Stjórnlaust heilbrigðiskerfi? Þorsteinn Víglundsson skrifar 21. ágúst 2019 09:00 Fátt er okkur mikilvægara í samfélaginu en heilbrigðiskerfið okkar. Við reiðum okkur öll á þjónustu þess og viljum að sú þjónusta sé bæði tímanleg og af bestu mögulegu gæðum. Við erum mjög lánsöm að innan heilbrigðiskerfisins starfar afburðarhæft fólk sem á öðrum fremur heiðurinn af því að við mælumst í fremstu röð hvað heilbrigði þjóðarinnar varðar. En margt má þar þó betur fara og á Alþingi hafa allir flokkar sammælst um að setja uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála og virðist meta árangur sinn út frá útgjaldaaukningunni einni saman en ekki þeim árangri sem hún skilar. Mestu hlýtur að skipta hversu góða þjónustu heilbrigðiskerfið veitir og því betur sem við nýtum fjármagn í opinberum rekstri þeim mun betri þjónustu getum við veitt. Á undanförnum árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist mjög hratt. Frá 2016 til og með 2019 hafa útgjöld þannig aukist um tæplega 50 milljarða króna í 230 milljarða króna á þessu ári. Hér er fyrst og fremst um aukið fjármagn til rekstrar að ræða. Vandinn er hins vegar að erfitt er að greina hvaða árangri þessi mikla útgjaldaaukning hefur skilað. Fjöldi 80 ára og eldri sem bíða eftir varanlegu hjúkrunarrými hefur aukist um fimmtung. Aðgerðum í heilbrigðiskerfinu fækkaði um fimmtung milli áranna 2017 og 2018 samkvæmt samantekt Landlæknis og lítil breyting hefur orðið á fjölda þeirra sem bíða eftir aðgerð samkvæmt sömu samantekt. Athygli vekur að mesti árangur við styttingu biðlista náðist á árunum 2016 og 2017 þegar framlög til heilbrigðismála voru umtalsvert lægri. Það er því eðlilegt að spyrja hver stjórni heilbrigðiskerfinu? Hvar er ávinningurinn af þessari miklu útgjaldaaukningu til heilbrigðismála á undanförnum þremur árum? Heilbrigðisráðherra virðist hafa meiri áhyggjur af því hver veiti þjónustuna en ekki hvort hún sé veitt. Þannig hefur áherslan á tilfærslu þjónustu frá einkareknum aðilum til opinberra verið allsráðandi í stefnu núverandi ríkisstjórnar. Ekki liggja þar þó að baki neinar greiningar á hagkvæmni þeirrar áherslubreytingar. Og tölurnar sem við sjáum nú um afköst heilbrigðiskerfisins eru ekki hughreystandi.Landspítali – Stóraukin framlög skila stórauknum rekstrarhalla Sé horft til Landspítala, sem einn og sér tekur til sín ríflega fjórðung framlaga til heilbrigðiskerfisins, má sjá að framlög án fjárfestinga hafa aukist um 10 milljarða króna á þessu tímabili. Þrátt fyrir umtalsverða aukningu fjárframlaga hefur rekstrartap spítalans aukist. Árið 2016 nam rekstrarhalli spítalans 85 milljónum króna en nærri 1.500 milljónum króna tap varð á rekstri hans á síðasta ári. Samkvæmt nýlegum fréttum stefnir í allt að 5.000 milljón króna tap á yfirstandandi ári, þrátt fyrir að framlög ríkisins til rekstrar hafi verið aukin um 5,5 milljarða króna á milli áranna 2018 og 2019. Á sama tímabili hefur lítil breyting orðið á fjölda þeirra sem leita til spítalans. 111 þúsund manns leituðu þjónustu spítalans í fyrra sem var fjölgun um 800 frá 2016. Legudögum fækkaði á sama tíma um 4% en stöðugildum fjölgaði um 6,5% á sama tímabili. Meðfylgjandi mynd sýnir samanlagðar komur og legudaga á hvert stöðugildi hjá Landspítalanum. Kalla mætti það einskonar mælikvarða á framleiðni spítalans. Eins og sjá má hefur þá dregið úr framleiðni spítalans samfellt frá árinu 2012. Rétt er að halda því til haga að mjög var þrengt að rekstri spítalans á hrunárunum og álag á starfsfólki jókst mikið. Engu að síður hlýtur þessi þróun að valda nokkrum áhyggjum.Hvert stefnir ráðherra? Hvernig stendur á því að lítil sem enginn árangur virðist merkjanlegur í þjónustu þess þrátt fyrir stóraukin útgjöld? Hvernig stendur á því að rekstrartap Landspítala hefur aukist svo mikið þrátt fyrir stóraukin framlög? Á sama tíma er því haldið fram að hagkvæmast sé að fela spítalanum enn fleiri verkefni. Er kostnaður við ný verkefni sem spítalanum hafa verið falin rétt metinn? Var þeim verkefnum mögulega sinnt með hagkvæmari hætti áður? Getur verið að stefna ríkisstjórnarinnar um ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins sé hvort í senn að stórauka rekstrarkostnað og draga úr afköstum? Ofangreindar tölur vekja í það ekki mikið traust á því að heilbrigðisráðherra fari vel með stjórn sína og ábyrgð á heilbrigðiskerfinu okkar.Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fátt er okkur mikilvægara í samfélaginu en heilbrigðiskerfið okkar. Við reiðum okkur öll á þjónustu þess og viljum að sú þjónusta sé bæði tímanleg og af bestu mögulegu gæðum. Við erum mjög lánsöm að innan heilbrigðiskerfisins starfar afburðarhæft fólk sem á öðrum fremur heiðurinn af því að við mælumst í fremstu röð hvað heilbrigði þjóðarinnar varðar. En margt má þar þó betur fara og á Alþingi hafa allir flokkar sammælst um að setja uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála og virðist meta árangur sinn út frá útgjaldaaukningunni einni saman en ekki þeim árangri sem hún skilar. Mestu hlýtur að skipta hversu góða þjónustu heilbrigðiskerfið veitir og því betur sem við nýtum fjármagn í opinberum rekstri þeim mun betri þjónustu getum við veitt. Á undanförnum árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist mjög hratt. Frá 2016 til og með 2019 hafa útgjöld þannig aukist um tæplega 50 milljarða króna í 230 milljarða króna á þessu ári. Hér er fyrst og fremst um aukið fjármagn til rekstrar að ræða. Vandinn er hins vegar að erfitt er að greina hvaða árangri þessi mikla útgjaldaaukning hefur skilað. Fjöldi 80 ára og eldri sem bíða eftir varanlegu hjúkrunarrými hefur aukist um fimmtung. Aðgerðum í heilbrigðiskerfinu fækkaði um fimmtung milli áranna 2017 og 2018 samkvæmt samantekt Landlæknis og lítil breyting hefur orðið á fjölda þeirra sem bíða eftir aðgerð samkvæmt sömu samantekt. Athygli vekur að mesti árangur við styttingu biðlista náðist á árunum 2016 og 2017 þegar framlög til heilbrigðismála voru umtalsvert lægri. Það er því eðlilegt að spyrja hver stjórni heilbrigðiskerfinu? Hvar er ávinningurinn af þessari miklu útgjaldaaukningu til heilbrigðismála á undanförnum þremur árum? Heilbrigðisráðherra virðist hafa meiri áhyggjur af því hver veiti þjónustuna en ekki hvort hún sé veitt. Þannig hefur áherslan á tilfærslu þjónustu frá einkareknum aðilum til opinberra verið allsráðandi í stefnu núverandi ríkisstjórnar. Ekki liggja þar þó að baki neinar greiningar á hagkvæmni þeirrar áherslubreytingar. Og tölurnar sem við sjáum nú um afköst heilbrigðiskerfisins eru ekki hughreystandi.Landspítali – Stóraukin framlög skila stórauknum rekstrarhalla Sé horft til Landspítala, sem einn og sér tekur til sín ríflega fjórðung framlaga til heilbrigðiskerfisins, má sjá að framlög án fjárfestinga hafa aukist um 10 milljarða króna á þessu tímabili. Þrátt fyrir umtalsverða aukningu fjárframlaga hefur rekstrartap spítalans aukist. Árið 2016 nam rekstrarhalli spítalans 85 milljónum króna en nærri 1.500 milljónum króna tap varð á rekstri hans á síðasta ári. Samkvæmt nýlegum fréttum stefnir í allt að 5.000 milljón króna tap á yfirstandandi ári, þrátt fyrir að framlög ríkisins til rekstrar hafi verið aukin um 5,5 milljarða króna á milli áranna 2018 og 2019. Á sama tímabili hefur lítil breyting orðið á fjölda þeirra sem leita til spítalans. 111 þúsund manns leituðu þjónustu spítalans í fyrra sem var fjölgun um 800 frá 2016. Legudögum fækkaði á sama tíma um 4% en stöðugildum fjölgaði um 6,5% á sama tímabili. Meðfylgjandi mynd sýnir samanlagðar komur og legudaga á hvert stöðugildi hjá Landspítalanum. Kalla mætti það einskonar mælikvarða á framleiðni spítalans. Eins og sjá má hefur þá dregið úr framleiðni spítalans samfellt frá árinu 2012. Rétt er að halda því til haga að mjög var þrengt að rekstri spítalans á hrunárunum og álag á starfsfólki jókst mikið. Engu að síður hlýtur þessi þróun að valda nokkrum áhyggjum.Hvert stefnir ráðherra? Hvernig stendur á því að lítil sem enginn árangur virðist merkjanlegur í þjónustu þess þrátt fyrir stóraukin útgjöld? Hvernig stendur á því að rekstrartap Landspítala hefur aukist svo mikið þrátt fyrir stóraukin framlög? Á sama tíma er því haldið fram að hagkvæmast sé að fela spítalanum enn fleiri verkefni. Er kostnaður við ný verkefni sem spítalanum hafa verið falin rétt metinn? Var þeim verkefnum mögulega sinnt með hagkvæmari hætti áður? Getur verið að stefna ríkisstjórnarinnar um ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins sé hvort í senn að stórauka rekstrarkostnað og draga úr afköstum? Ofangreindar tölur vekja í það ekki mikið traust á því að heilbrigðisráðherra fari vel með stjórn sína og ábyrgð á heilbrigðiskerfinu okkar.Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar