Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. janúar 2024 21:01 Margrét Guðjónsdóttir starfandi framkvæmdastjóri öldrunar og endurhæfingar á Landspítalanum segir erfitt að horfa upp á stóran hóp aldraðra vera fastan á spítalanum í langan tíma. Vísir/Arnar Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. Mikið álag hefur verið á Landspítalanum undanfarið og sjúklingar þurft að liggja á göngum vegna þrengsla. Gripið hefur verið til ýmissa ráðstafana vegna þessa meðal annars grímuskyldu. Eitt af því sem hefur áhrif á stöðuna er hversu erfiðlega gengur að útskrifa hóp aldraðra sjúklinga á spítalanum sem þurfa önnur úrræði líkt og hjúkrunarheimili. Hópurinn sem bíður nú á spítalanum telur á milli áttatíu og hundrað manns sem er svipaður fjöldi og þurfti að liggja á göngum spítalans þegar mest var í vikunni. „Það er svolítið verið að dæma fólk úr leik með því að láta það bíða á Landspítalanum vikum og mánuðum saman eftir betra úrræði. Þetta er okkar besta fólk sem að öllum þykir vænt um sem þarf að eyða dögunum á náttfötum og borða allar máltíðar á rúmstokknum og lifa við það að vera flutt fram og til baka á deildinni eftir því sem að hentar hverju sinni. Það sem er kannski svona uggvænlegt er að við sjáum ekki alveg svona einhverja stóra lausn til frambúðar,“ segir Margrét Guðjónsdóttir starfandi framkvæmdastjóri öldrunar og endurhæfingar á Landspítalanum. Hún segir marga þurfa dvelja lengi á spítalanum. „Fólk getur verið alveg marga mánuði og ég hef séð fólk upp undir ár búið að bíða eftir plássi. Þetta fólk á miklu betra skilið og við viljum ekki að á síðustu metrunum þá sé fólk orðið eitthvað vandamál. Það er bara ekki fallega farið með fólk.“ Hún segir að kerfisbreyting þurfi að eiga sér stað til að ná tökum á vandamálinu og mögulega líta til hinna Norðurlandanna þar sem betri árangur hafi náðst. „Við erum með ábyrgð á þessum málum mjög margskipta og margir að sinna þessu. Þannig að okkur svona heildstætt hefur ekki tekist að finna lausn í okkar samfélagi. Ekki enn þá.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. 4. janúar 2024 19:30 „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Mikið álag hefur verið á Landspítalanum undanfarið og sjúklingar þurft að liggja á göngum vegna þrengsla. Gripið hefur verið til ýmissa ráðstafana vegna þessa meðal annars grímuskyldu. Eitt af því sem hefur áhrif á stöðuna er hversu erfiðlega gengur að útskrifa hóp aldraðra sjúklinga á spítalanum sem þurfa önnur úrræði líkt og hjúkrunarheimili. Hópurinn sem bíður nú á spítalanum telur á milli áttatíu og hundrað manns sem er svipaður fjöldi og þurfti að liggja á göngum spítalans þegar mest var í vikunni. „Það er svolítið verið að dæma fólk úr leik með því að láta það bíða á Landspítalanum vikum og mánuðum saman eftir betra úrræði. Þetta er okkar besta fólk sem að öllum þykir vænt um sem þarf að eyða dögunum á náttfötum og borða allar máltíðar á rúmstokknum og lifa við það að vera flutt fram og til baka á deildinni eftir því sem að hentar hverju sinni. Það sem er kannski svona uggvænlegt er að við sjáum ekki alveg svona einhverja stóra lausn til frambúðar,“ segir Margrét Guðjónsdóttir starfandi framkvæmdastjóri öldrunar og endurhæfingar á Landspítalanum. Hún segir marga þurfa dvelja lengi á spítalanum. „Fólk getur verið alveg marga mánuði og ég hef séð fólk upp undir ár búið að bíða eftir plássi. Þetta fólk á miklu betra skilið og við viljum ekki að á síðustu metrunum þá sé fólk orðið eitthvað vandamál. Það er bara ekki fallega farið með fólk.“ Hún segir að kerfisbreyting þurfi að eiga sér stað til að ná tökum á vandamálinu og mögulega líta til hinna Norðurlandanna þar sem betri árangur hafi náðst. „Við erum með ábyrgð á þessum málum mjög margskipta og margir að sinna þessu. Þannig að okkur svona heildstætt hefur ekki tekist að finna lausn í okkar samfélagi. Ekki enn þá.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. 4. janúar 2024 19:30 „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. 4. janúar 2024 19:30
„Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51
Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26