Stjórnlaust heilbrigðiskerfi? Þorsteinn Víglundsson skrifar 21. ágúst 2019 09:00 Fátt er okkur mikilvægara í samfélaginu en heilbrigðiskerfið okkar. Við reiðum okkur öll á þjónustu þess og viljum að sú þjónusta sé bæði tímanleg og af bestu mögulegu gæðum. Við erum mjög lánsöm að innan heilbrigðiskerfisins starfar afburðarhæft fólk sem á öðrum fremur heiðurinn af því að við mælumst í fremstu röð hvað heilbrigði þjóðarinnar varðar. En margt má þar þó betur fara og á Alþingi hafa allir flokkar sammælst um að setja uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála og virðist meta árangur sinn út frá útgjaldaaukningunni einni saman en ekki þeim árangri sem hún skilar. Mestu hlýtur að skipta hversu góða þjónustu heilbrigðiskerfið veitir og því betur sem við nýtum fjármagn í opinberum rekstri þeim mun betri þjónustu getum við veitt. Á undanförnum árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist mjög hratt. Frá 2016 til og með 2019 hafa útgjöld þannig aukist um tæplega 50 milljarða króna í 230 milljarða króna á þessu ári. Hér er fyrst og fremst um aukið fjármagn til rekstrar að ræða. Vandinn er hins vegar að erfitt er að greina hvaða árangri þessi mikla útgjaldaaukning hefur skilað. Fjöldi 80 ára og eldri sem bíða eftir varanlegu hjúkrunarrými hefur aukist um fimmtung. Aðgerðum í heilbrigðiskerfinu fækkaði um fimmtung milli áranna 2017 og 2018 samkvæmt samantekt Landlæknis og lítil breyting hefur orðið á fjölda þeirra sem bíða eftir aðgerð samkvæmt sömu samantekt. Athygli vekur að mesti árangur við styttingu biðlista náðist á árunum 2016 og 2017 þegar framlög til heilbrigðismála voru umtalsvert lægri. Það er því eðlilegt að spyrja hver stjórni heilbrigðiskerfinu? Hvar er ávinningurinn af þessari miklu útgjaldaaukningu til heilbrigðismála á undanförnum þremur árum? Heilbrigðisráðherra virðist hafa meiri áhyggjur af því hver veiti þjónustuna en ekki hvort hún sé veitt. Þannig hefur áherslan á tilfærslu þjónustu frá einkareknum aðilum til opinberra verið allsráðandi í stefnu núverandi ríkisstjórnar. Ekki liggja þar þó að baki neinar greiningar á hagkvæmni þeirrar áherslubreytingar. Og tölurnar sem við sjáum nú um afköst heilbrigðiskerfisins eru ekki hughreystandi.Landspítali – Stóraukin framlög skila stórauknum rekstrarhalla Sé horft til Landspítala, sem einn og sér tekur til sín ríflega fjórðung framlaga til heilbrigðiskerfisins, má sjá að framlög án fjárfestinga hafa aukist um 10 milljarða króna á þessu tímabili. Þrátt fyrir umtalsverða aukningu fjárframlaga hefur rekstrartap spítalans aukist. Árið 2016 nam rekstrarhalli spítalans 85 milljónum króna en nærri 1.500 milljónum króna tap varð á rekstri hans á síðasta ári. Samkvæmt nýlegum fréttum stefnir í allt að 5.000 milljón króna tap á yfirstandandi ári, þrátt fyrir að framlög ríkisins til rekstrar hafi verið aukin um 5,5 milljarða króna á milli áranna 2018 og 2019. Á sama tímabili hefur lítil breyting orðið á fjölda þeirra sem leita til spítalans. 111 þúsund manns leituðu þjónustu spítalans í fyrra sem var fjölgun um 800 frá 2016. Legudögum fækkaði á sama tíma um 4% en stöðugildum fjölgaði um 6,5% á sama tímabili. Meðfylgjandi mynd sýnir samanlagðar komur og legudaga á hvert stöðugildi hjá Landspítalanum. Kalla mætti það einskonar mælikvarða á framleiðni spítalans. Eins og sjá má hefur þá dregið úr framleiðni spítalans samfellt frá árinu 2012. Rétt er að halda því til haga að mjög var þrengt að rekstri spítalans á hrunárunum og álag á starfsfólki jókst mikið. Engu að síður hlýtur þessi þróun að valda nokkrum áhyggjum.Hvert stefnir ráðherra? Hvernig stendur á því að lítil sem enginn árangur virðist merkjanlegur í þjónustu þess þrátt fyrir stóraukin útgjöld? Hvernig stendur á því að rekstrartap Landspítala hefur aukist svo mikið þrátt fyrir stóraukin framlög? Á sama tíma er því haldið fram að hagkvæmast sé að fela spítalanum enn fleiri verkefni. Er kostnaður við ný verkefni sem spítalanum hafa verið falin rétt metinn? Var þeim verkefnum mögulega sinnt með hagkvæmari hætti áður? Getur verið að stefna ríkisstjórnarinnar um ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins sé hvort í senn að stórauka rekstrarkostnað og draga úr afköstum? Ofangreindar tölur vekja í það ekki mikið traust á því að heilbrigðisráðherra fari vel með stjórn sína og ábyrgð á heilbrigðiskerfinu okkar.Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fátt er okkur mikilvægara í samfélaginu en heilbrigðiskerfið okkar. Við reiðum okkur öll á þjónustu þess og viljum að sú þjónusta sé bæði tímanleg og af bestu mögulegu gæðum. Við erum mjög lánsöm að innan heilbrigðiskerfisins starfar afburðarhæft fólk sem á öðrum fremur heiðurinn af því að við mælumst í fremstu röð hvað heilbrigði þjóðarinnar varðar. En margt má þar þó betur fara og á Alþingi hafa allir flokkar sammælst um að setja uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála og virðist meta árangur sinn út frá útgjaldaaukningunni einni saman en ekki þeim árangri sem hún skilar. Mestu hlýtur að skipta hversu góða þjónustu heilbrigðiskerfið veitir og því betur sem við nýtum fjármagn í opinberum rekstri þeim mun betri þjónustu getum við veitt. Á undanförnum árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist mjög hratt. Frá 2016 til og með 2019 hafa útgjöld þannig aukist um tæplega 50 milljarða króna í 230 milljarða króna á þessu ári. Hér er fyrst og fremst um aukið fjármagn til rekstrar að ræða. Vandinn er hins vegar að erfitt er að greina hvaða árangri þessi mikla útgjaldaaukning hefur skilað. Fjöldi 80 ára og eldri sem bíða eftir varanlegu hjúkrunarrými hefur aukist um fimmtung. Aðgerðum í heilbrigðiskerfinu fækkaði um fimmtung milli áranna 2017 og 2018 samkvæmt samantekt Landlæknis og lítil breyting hefur orðið á fjölda þeirra sem bíða eftir aðgerð samkvæmt sömu samantekt. Athygli vekur að mesti árangur við styttingu biðlista náðist á árunum 2016 og 2017 þegar framlög til heilbrigðismála voru umtalsvert lægri. Það er því eðlilegt að spyrja hver stjórni heilbrigðiskerfinu? Hvar er ávinningurinn af þessari miklu útgjaldaaukningu til heilbrigðismála á undanförnum þremur árum? Heilbrigðisráðherra virðist hafa meiri áhyggjur af því hver veiti þjónustuna en ekki hvort hún sé veitt. Þannig hefur áherslan á tilfærslu þjónustu frá einkareknum aðilum til opinberra verið allsráðandi í stefnu núverandi ríkisstjórnar. Ekki liggja þar þó að baki neinar greiningar á hagkvæmni þeirrar áherslubreytingar. Og tölurnar sem við sjáum nú um afköst heilbrigðiskerfisins eru ekki hughreystandi.Landspítali – Stóraukin framlög skila stórauknum rekstrarhalla Sé horft til Landspítala, sem einn og sér tekur til sín ríflega fjórðung framlaga til heilbrigðiskerfisins, má sjá að framlög án fjárfestinga hafa aukist um 10 milljarða króna á þessu tímabili. Þrátt fyrir umtalsverða aukningu fjárframlaga hefur rekstrartap spítalans aukist. Árið 2016 nam rekstrarhalli spítalans 85 milljónum króna en nærri 1.500 milljónum króna tap varð á rekstri hans á síðasta ári. Samkvæmt nýlegum fréttum stefnir í allt að 5.000 milljón króna tap á yfirstandandi ári, þrátt fyrir að framlög ríkisins til rekstrar hafi verið aukin um 5,5 milljarða króna á milli áranna 2018 og 2019. Á sama tímabili hefur lítil breyting orðið á fjölda þeirra sem leita til spítalans. 111 þúsund manns leituðu þjónustu spítalans í fyrra sem var fjölgun um 800 frá 2016. Legudögum fækkaði á sama tíma um 4% en stöðugildum fjölgaði um 6,5% á sama tímabili. Meðfylgjandi mynd sýnir samanlagðar komur og legudaga á hvert stöðugildi hjá Landspítalanum. Kalla mætti það einskonar mælikvarða á framleiðni spítalans. Eins og sjá má hefur þá dregið úr framleiðni spítalans samfellt frá árinu 2012. Rétt er að halda því til haga að mjög var þrengt að rekstri spítalans á hrunárunum og álag á starfsfólki jókst mikið. Engu að síður hlýtur þessi þróun að valda nokkrum áhyggjum.Hvert stefnir ráðherra? Hvernig stendur á því að lítil sem enginn árangur virðist merkjanlegur í þjónustu þess þrátt fyrir stóraukin útgjöld? Hvernig stendur á því að rekstrartap Landspítala hefur aukist svo mikið þrátt fyrir stóraukin framlög? Á sama tíma er því haldið fram að hagkvæmast sé að fela spítalanum enn fleiri verkefni. Er kostnaður við ný verkefni sem spítalanum hafa verið falin rétt metinn? Var þeim verkefnum mögulega sinnt með hagkvæmari hætti áður? Getur verið að stefna ríkisstjórnarinnar um ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins sé hvort í senn að stórauka rekstrarkostnað og draga úr afköstum? Ofangreindar tölur vekja í það ekki mikið traust á því að heilbrigðisráðherra fari vel með stjórn sína og ábyrgð á heilbrigðiskerfinu okkar.Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun