atviki er átt við eitthvað sem má betur fara við greiningu, meðferð eða umönnun sjúklings. Innlent 16.9.2022 07:13 Segir ekkert samkomulag hafa náðst um breyttar áherslur í heilbrigðismálum Ekkert samkomulag hefur náðst milli stjórnarflokkana um að breyta áherslum í heilbrigðismálum, að sögn Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Innlent 15.9.2022 07:09 Meðferðarkjarninn rís - vandi krabbameinsdeildar er óleystur Húsnæðismál Landspítala voru til umræðu á Morgunvaktinni á Rás 1 í síðustu viku. Nýr meðferðarkjarni er farinn að rísa upp úr grunninum og eðlilegt að telja að mjög styttist í að húsnæðisvandi Landspítala verði úr sögunni og aðstaða verði til fyrirmyndar. Skoðun 15.9.2022 07:01 Safna upplýsingum um líðan í Covid í fjórða sinn: „Við vonum að við þurfum ekki að halda áfram mikið lengur“ Verið er að safna gögnum í fjórða sinn sem hluta af rannsókninni Líðan þjóðar á tímum Covid en prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum segir mikilvægt að fylgja áhrifum faraldursins eftir þó greiningum hafi fækkað. Vonandi sé þetta síðasta gagnasöfnunin en niðurstöðurnar geti gagnast ef heimsfaraldur af sambærilegri stærðargráðu komi aftur upp. Innlent 14.9.2022 13:01 Halla nýr forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu Halla Thoroddsen er nýr forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu ehf. (SH). Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Sóltúns. Viðskipti innlent 13.9.2022 20:44 Afar ólík viðbrögð við fyrirspurn um aðfarargerðir á heilbrigðisstofnunum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, virðist ekki vilja svara því beint hvort hann telji forsvaranlegt að aðfarargerðir til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá séu framkvæmdar á heilbrigðisstofnunum. Innlent 13.9.2022 07:57 Ásgeir skipaður formaður stýrihóps um Hringbrautarverkefnið Ásgeir Margeirsson hefur verið skipaður formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala ohf. (NLSH). Hópnum er ætlað að hafa yfirsýn yfir öll verkefni NLSH. Innlent 12.9.2022 12:25 Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? Innlent 11.9.2022 21:15 Efni úr ofskynjunarsveppum lofar góðu: „Allt öðruvísi en öll önnur lyf sem við höfum verið að nota við þunglyndi“ Nýjar rannsóknir á notkun virka efnisins í ofskynjunarsveppum í lækningarskyni við þunglyndi lofa mjög góðu að sögn læknis. Það er þó langt í land þar til hægt er að mæla með meðferðinni, enda sé psílósýbín allt öðruvísi en öll önnur lyf sem notuð hafi verið við þunglyndi til þessa. Þingmaður vill að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á þessum efnum. Innlent 11.9.2022 19:27 Vanhugsað pennastrik í heilbrigðisráðuneytinu Sjúkratryggingar Íslands hafa að ósk heilbrigðisráðuneytis sagt upp samningi um starfendurhæfingu á Reykjalundi. Þar með slitinn þráður sem rekja má allt til þess að SÍBS stofnaði Reykjalund árið 1945 sem vinnuheimili, þ.e. starfsendurhæfingu, fyrir berklasjúklinga. Rökin virðast þau að starfsendurhæfing eigi heima í öðru ráðuneyti, því bent er á félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Virk starfsendurhæfingarsjóð. Skoðun 9.9.2022 11:31 « ‹ 52 53 54 55 56 57 58 59 60 … 213 ›
Mjög mikið álag og fólk beðið um að leita annað ef hægt er Mjög mikið álag er á Landspítalanum um þessar mundir, sérstaklega á bráðamóttökunni Fossvogi. Þeir sem geta eru beðnir um að leita annað. Innlent 30.9.2022 12:36
Vilja valdefla konur á nýju Fæðingarheimili Reykjavíkur Nýtt fæðingarheimili hefur verið opnað í Reykjavík og ber nafn Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem starfrækt var á síðustu öld. Eigendurnir vilja halda í ræturnar og brydda upp á nýjungum, þremur áratugum eftir að upprunalega Fæðingarheimili Reykjavíkur hætti starfsemi. Innlent 29.9.2022 22:30
Semja um 6,6 milljarða króna útveggi fyrir nýjan Landspítala Heilbrigðisráðherra undirritaði í dag samning Nýs Landspítala ohf. við litháenska útveggjaverktakann Staticus um hönnun, framleiðslu og uppsetningu á útveggjum á nýjan meðferðarkjarna. Samningurinn hljóðar upp á 47 milljónir evra eða rétt rúmlega 6,6 milljarða króna. Innlent 29.9.2022 12:44
Lög um tæknifrjóvganir mega ekki gera verkefnið erfiðara Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi mínu um aukið frelsi í löggjöf um tæknifrjóvganir. Ég lagði málið fyrst fram á síðasta þingi en það komst því miður ekki á dagskrá þá heldur nú í byrjun nýs þings eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að setja málið fremst í röð þingmannamála. Skoðun 26.9.2022 07:00
Ríkið þurfi að fylgjast betur með meðferðaraðilum Formaður Sálfræðingafélags Íslands kallar eftir því að stjórnvöld setji skýrari reglur um störf meðferðaraðila sem eru ekki heilbrigðisstarfsmenn. Ábyrgðin eigi ekki að liggja á herðum almennings, eins og hún gerir nú. Innlent 25.9.2022 20:31
Tímamót í heilsufarssögu Íslendinga Ný Brjóstamiðstöð á Landspítala við Eiríksgötu hefur verið starfandi frá því í apríl á seinasta ári en var með formlegum hætti opnuð af Willum Þór, heilbrigðisráðherra í gær. Skoðun 24.9.2022 19:01
Landlækni berast kvartanir vegna sálfræðings sem sagður er starfa án starfsleyfis Embætti landlæknis hefur fengið ábendingar um að karlmaður sinni störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa ekki til þess starfsleyfi. Fjölmargir kvarta undan því að hafa greitt honum fyrir ADHD greiningar sem hvergi séu teknar gildar. Innlent 24.9.2022 18:35
Konur eru ekki bara útungunarvélar Undanfarin misseri hafa réttindi kvenna yfir eigin líkama verið skert á dramatískan hátt víðsvegar um heiminn. Það kann því að skjóta skökku við að hér ætli ég að kvarta yfir skertum réttindum kvenna á Íslandi. En það ætla ég nú samt að gera. Skoðun 24.9.2022 17:31
Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. Innlent 23.9.2022 19:31
Bæði mest notuðu fíkniefni á Íslandi og gífurlega hjálpleg lyf Haraldur Erlendsson geðlæknir sem hefur fengist við ADHD-greiningar í á þriðja áratug segir að ADHD sé sennilega dýrasti sjúkdómur mannkynsins. Hann telur að hátt í 15% þjóðarinnar séu haldin sjúkdómnum, þótt aðeins 5% séu með greiningu. Lyf geti skipt sköpum þótt það þekkist að þau séu misnotuð. Innlent 23.9.2022 09:02
Íslenskar konur mæta einna verst allra á Norðurlöndum í brjóstakrabbameinsskimun Konur hér á landi standa sig einna verst allra kvenna á Norðurlöndunum í að mæta í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Yfirlæknir segir mikilvægt að skoða hvort traust kvenna sé horfið eftir að alvarleg mistök urðu við greiningu leghálssýna. Innlent 22.9.2022 20:00
Aukin tíðni krabbameina ekki vegna mengaðra vatnsbóla líkt og íbúar óttuðust Aukin tíðni krabbameina á Suðurnesjum má rekja til lifnaðarhátta frekar en mengunar í vatnsbólum en þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tíðni og orsökum krabbameina í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins segir að ýmislegt sé hægt að gera til þess að draga úr krabbameinstilfellum, ekki aðeins á Suðurnesjum heldur landinu öllu. Innlent 21.9.2022 20:26
Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar í fjörunni í Vesturbæ Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar eru á meðal þess sem finna má í fjörunni í Vesturbæ nú þegar óhreinsað skólp hefur flætt þar um. Sérfræðingur hjá Veitum segir að draga þurfi úr blautþurrkunotkun með reglugerð. Fréttastofa kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. Innlent 21.9.2022 20:00
Bein útsending: Tryggjum leiðina.... 21. september er alþjóðlegur dagur heilabilunar. Efnt er til málþings Alzheimer-samtakanna í Háskólabíó sem hefst klukkan 16:30 og stendur í tvær klukkustundir. Innlent 21.9.2022 16:44
„Það er mikilvægt að þessi mál séu í lagi“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir mikilvægt að koma í veg fyrir lyfjaskort á landinu eftir að greint var frá því fyrr á árinu að skortur væri á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn. Um sé að ræða viðvarandi verkefni og unnið sé að umbótum á ýmsum sviðum. Bæta þurfi meðal annars upplýsingamiðlun til stofnana og heilbrigðisstarfsmanna og auka samstarf við Norðurlöndin. Innlent 21.9.2022 14:01
„Það er svo gaman að lifa“ Þúsundir magaerma-og hjáveituaðgerða hafa verið gerðar hér á landi síðustu ár og greinilegt að þörfin er mikil. Ein þeirra sem hefur farið í slíka aðgerð síðustu ár segist hafa verið búin að prófa alla mögulega kúra áður. Hún hugsaði sig lengi um en fékk nóg af aukaþyngdinni þegar hún gat ekki lengur fylgt eiginmanni sínum eftir. Lífið 21.9.2022 07:00
Krabbameinsdeildin löngu sprungin og engin lausn á borðinu Krabbameinsdeild Landspítalans er löngu sprungin og engar lausnir í sjónmáli, segir Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður krabbameinskjarna spítalans, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir aðstöðuna á deildinni langt í frá ásættanlega og að veikt fólk geti ekki beðið. Innlent 21.9.2022 06:55
