Viðkvæmu gögnin komin á borð landlæknis og lögreglu gert viðvart Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2019 15:53 Alma D. Möller, landlæknir. Embætti landlæknis fékk í morgun afhent sjúkragögn sem reyndust óvænt vera í vörslu fyrrverandi starfsmanns Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) án vitundar samtakanna. Málið er litið alvarlegum augum en inn í það spila deilur vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2017. Er óhætt að segja að Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, og starfsmaðurinn fyrrverandi, Hjalti Þór Björnsson, sjái hlutina ólíkum augum. Gögnin eru mjög viðkvæm en meðal annars er um að ræða dagbækur af AA-fundum, sjúkraskrár og innritunarbækur á meðferðarstöðvar frá árinu 1997-2006. Landlæknir lítur málið alvarlegum augum. Upphaflega var fjallað um málið á Mbl.is í júlí þar sem rætt var við þá Arnþór og Hjalta Þór. Hjalta Þór, fyrrverandi dagskrárstjóra SÁÁ, var sagt upp störfum árið 2017. Hann hafði starfað þar í þrjátíu ár. Hjalti komst svo að því í sumar að hann hefði í vörslu sinni pappakassa með trúnaðargögnum um sjúklinga. Hann segist hafa greint Persónuvernd frá málinu en SÁÁ hefur sömuleiðis tilkynnt málið til Persónuverndar. Deila þeirra Arnþórs og Hjalta snýst í grunninn um það hvort Hjalti hafi tekið gögnin ófrjálsri hendi eða hvort gögnin hafi verið fyrir mistök send Hjalta Þór. Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ. Lögreglu gert viðvart Í tilkynningu Landlæknis í dag kemur fram að fulltrúi Persónuverndar hafi verið viðstaddur þegar gögnin voru afhent í dag. „Fyrsta athugun á innihaldi gagnanna hefur leitt í ljós að þar er að finna afar viðkvæmar persónuupplýsingar skjólstæðinga SÁÁ, sem hlotið hafa meðferð á Vík á Kjalarnesi. Þar á meðal eru sjúkraskrár rúmlega 250 einstaklinga og innritunarbækur á meðferðarstöð SÁÁ að Vík á Kjalarnesi frá árinu 1997 til 2006, sem innihalda þúsundir nafna. Auk þess er um að ræða fundabækur AA-funda fyrir tiltekin ár frá meðferðarheimilinu að Sogni,“ segir í tilkynningu Landlæknis. „Gögnin eru nú, og munu verða, í öruggri vörslu embættis landlæknis og Persónuverndar á meðan umfang málsins verður skoðað frekar og næstu skref stofnananna verða ákveðin. Hluti af eftirlitsskyldu stofnananna er örugg varsla sjúkraskráa en í lögum um sjúkraskrár nr. 55/2009 segir að ef eftirlit leiði í ljós að verulegar líkur séu á að brotið hafi verið gegn persónuverndarhagsmunum sjúklings skuli brot kært til lögreglu. Hefur lögreglu þegar verið gert viðvart um málið.“ Embætti landlæknis og Persónuvernd líta málið mjög alvarlegum augum og verður meðferð þess hagað í samræmi við það. Segir gögnin aldrei hafa verið í hættu Embætti landlæknis, sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu sem og því að ákvæði laga um sjúkraskrár séu virt, mun stofna til eftirlitsmáls vegna þessa. Þá hefur Persónuvernd hafið frumkvæðisathugun á þeim þætti málsins sem lýtur að öryggi persónuupplýsinga, í samræmi við heimildir í persónuverndarlögum, meðal annars í þeim tilgangi að meta hvernig SÁÁ beri að haga tilkynningu til þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar varða. Hjalti Þór segist í samtali við Vísi hafa búið svo um hnútana að gögnin bærust Landlækni. Hann var í fjallgöngu og í lélegu sambandi þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann ítrekaði þó að gögnin hefðu borist honum með öðru dóti sem sent var í framhaldi af uppsögninni. Honum hafði verið meinaður aðgangur að húsinu og hefði aldrei getað komist í gögnin að eigin frumkvæði. Þá hafi gögnin aldrei verið í neinni hættu enda sé hann heilbrigðisstarfsmaður og viti hvernig fara eigi með þessi gögn. Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Embætti landlæknis fékk í morgun afhent sjúkragögn sem reyndust óvænt vera í vörslu fyrrverandi starfsmanns Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) án vitundar samtakanna. Málið er litið alvarlegum augum en inn í það spila deilur vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2017. Er óhætt að segja að Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, og starfsmaðurinn fyrrverandi, Hjalti Þór Björnsson, sjái hlutina ólíkum augum. Gögnin eru mjög viðkvæm en meðal annars er um að ræða dagbækur af AA-fundum, sjúkraskrár og innritunarbækur á meðferðarstöðvar frá árinu 1997-2006. Landlæknir lítur málið alvarlegum augum. Upphaflega var fjallað um málið á Mbl.is í júlí þar sem rætt var við þá Arnþór og Hjalta Þór. Hjalta Þór, fyrrverandi dagskrárstjóra SÁÁ, var sagt upp störfum árið 2017. Hann hafði starfað þar í þrjátíu ár. Hjalti komst svo að því í sumar að hann hefði í vörslu sinni pappakassa með trúnaðargögnum um sjúklinga. Hann segist hafa greint Persónuvernd frá málinu en SÁÁ hefur sömuleiðis tilkynnt málið til Persónuverndar. Deila þeirra Arnþórs og Hjalta snýst í grunninn um það hvort Hjalti hafi tekið gögnin ófrjálsri hendi eða hvort gögnin hafi verið fyrir mistök send Hjalta Þór. Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ. Lögreglu gert viðvart Í tilkynningu Landlæknis í dag kemur fram að fulltrúi Persónuverndar hafi verið viðstaddur þegar gögnin voru afhent í dag. „Fyrsta athugun á innihaldi gagnanna hefur leitt í ljós að þar er að finna afar viðkvæmar persónuupplýsingar skjólstæðinga SÁÁ, sem hlotið hafa meðferð á Vík á Kjalarnesi. Þar á meðal eru sjúkraskrár rúmlega 250 einstaklinga og innritunarbækur á meðferðarstöð SÁÁ að Vík á Kjalarnesi frá árinu 1997 til 2006, sem innihalda þúsundir nafna. Auk þess er um að ræða fundabækur AA-funda fyrir tiltekin ár frá meðferðarheimilinu að Sogni,“ segir í tilkynningu Landlæknis. „Gögnin eru nú, og munu verða, í öruggri vörslu embættis landlæknis og Persónuverndar á meðan umfang málsins verður skoðað frekar og næstu skref stofnananna verða ákveðin. Hluti af eftirlitsskyldu stofnananna er örugg varsla sjúkraskráa en í lögum um sjúkraskrár nr. 55/2009 segir að ef eftirlit leiði í ljós að verulegar líkur séu á að brotið hafi verið gegn persónuverndarhagsmunum sjúklings skuli brot kært til lögreglu. Hefur lögreglu þegar verið gert viðvart um málið.“ Embætti landlæknis og Persónuvernd líta málið mjög alvarlegum augum og verður meðferð þess hagað í samræmi við það. Segir gögnin aldrei hafa verið í hættu Embætti landlæknis, sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu sem og því að ákvæði laga um sjúkraskrár séu virt, mun stofna til eftirlitsmáls vegna þessa. Þá hefur Persónuvernd hafið frumkvæðisathugun á þeim þætti málsins sem lýtur að öryggi persónuupplýsinga, í samræmi við heimildir í persónuverndarlögum, meðal annars í þeim tilgangi að meta hvernig SÁÁ beri að haga tilkynningu til þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar varða. Hjalti Þór segist í samtali við Vísi hafa búið svo um hnútana að gögnin bærust Landlækni. Hann var í fjallgöngu og í lélegu sambandi þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann ítrekaði þó að gögnin hefðu borist honum með öðru dóti sem sent var í framhaldi af uppsögninni. Honum hafði verið meinaður aðgangur að húsinu og hefði aldrei getað komist í gögnin að eigin frumkvæði. Þá hafi gögnin aldrei verið í neinni hættu enda sé hann heilbrigðisstarfsmaður og viti hvernig fara eigi með þessi gögn.
Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira