Segir neytendur ósátta með miklar breytingar á rafrettureglum Bjarki Sigurðsson skrifar 18. janúar 2024 20:00 Erna Margrét Oddsdóttir er eigandi rafrettuverslunarinnar Gryfjunnar. Vísir/Einar Reglur um rafrettur taka gífurlegum breytingum um mánaðamótin. Neytendur eru alls ekki sáttir að sögn verslunareiganda sem vill meina að breytingarnar séu slæmar fyrir alla sem koma að viðskiptunum, sem og umhverfið. Breyting á reglugerð um innihaldsefni nikótínvara tekur gildi um mánaðamótin. Breytingin er tilkomin vegna Evróputilskipunar en samkvæmt henni mega ekki vera meira en tveir millilítrar af nikótínvökva í einnota rafrettum. Þá má ekki selja áfyllingarílát fyrir fjölnota rafrettur sem innihalda meira en tíu millilítra af vökva. Mannlíf vakti nýlega athygli á þessari breytingu. Miklar takmarkanir Einnota rafrettur hafa vaxið gríðarlega í vinsældum hér síðustu ár. Oftast er nýting þeirra mæld í „pöffum“ eða hversu oft má anda að sér úr rafrettunni áður en vökvinn klárast. Flestar retturnar innihalda tíu millilítra af vökva sem samsvarar rúmlega þrjú þúsund „pöffum“. Frá og með fyrsta febrúar verður það þó takmarkað við tvo millilítra, um sex til átta hundruð „pöff“. En hvað finnst rafrettusölufólki um þessa breytingu? „Þetta leggst alls ekki vel í okkur því þetta er heftandi bæði fyrir neytandann og söluaðilann. Þetta er meiri mengun fyrir umhverfið, dýrara fyrir neytandann og fyrir okkur öll þannig þetta er ekki gott,“ segir Erna Margrét Oddsdóttir, eigandi rafrettuverslunarinnar Gryfjunnar. Það verður bannað að flytja allar þessar rafrettur inn frá og með 1. febrúar næstkomandi.Vísir/Einar Vont fyrir umhverfið Hún segir hagaðila ekki hafa fengið að gera athugasemdir við breytinguna því hún hafi ekki farið í gegnum samráðsgátt. Ljóst sé að þetta sé mikið tjón fyrir verslanir og missir fyrir viðskiptavini sem eru alls ekki sáttir. Hún spyr hvað sé gott við þessa breytingu. „Það er enginn sem getur svarað mér því því þetta er skelfilegt fyrir umhverfið og slæmt fyrir neytandann og söluaðila. Fólk vill kaupa vökvana í stærri flösku og borga minna, minni plasteyðsla. Þarna er verið að neyða fullorðið fólk í að kaupa bara litlu flöskuna. Þú mátt ekki kaupa stóra, þú þarft að borga meira,“ segir Erna. Rafrettur sem brátt verða ólöglegar.Vísir/Einar Mikill hluti lagersins ónýtur Hún er með lager sem hún verður að selja fyrir 31. maí, annars þarf hún að farga þeim vörum sem eru orðnar ólöglegar. „Ef þetta hefði farið í gegnum Samráðsgátt og ég fengið tíma til þess að pæla í þessu og hugsa hefði ég aldrei pantað svona mikið. Flestar vörurnar sem við erum með, tankarnir eru yfir tveir millilítrar. Þetta eru ekki bara einnota veipurnar, þetta eru tankarnir, stærðirnar á vökvunum. Þetta er svo margt. Þetta er svo stór prósenta af vörunum okkar sem eru ónýtar,“ segir Erna. sd Rafrettur Evrópusambandið Heilbrigðismál Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Breyting á reglugerð um innihaldsefni nikótínvara tekur gildi um mánaðamótin. Breytingin er tilkomin vegna Evróputilskipunar en samkvæmt henni mega ekki vera meira en tveir millilítrar af nikótínvökva í einnota rafrettum. Þá má ekki selja áfyllingarílát fyrir fjölnota rafrettur sem innihalda meira en tíu millilítra af vökva. Mannlíf vakti nýlega athygli á þessari breytingu. Miklar takmarkanir Einnota rafrettur hafa vaxið gríðarlega í vinsældum hér síðustu ár. Oftast er nýting þeirra mæld í „pöffum“ eða hversu oft má anda að sér úr rafrettunni áður en vökvinn klárast. Flestar retturnar innihalda tíu millilítra af vökva sem samsvarar rúmlega þrjú þúsund „pöffum“. Frá og með fyrsta febrúar verður það þó takmarkað við tvo millilítra, um sex til átta hundruð „pöff“. En hvað finnst rafrettusölufólki um þessa breytingu? „Þetta leggst alls ekki vel í okkur því þetta er heftandi bæði fyrir neytandann og söluaðilann. Þetta er meiri mengun fyrir umhverfið, dýrara fyrir neytandann og fyrir okkur öll þannig þetta er ekki gott,“ segir Erna Margrét Oddsdóttir, eigandi rafrettuverslunarinnar Gryfjunnar. Það verður bannað að flytja allar þessar rafrettur inn frá og með 1. febrúar næstkomandi.Vísir/Einar Vont fyrir umhverfið Hún segir hagaðila ekki hafa fengið að gera athugasemdir við breytinguna því hún hafi ekki farið í gegnum samráðsgátt. Ljóst sé að þetta sé mikið tjón fyrir verslanir og missir fyrir viðskiptavini sem eru alls ekki sáttir. Hún spyr hvað sé gott við þessa breytingu. „Það er enginn sem getur svarað mér því því þetta er skelfilegt fyrir umhverfið og slæmt fyrir neytandann og söluaðila. Fólk vill kaupa vökvana í stærri flösku og borga minna, minni plasteyðsla. Þarna er verið að neyða fullorðið fólk í að kaupa bara litlu flöskuna. Þú mátt ekki kaupa stóra, þú þarft að borga meira,“ segir Erna. Rafrettur sem brátt verða ólöglegar.Vísir/Einar Mikill hluti lagersins ónýtur Hún er með lager sem hún verður að selja fyrir 31. maí, annars þarf hún að farga þeim vörum sem eru orðnar ólöglegar. „Ef þetta hefði farið í gegnum Samráðsgátt og ég fengið tíma til þess að pæla í þessu og hugsa hefði ég aldrei pantað svona mikið. Flestar vörurnar sem við erum með, tankarnir eru yfir tveir millilítrar. Þetta eru ekki bara einnota veipurnar, þetta eru tankarnir, stærðirnar á vökvunum. Þetta er svo margt. Þetta er svo stór prósenta af vörunum okkar sem eru ónýtar,“ segir Erna. sd
Rafrettur Evrópusambandið Heilbrigðismál Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira