
Óheilbrigðiskerfið
Áður en lengra er haldið er rétt og skylt að taka fram að greinarhöfundur hefur mikla trú og traust á öllum þeim fjölda frábærra starfsmanna sem vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu og vinna störf sín af alúð og ábyrgð þó núverandi ráðherra geri þeim erfitt um vik. Heilbrigðisráðherra hefur kosið að efna til átaka við sjálfstætt starfandi lækna, draga lappirnar í samningagerð við þá og jafnframt sigað aðstoðarmanni sínum á þá. Hafa sjálfstætt starfandi læknar þannig þurft að sitja undir köpuryrðum og aðdróttunum um að þeir hugsi fyrst og fremst um sína hagsmuni en ekki sjúklinga sinna. Þessi framkoma ráðherrans og aðstoðarmanns hennar í garð sérfræðilækna er óboðleg.
Fjölmargar stofnanir og sjálfstæð félög sem sinna heilbrigðismálum eru nú rekin án samninga og „framlengd“ frá mánuði til mánaðar. Þar má nefna sem dæmi Reykjalund sem hefur ekki haft langtímasamning um nokkra hríð. Loks nú fyrir skömmu skrifaði ráðherra undir nýjan samning við RKÍ um rekstur sjúkrabíla eftir að hafa dregið nauðsynlega endurnýjun bílanna allt frá því að hún settist í hástól sinn og haldið Rauða krossinum í óvissu með örstuttum framlengingum til að halda uppá 90 ára rekstur RKÍ á sjúkrabílum. Plássleysið og úrræðaleysið tekur á sig nýja og nýja mynd. Nú síðast að konur sem hafa orðið fyrir fósturmissi og/eða hafa látið eyða fóstri sitja nú í sömu biðstofu og verðandi mæður. Þvílík grimmd. Nú í sumar eru fáheyrðar lokanir á Landspítalanum sem koma harðast niður á geðsjúkum og þeim sem skipa biðlista eftir aðgerðum. Við þessar kringumstæður hefur ráðherra kosið að hrúga verkefnum inn á spítalann vitandi að Landspítalinn ræður ekki við þau. Ráðherra hefur hingað til þvertekið fyrir að nauðsynlegar aðgerðir s.s. liðskiptaaðgerðir séu gerðar á sjúkrastofnunum í einkarekstri. Jafnframt hefur ráðherra nýlega endað samstarf við sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem sinnt hafa augasteinaaðgerðum með góðum árangri og mikilli heilsubót fyrir stóran hóp sjúklinga.
Afleiðingar þessa eru biðlistar sem eru óþolandi langir og valda sjúklingum þjáningum yfir langan tíma sem auðveldlega væri hægt að stytta svo um munar. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur ráðherra ákveðið að fært sé að senda sjúklinga til aðgerða á sjálfstætt starfandi sjúkrastofnun í útlöndum með margföldum kostnaði fyrir ríkissjóð ásamt óþægindum fyrir sjúklinga. Þversumman af öllu þessu er sú að þeir sem geta borgað sjálfir fyrir aðgerðir borga sig þannig fram fyrir í röðinni. Þeir sem þola álagið sem fylgir utanlandsferð vegna aðgerðar leggja það á sig en eftir sitja þeir sem eru veikburða og aldraðir ásamt þeim sem minnst hafa milli handanna.
Þetta er óþolandi ástand og til álita hlýtur að koma að kanna hvort ákvarðanir ráðherra standist sjúklingalög og lög um fjárreiður ríkisins. Það er mjög brýnt að bjarga heilbrigðiskerfinu. Einmitt núna er mikilvægast að bjarga því frá heilbrigðisráðherra.
Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður
Skoðun

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði Ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar

Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar
Sigvaldi Einarsson skrifar

Enginn skilinn eftir á götunni
Dagmar Valsdóttir skrifar

Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna
Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar

Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman?
Guðmundur Edgarsson skrifar

Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota?
Svanur Guðmundsson skrifar

Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við
Ian McDonald skrifar

Málþóf á kostnað ungs fólks
Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar

Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar