Til Grindvíkinga Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 14:00 Þegar fólk verður fyrir alvarlegu ytra áfalli er skynsamlegt að átta sig á nokkrum atriðum. Varnarviðbrögð manna við ógn hafa verið kortlögð en athugið, að við bregðumst mismunandi við eftir því hvernig persónuleiki okkar er og fyrri reynsla. Mismunandi viðbrögð eru því algjörlega eðlileg en geta valdið sárindum og átökum, til dæmis milli sambýlisfólks, í fjölskyldum og hópum. Eins getum við hvert og eitt rokkað á milli þessar viðbragða svo sýnum okkur sjálfum og öðrum umburðarlyndi og virðingu eins og okkur er framast unnt. -Fight/berjast: pirringur, neikvæðni, reiði, bíta frá sér, getur verið skemmandi og valdið flækjum og leiðindum í samskiptum við aðra. Líka komið út sem þörf fyrir að vinna stanslaust, grafa sig í vinnu og verkefnum. Það getur hjálpað um tíma en veldur þroti ef það stendur of lengi og of mikil þreyta er hættuleg sérstaklega þeim sem hafa orðið fyrir áfalli. Eins getur það valdið fjarveru frá fjölskyldu á erfiðum tímum sem getur skapað sársauka. -Flight/flótti: óviðræðuhæfni, loka á samræður og vangaveltur, hunsa, strunsa, rjúka burt, láta ekki sjá sig, rörsýn, hefting, getur lokað leiðum og valdið höfnum á samskiptum og dregur úr líkum á að þiggja hjálp. -Freeze/frjósa: dofi, stinga hausnum í sandinn, úrræðaleysi, framtaksleysi, geta ekki tekið ákvarðanir. Getur valdið tapi á tækifærum. -Tend and befriend/huga að og sinna: MIKILVÆGT ÚRRÆÐI. Þörf fyrir að hlúa að sér og öðrum, hjálpast að, líta til með hvert öðru. Gæta þarf sín verulega á því að hlúa ekki bara að öðrum, ekki heldur þó það sé fjölskylda þín, og vanrækja sjálfan sig settu súrefnisgrímuna fyrst á þig. Í kjölfarið má búast við margskonar vanlíðan bæði sálrænni, hugrænni, líkamlegri og félagslegri. Svo sem depurð, sinnuleysi, tómleika, áhugaleysi, gráma, dofa, eirðarleysi, einbeitingarerfiðleikum, vöðvaspennu, höfuðverk, meltingarvanda og svefnvanda. SKAÐAMINNKUN: -Gættu þín sérstaklega þegar þér líður verst. Fólki sem líður illa er hættar við slysum og mistökum, rannsóknir sýna það. Passaðu þig, ekki bakka á, skera þig, skella hurð á hendina á þeir, gleyma símanum í körfunni í búðinni. Taktu dögunum bara rólega og gættu þín og forðastu að gera þig ofurþreyttan, vaka lengi, borða ekki. Það bætir gráu ofan á svart að slasa sig eða skemma eitthvað af því þú ert svo dofin, leiður eða sinnulaus. -Það er aukin hætta á að fólki lendi saman og erfiðleikar verði í samböndum og fjölskyldum í kjölfar lífsbreytandi áfalla. Einmitt þegar við þurfum að hlúa hvort að öðru og sinna hvort öðru, við erum bara mannleg. Upplifum okkar og líðan er mismunandi og upp kemur tilfinning um að við skiljum bara ekki hvort annað, eða séum svo sitt á hvorri blaðsíðunni að það sé óþolandi. Höfum þetta í huga og sýnum seiglu og umburðarlyndi. -Forðumst drama og átök í samskiptum, ef þú ert ekki í jafnvægi er meiri hætta á misskilningi og ósamkomulagi, jafnvel við fólki sem þú elskar mest, það svíður. Passaðu þig, farðu frekar í sturtu eða gönguferð. Gætum þess líka að ræða ekki erfið mál þegar okkar eigin rökhugsun er orðin þreytt og draminn getur tekið völd. Engin erfið samtöl eftir kvöldmat! -Takmarkaðu fréttamötun og taktu þér raunveruleikahvíld frá vandanum við og við yfir sólarhringinn. Já, slepptu alveg að fylgjast með í x klukkutíma! Það er til dæmis kjörið að fara í sundlaug og vera þar í heitu pottunum og köldu að eigin valdi í klukkustund. Eins að horfa á bíómynd án símans og klára hana án þess að fletta. Fara út í göngu og líta ekki á símann. Efna til samveru við fólk sem þér þykir vænt um þar sem ákveðið er fyrir fram að ræða ekkert varðandi framtíðina, stöðuna eða hamfarirnar. Biðja vini og ættingja að bjóða þér ykkur, í mat, bíltúr, bíó á tónleika. -Athugaðu að einmitt þrátt fyrir allt er skylda þín að setja á dagskrá við og við ánægjulegar, nærandi athafnir og upplifanir. Þegar við lendum í alvarlegum stórum viðburðum sem draga líðan okkar niður er mjög nauðsynlegt að hafa sig í, já líka þó þig langi ekki, að gera það sem dregur líðan upp. Það getur virkilega skilið á milli hvernig líðan þín og þinna verður á næstunni og hvernig þið komið út úr erfiðleikunum. -Forðastu eins og heitan eldinn að hugga þig eða deyfa með skaðráðum eins og áfengi eða efnum enn nú er samt tíminn til að upplifa eitthvað gott, góðan mat eða tónlist til dæmis. Höfundur er sálfræðingur hjá Huglind og íbúi í Norðurhópi í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Geðheilbrigði