Lauf Forks og Sidekick Health hlutu Nýsköpunarverðlaunin Nýsköpunarverðlaunin vegna ársins 2021 og 2022 voru afhent á Nýsköpunarþingi í Grósku í dag. Fyrirtækin Lauf Forks og Sidekick Health hlutu verðlaunin en það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem afhenti þau. Viðskipti innlent 21.9.2022 00:08
Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. Innlent 20.9.2022 19:31
Elísabet, vínið og veikindin Ég ákvað að vera smá óþekk á föstudagskvöld og hella mér í smá vínglas. Ég er ekki vön því enda er ég alin upp af fólki sem liggur við að megi kalla heittrúað á það að allt vín sé böl. Mig bara langaði smá til að skála fyrir þessari æðislegri fyrirmynd kvenna, sterku og staðföstu drottningunni henni Elísabetu og hámhorfa um leið á nokkra þætti af Crown. Skoðun 16.9.2022 08:01
1.573 lyfjatengd atvik skráð árið 2021 Hérlendis voru 11.474 atvik skráð í heilbrigðisþjónustu á landinu öllu árið 2021. Algengustu skráðu atvikin voru byltur en lyfjatengd atvik voru næst algengust, 1.573 talsins, eða 14 prósent. Með atviki er átt við eitthvað sem má betur fara við greiningu, meðferð eða umönnun sjúklings. Innlent 16.9.2022 07:13
Segir ekkert samkomulag hafa náðst um breyttar áherslur í heilbrigðismálum Ekkert samkomulag hefur náðst milli stjórnarflokkana um að breyta áherslum í heilbrigðismálum, að sögn Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Innlent 15.9.2022 07:09
Meðferðarkjarninn rís - vandi krabbameinsdeildar er óleystur Húsnæðismál Landspítala voru til umræðu á Morgunvaktinni á Rás 1 í síðustu viku. Nýr meðferðarkjarni er farinn að rísa upp úr grunninum og eðlilegt að telja að mjög styttist í að húsnæðisvandi Landspítala verði úr sögunni og aðstaða verði til fyrirmyndar. Skoðun 15.9.2022 07:01
Safna upplýsingum um líðan í Covid í fjórða sinn: „Við vonum að við þurfum ekki að halda áfram mikið lengur“ Verið er að safna gögnum í fjórða sinn sem hluta af rannsókninni Líðan þjóðar á tímum Covid en prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum segir mikilvægt að fylgja áhrifum faraldursins eftir þó greiningum hafi fækkað. Vonandi sé þetta síðasta gagnasöfnunin en niðurstöðurnar geti gagnast ef heimsfaraldur af sambærilegri stærðargráðu komi aftur upp. Innlent 14.9.2022 13:01
Halla nýr forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu Halla Thoroddsen er nýr forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu ehf. (SH). Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Sóltúns. Viðskipti innlent 13.9.2022 20:44
Afar ólík viðbrögð við fyrirspurn um aðfarargerðir á heilbrigðisstofnunum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, virðist ekki vilja svara því beint hvort hann telji forsvaranlegt að aðfarargerðir til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá séu framkvæmdar á heilbrigðisstofnunum. Innlent 13.9.2022 07:57
Ásgeir skipaður formaður stýrihóps um Hringbrautarverkefnið Ásgeir Margeirsson hefur verið skipaður formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala ohf. (NLSH). Hópnum er ætlað að hafa yfirsýn yfir öll verkefni NLSH. Innlent 12.9.2022 12:25
Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? Innlent 11.9.2022 21:15
Efni úr ofskynjunarsveppum lofar góðu: „Allt öðruvísi en öll önnur lyf sem við höfum verið að nota við þunglyndi“ Nýjar rannsóknir á notkun virka efnisins í ofskynjunarsveppum í lækningarskyni við þunglyndi lofa mjög góðu að sögn læknis. Það er þó langt í land þar til hægt er að mæla með meðferðinni, enda sé psílósýbín allt öðruvísi en öll önnur lyf sem notuð hafi verið við þunglyndi til þessa. Þingmaður vill að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á þessum efnum. Innlent 11.9.2022 19:27
Vanhugsað pennastrik í heilbrigðisráðuneytinu Sjúkratryggingar Íslands hafa að ósk heilbrigðisráðuneytis sagt upp samningi um starfendurhæfingu á Reykjalundi. Þar með slitinn þráður sem rekja má allt til þess að SÍBS stofnaði Reykjalund árið 1945 sem vinnuheimili, þ.e. starfsendurhæfingu, fyrir berklasjúklinga. Rökin virðast þau að starfsendurhæfing eigi heima í öðru ráðuneyti, því bent er á félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Virk starfsendurhæfingarsjóð. Skoðun 9.9.2022 11:31