Heilbrigðismál

Fréttamynd

Skattfé varið með ómarkvissum hætti með rammasamningi við sérfræðilækna

Skattfé hefur verið varið með ómarkvissum hætti í sérfræðilækningar samkvæmt gildandi rammasamningi og fjármagn runnið nær stjórnlaust út úr ríkissjóði að sögn heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um framtíð fyrirkomulags um sérfræðilækningar verður tekin á allra næstu vikum en samningurinn rennur út um áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu

Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Svandís vill breyta rammasamningnum

Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót.

Innlent
Fréttamynd

„Inngróna tánögl skal ekki lækna með því að taka fótinn af“

Formaður Læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla. Forsætisráðherra segir að verið sé að fylgja ráðgjöf í málinu, ekki sé verið að hverfa frá einkarekstri.

Innlent
Fréttamynd

„Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“

Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort.

Innlent
Fréttamynd

Tólfumenn drifu sig í bólusetningu fyrir HM

Töluvert hefur verið hringt í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins undanfarið til að spyrjast fyrir um bólusetningar vegna ferða á HM í Rússlandi. Sóttvarnalæknir hvetur fólk almennt til að huga að bólusetningum.

Innlent
Fréttamynd

Gleymdu börnin á Íslandi

Á Vesturlöndum er heilaskaði talinn ein helsta ástæðan fyrir heilsufarsvandamálum hjá börnum, unglingum og ungu fólki á fullorðinsaldri.

Skoðun
Fréttamynd

Segir rafrettufrumvarpið ganga of langt

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, telur það óþarfa að banna notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum eins og meirihluti nefndarinnar leggur til.

Innlent
Fréttamynd

Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016.

Innlent
Fréttamynd

Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst

Forstjóri Landspítalans segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi.

Innlent
Fréttamynd

Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst

Hjartveikur maður hefur kvartað til Landlæknis eftir að hafa gleymst á gangi hjartagáttar Landspítalans í síðustu viku. Sat afskiptur með hjartaverk í fimm tíma. Tveimur dögum eftir að hann leitaði fyrst á deildina fór hann í þræðingu. Slagæð reyndist nær alveg lokuð.

Innlent
Fréttamynd

Mannekla veldur kvíða

Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning.

Innlent
Fréttamynd

Controlant hyggst umbreyta 13,4 milljarða dollara markaði

Umtalsverður hluti bóluefna og matvæla skemmist í flutningi vegna breytinga á hitastigi. Neytendur greiða fyrir sóunina. Vodafone Global birti grein um íslenska tæknifyrirtækið Controlant og dreifði á heimsvísu. Controlant er farið að þjónusta stór alþjóðleg fyrirtæki og sækir fjármagn til fjárfesta til að vaxa frekar.

Viðskipti innlent