Fjölmiðlar Heilbrigðismál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk verður fyrir alvarlegu ytra áfalli er skynsamlegt að átta sig á nokkrum atriðum. Varnarviðbrögð manna við ógn hafa verið kortlögð en athugið, að við bregðumst mismunandi við eftir því hvernig persónuleiki okkar er og fyrri reynsla. Mismunandi viðbrögð eru því algjörlega eðlileg en geta valdið sárindum og átökum, til dæmis milli sambýlisfólks, í fjölskyldum og hópum. Eins getum við hvert og eitt rokkað á milli þessar viðbragða svo sýnum okkur sjálfum og öðrum umburðarlyndi og virðingu eins og okkur er framast unnt. -Fight/berjast: pirringur, neikvæðni, reiði, bíta frá sér, getur verið skemmandi og valdið flækjum og leiðindum í samskiptum við aðra. Líka komið út sem þörf fyrir að vinna stanslaust, grafa sig í vinnu og verkefnum. Það getur hjálpað um tíma en veldur þroti ef það stendur of lengi og of mikil þreyta er hættuleg sérstaklega þeim sem hafa orðið fyrir áfalli. Eins getur það valdið fjarveru frá fjölskyldu á erfiðum tímum sem getur skapað sársauka. -Flight/flótti: óviðræðuhæfni, loka á samræður og vangaveltur, hunsa, strunsa, rjúka burt, láta ekki sjá sig, rörsýn, hefting, getur lokað leiðum og valdið höfnum á samskiptum og dregur úr líkum á að þiggja hjálp. -Freeze/frjósa: dofi, stinga hausnum í sandinn, úrræðaleysi, framtaksleysi, geta ekki tekið ákvarðanir. Getur valdið tapi á tækifærum. -Tend and befriend/huga að og sinna: MIKILVÆGT ÚRRÆÐI. Þörf fyrir að hlúa að sér og öðrum, hjálpast að, líta til með hvert öðru. Gæta þarf sín verulega á því að hlúa ekki bara að öðrum, ekki heldur þó það sé fjölskylda þín, og vanrækja sjálfan sig settu súrefnisgrímuna fyrst á þig. Í kjölfarið má búast við margskonar vanlíðan bæði sálrænni, hugrænni, líkamlegri og félagslegri. Svo sem depurð, sinnuleysi, tómleika, áhugaleysi, gráma, dofa, eirðarleysi, einbeitingarerfiðleikum, vöðvaspennu, höfuðverk, meltingarvanda og svefnvanda. SKAÐAMINNKUN: -Gættu þín sérstaklega þegar þér líður verst. Fólki sem líður illa er hættar við slysum og mistökum, rannsóknir sýna það. Passaðu þig, ekki bakka á, skera þig, skella hurð á hendina á þeir, gleyma símanum í körfunni í búðinni. Taktu dögunum bara rólega og gættu þín og forðastu að gera þig ofurþreyttan, vaka lengi, borða ekki. Það bætir gráu ofan á svart að slasa sig eða skemma eitthvað af því þú ert svo dofin, leiður eða sinnulaus. -Það er aukin hætta á að fólki lendi saman og erfiðleikar verði í samböndum og fjölskyldum í kjölfar lífsbreytandi áfalla. Einmitt þegar við þurfum að hlúa hvort að öðru og sinna hvort öðru, við erum bara mannleg. Upplifum okkar og líðan er mismunandi og upp kemur tilfinning um að við skiljum bara ekki hvort annað, eða séum svo sitt á hvorri blaðsíðunni að það sé óþolandi. Höfum þetta í huga og sýnum seiglu og umburðarlyndi. -Forðumst drama og átök í samskiptum, ef þú ert ekki í jafnvægi er meiri hætta á misskilningi og ósamkomulagi, jafnvel við fólki sem þú elskar mest, það svíður. Passaðu þig, farðu frekar í sturtu eða gönguferð. Gætum þess líka að ræða ekki erfið mál þegar okkar eigin rökhugsun er orðin þreytt og draminn getur tekið völd. Engin erfið samtöl eftir kvöldmat! -Takmarkaðu fréttamötun og taktu þér raunveruleikahvíld frá vandanum við og við yfir sólarhringinn. Já, slepptu alveg að fylgjast með í x klukkutíma! Það er til dæmis kjörið að fara í sundlaug og vera þar í heitu pottunum og köldu að eigin valdi í klukkustund. Eins að horfa á bíómynd án símans og klára hana án þess að fletta. Fara út í göngu og líta ekki á símann. Efna til samveru við fólk sem þér þykir vænt um þar sem ákveðið er fyrir fram að ræða ekkert varðandi framtíðina, stöðuna eða hamfarirnar. Biðja vini og ættingja að bjóða þér ykkur, í mat, bíltúr, bíó á tónleika. -Athugaðu að einmitt þrátt fyrir allt er skylda þín að setja á dagskrá við og við ánægjulegar, nærandi athafnir og upplifanir. Þegar við lendum í alvarlegum stórum viðburðum sem draga líðan okkar niður er mjög nauðsynlegt að hafa sig í, já líka þó þig langi ekki, að gera það sem dregur líðan upp. Það getur virkilega skilið á milli hvernig líðan þín og þinna verður á næstunni og hvernig þið komið út úr erfiðleikunum. -Forðastu eins og heitan eldinn að hugga þig eða deyfa með skaðráðum eins og áfengi eða efnum enn nú er samt tíminn til að upplifa eitthvað gott, góðan mat eða tónlist til dæmis. Höfundur er sálfræðingur hjá Huglind og íbúi í Norðurhópi í Grindavík.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun