Viðkvæmu gögnin komin á borð landlæknis og lögreglu gert viðvart Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2019 15:53 Alma D. Möller, landlæknir. Embætti landlæknis fékk í morgun afhent sjúkragögn sem reyndust óvænt vera í vörslu fyrrverandi starfsmanns Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) án vitundar samtakanna. Málið er litið alvarlegum augum en inn í það spila deilur vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2017. Er óhætt að segja að Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, og starfsmaðurinn fyrrverandi, Hjalti Þór Björnsson, sjái hlutina ólíkum augum. Gögnin eru mjög viðkvæm en meðal annars er um að ræða dagbækur af AA-fundum, sjúkraskrár og innritunarbækur á meðferðarstöðvar frá árinu 1997-2006. Landlæknir lítur málið alvarlegum augum. Upphaflega var fjallað um málið á Mbl.is í júlí þar sem rætt var við þá Arnþór og Hjalta Þór. Hjalta Þór, fyrrverandi dagskrárstjóra SÁÁ, var sagt upp störfum árið 2017. Hann hafði starfað þar í þrjátíu ár. Hjalti komst svo að því í sumar að hann hefði í vörslu sinni pappakassa með trúnaðargögnum um sjúklinga. Hann segist hafa greint Persónuvernd frá málinu en SÁÁ hefur sömuleiðis tilkynnt málið til Persónuverndar. Deila þeirra Arnþórs og Hjalta snýst í grunninn um það hvort Hjalti hafi tekið gögnin ófrjálsri hendi eða hvort gögnin hafi verið fyrir mistök send Hjalta Þór. Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ. Lögreglu gert viðvart Í tilkynningu Landlæknis í dag kemur fram að fulltrúi Persónuverndar hafi verið viðstaddur þegar gögnin voru afhent í dag. „Fyrsta athugun á innihaldi gagnanna hefur leitt í ljós að þar er að finna afar viðkvæmar persónuupplýsingar skjólstæðinga SÁÁ, sem hlotið hafa meðferð á Vík á Kjalarnesi. Þar á meðal eru sjúkraskrár rúmlega 250 einstaklinga og innritunarbækur á meðferðarstöð SÁÁ að Vík á Kjalarnesi frá árinu 1997 til 2006, sem innihalda þúsundir nafna. Auk þess er um að ræða fundabækur AA-funda fyrir tiltekin ár frá meðferðarheimilinu að Sogni,“ segir í tilkynningu Landlæknis. „Gögnin eru nú, og munu verða, í öruggri vörslu embættis landlæknis og Persónuverndar á meðan umfang málsins verður skoðað frekar og næstu skref stofnananna verða ákveðin. Hluti af eftirlitsskyldu stofnananna er örugg varsla sjúkraskráa en í lögum um sjúkraskrár nr. 55/2009 segir að ef eftirlit leiði í ljós að verulegar líkur séu á að brotið hafi verið gegn persónuverndarhagsmunum sjúklings skuli brot kært til lögreglu. Hefur lögreglu þegar verið gert viðvart um málið.“ Embætti landlæknis og Persónuvernd líta málið mjög alvarlegum augum og verður meðferð þess hagað í samræmi við það. Segir gögnin aldrei hafa verið í hættu Embætti landlæknis, sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu sem og því að ákvæði laga um sjúkraskrár séu virt, mun stofna til eftirlitsmáls vegna þessa. Þá hefur Persónuvernd hafið frumkvæðisathugun á þeim þætti málsins sem lýtur að öryggi persónuupplýsinga, í samræmi við heimildir í persónuverndarlögum, meðal annars í þeim tilgangi að meta hvernig SÁÁ beri að haga tilkynningu til þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar varða. Hjalti Þór segist í samtali við Vísi hafa búið svo um hnútana að gögnin bærust Landlækni. Hann var í fjallgöngu og í lélegu sambandi þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann ítrekaði þó að gögnin hefðu borist honum með öðru dóti sem sent var í framhaldi af uppsögninni. Honum hafði verið meinaður aðgangur að húsinu og hefði aldrei getað komist í gögnin að eigin frumkvæði. Þá hafi gögnin aldrei verið í neinni hættu enda sé hann heilbrigðisstarfsmaður og viti hvernig fara eigi með þessi gögn. Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Embætti landlæknis fékk í morgun afhent sjúkragögn sem reyndust óvænt vera í vörslu fyrrverandi starfsmanns Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) án vitundar samtakanna. Málið er litið alvarlegum augum en inn í það spila deilur vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2017. Er óhætt að segja að Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, og starfsmaðurinn fyrrverandi, Hjalti Þór Björnsson, sjái hlutina ólíkum augum. Gögnin eru mjög viðkvæm en meðal annars er um að ræða dagbækur af AA-fundum, sjúkraskrár og innritunarbækur á meðferðarstöðvar frá árinu 1997-2006. Landlæknir lítur málið alvarlegum augum. Upphaflega var fjallað um málið á Mbl.is í júlí þar sem rætt var við þá Arnþór og Hjalta Þór. Hjalta Þór, fyrrverandi dagskrárstjóra SÁÁ, var sagt upp störfum árið 2017. Hann hafði starfað þar í þrjátíu ár. Hjalti komst svo að því í sumar að hann hefði í vörslu sinni pappakassa með trúnaðargögnum um sjúklinga. Hann segist hafa greint Persónuvernd frá málinu en SÁÁ hefur sömuleiðis tilkynnt málið til Persónuverndar. Deila þeirra Arnþórs og Hjalta snýst í grunninn um það hvort Hjalti hafi tekið gögnin ófrjálsri hendi eða hvort gögnin hafi verið fyrir mistök send Hjalta Þór. Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ. Lögreglu gert viðvart Í tilkynningu Landlæknis í dag kemur fram að fulltrúi Persónuverndar hafi verið viðstaddur þegar gögnin voru afhent í dag. „Fyrsta athugun á innihaldi gagnanna hefur leitt í ljós að þar er að finna afar viðkvæmar persónuupplýsingar skjólstæðinga SÁÁ, sem hlotið hafa meðferð á Vík á Kjalarnesi. Þar á meðal eru sjúkraskrár rúmlega 250 einstaklinga og innritunarbækur á meðferðarstöð SÁÁ að Vík á Kjalarnesi frá árinu 1997 til 2006, sem innihalda þúsundir nafna. Auk þess er um að ræða fundabækur AA-funda fyrir tiltekin ár frá meðferðarheimilinu að Sogni,“ segir í tilkynningu Landlæknis. „Gögnin eru nú, og munu verða, í öruggri vörslu embættis landlæknis og Persónuverndar á meðan umfang málsins verður skoðað frekar og næstu skref stofnananna verða ákveðin. Hluti af eftirlitsskyldu stofnananna er örugg varsla sjúkraskráa en í lögum um sjúkraskrár nr. 55/2009 segir að ef eftirlit leiði í ljós að verulegar líkur séu á að brotið hafi verið gegn persónuverndarhagsmunum sjúklings skuli brot kært til lögreglu. Hefur lögreglu þegar verið gert viðvart um málið.“ Embætti landlæknis og Persónuvernd líta málið mjög alvarlegum augum og verður meðferð þess hagað í samræmi við það. Segir gögnin aldrei hafa verið í hættu Embætti landlæknis, sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu sem og því að ákvæði laga um sjúkraskrár séu virt, mun stofna til eftirlitsmáls vegna þessa. Þá hefur Persónuvernd hafið frumkvæðisathugun á þeim þætti málsins sem lýtur að öryggi persónuupplýsinga, í samræmi við heimildir í persónuverndarlögum, meðal annars í þeim tilgangi að meta hvernig SÁÁ beri að haga tilkynningu til þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar varða. Hjalti Þór segist í samtali við Vísi hafa búið svo um hnútana að gögnin bærust Landlækni. Hann var í fjallgöngu og í lélegu sambandi þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann ítrekaði þó að gögnin hefðu borist honum með öðru dóti sem sent var í framhaldi af uppsögninni. Honum hafði verið meinaður aðgangur að húsinu og hefði aldrei getað komist í gögnin að eigin frumkvæði. Þá hafi gögnin aldrei verið í neinni hættu enda sé hann heilbrigðisstarfsmaður og viti hvernig fara eigi með þessi gögn.
Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira