Ljósmóðir dáist að Ronju en mælir ekki með athæfinu Gígja Hilmarsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. ágúst 2019 20:00 Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands Vísir Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir það gott að kona sé í svo góðum tengslum við líkama sinn að hún treysti sér til að fæða barn á eigin spýtur án inngripa heilbrigðisstarfsfólks. Hún mæli hins vegar ekki með því að konur séu einar eða aðeins með maka sínum í fæðingu. Ronja Mogensen myndlistakona eignaðist dóttur sína þann 24. júní síðastliðinn. Þau Klemens Hannigan, söngvari hljómsveitarinnar Hatari, voru ein á heimili þeirra við fæðinguna. Ronja tók þá ákvörðun að fæða barnið á eigin spýtur til að forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. Í viðtali við Fréttablaðið í morgun, sem birtist einnig á Vísi, fjallaði Ronja um reynslu sína af heimafæðingu eldri dóttur hennar og Klemens sem endaði með því að ljósmæður sendu hana á sjúkrahús. Í þetta sinn vildi hún hafa fullkomið vald yfir eigin aðstæðum og því tók hún þá ákvörðun að Klemens væri sá eini sem fengi að vera viðstaddur fæðinguna. Miður að fólk beri ekki traust til heilbrigðisstarfsfólks Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að henni þyki frábært að til séu svona sjálfstæðar konur sem trúa á eigin líkama og vilja gera þetta. Henni þyki hins vegar miður að fólk beri ekki það traust heilbrigðisstarfsfólks og vilji hafa fagmann viðstaddan. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Ronja Mogensen fæðingu ekki vera læknisfræðilegan viðburð. „Þú þarft ekki að vita neitt til þess að fæða barn. Líkami þinn veit hvernig hann á að gera það, alveg eins og hann vissi hvernig hann átti að búa barnið til,“ segir Ronja. Áslaug segir þetta vera rétt hjá Ronju, hins vegar geti alltaf eitthvað komið upp. „Eðlileg fæðing hjá hraustri konu sem á eðlilega meðgöngu er bara náttúrulegur viðburður. Það er þess vegna mikilvægt að allar konur séu í meðgönguvernd svo hægt sé að greina hvort eitthvað sé að fara úrskeiðis í meðgöngunni. Það geta alltaf komið upp ófyrirséð tilvik og þess vegna vilja flestar konur, sem kjósa heimafæðingu, hafa fagmann viðstaddan, þó að fagmaðurinn eigi pínulítið að halda sér til hlés“ segir Áslaug. Annað par af höndum mikilvægt Hún bendir á að það sé líka ástæðan fyrir því að ljósmæður vilji ekki vera einar í heimafæðingum. „Það er mikilvægt að hafa annað par af höndum ef svo ólíklega vill til að eitthvað komið upp á,“ segir Áslaug. Áslaug bendir á að mikið af vandamálum sem eru fyrirséð greinast í meðgönguverndinni og því sé hún nauðsynleg. Hún segist dást að Ronju og þykir gott hjá henni að geta gert þetta og vera í svo góðum tengslum við eigin líkama. Ljósmæður geti þó ekki mælt með því að fæða ein eða aðeins með maka. „Þó maður reikni ekki með að neitt komi upp og reikni með að hún sé búin að vera í góðri meðgönguvernd og að allt sé gott, þá er alltaf eitthvað sem hugsanlega getur gerst. Því er gott að hafa fagmann innan seilingar,“ segir Áslaug. Þá bendir hún á að hægt sé að ræða við ljósmóðurina fyrir fæðinguna. Til dæmis um hvernig konan vilji hafa hana og jafnframt muni ljósmóðirin skýra það fyrir konunni að hún geti ekki lofað henni að hún þurfi ekki að fara á spítala enda geti ákveðin tilfelli komið upp. Allt sé uppi á borðinu þegar að fæðingunni kemur. Áslaug segist viss um að Klemens hefði að öllum líkindum tekið eftir því hefði eitthvað „meiriháttar“ komið upp. Ýmislegt sé þó þess eðlis að ekki sé auðvelt að taka eftir því hafi maður ekki þekkinguna. „Ég er ekki viss um að hann hefði getað metið til dæmis blæðingu. Það er mjög erfitt, ef maður er ekki fagmaður að hafa auga fyrir því hvað er eðlileg blæðing í fæðingu,“ segir Áslaug. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima Klemens Hannigan og Ronja Mogen sen eignuðust sína aðra dóttur í júní. Hún fæddist í baðkari á heimili fjölskyldunnar. Ronja segist hafa viljað forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. 10. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir það gott að kona sé í svo góðum tengslum við líkama sinn að hún treysti sér til að fæða barn á eigin spýtur án inngripa heilbrigðisstarfsfólks. Hún mæli hins vegar ekki með því að konur séu einar eða aðeins með maka sínum í fæðingu. Ronja Mogensen myndlistakona eignaðist dóttur sína þann 24. júní síðastliðinn. Þau Klemens Hannigan, söngvari hljómsveitarinnar Hatari, voru ein á heimili þeirra við fæðinguna. Ronja tók þá ákvörðun að fæða barnið á eigin spýtur til að forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. Í viðtali við Fréttablaðið í morgun, sem birtist einnig á Vísi, fjallaði Ronja um reynslu sína af heimafæðingu eldri dóttur hennar og Klemens sem endaði með því að ljósmæður sendu hana á sjúkrahús. Í þetta sinn vildi hún hafa fullkomið vald yfir eigin aðstæðum og því tók hún þá ákvörðun að Klemens væri sá eini sem fengi að vera viðstaddur fæðinguna. Miður að fólk beri ekki traust til heilbrigðisstarfsfólks Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að henni þyki frábært að til séu svona sjálfstæðar konur sem trúa á eigin líkama og vilja gera þetta. Henni þyki hins vegar miður að fólk beri ekki það traust heilbrigðisstarfsfólks og vilji hafa fagmann viðstaddan. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Ronja Mogensen fæðingu ekki vera læknisfræðilegan viðburð. „Þú þarft ekki að vita neitt til þess að fæða barn. Líkami þinn veit hvernig hann á að gera það, alveg eins og hann vissi hvernig hann átti að búa barnið til,“ segir Ronja. Áslaug segir þetta vera rétt hjá Ronju, hins vegar geti alltaf eitthvað komið upp. „Eðlileg fæðing hjá hraustri konu sem á eðlilega meðgöngu er bara náttúrulegur viðburður. Það er þess vegna mikilvægt að allar konur séu í meðgönguvernd svo hægt sé að greina hvort eitthvað sé að fara úrskeiðis í meðgöngunni. Það geta alltaf komið upp ófyrirséð tilvik og þess vegna vilja flestar konur, sem kjósa heimafæðingu, hafa fagmann viðstaddan, þó að fagmaðurinn eigi pínulítið að halda sér til hlés“ segir Áslaug. Annað par af höndum mikilvægt Hún bendir á að það sé líka ástæðan fyrir því að ljósmæður vilji ekki vera einar í heimafæðingum. „Það er mikilvægt að hafa annað par af höndum ef svo ólíklega vill til að eitthvað komið upp á,“ segir Áslaug. Áslaug bendir á að mikið af vandamálum sem eru fyrirséð greinast í meðgönguverndinni og því sé hún nauðsynleg. Hún segist dást að Ronju og þykir gott hjá henni að geta gert þetta og vera í svo góðum tengslum við eigin líkama. Ljósmæður geti þó ekki mælt með því að fæða ein eða aðeins með maka. „Þó maður reikni ekki með að neitt komi upp og reikni með að hún sé búin að vera í góðri meðgönguvernd og að allt sé gott, þá er alltaf eitthvað sem hugsanlega getur gerst. Því er gott að hafa fagmann innan seilingar,“ segir Áslaug. Þá bendir hún á að hægt sé að ræða við ljósmóðurina fyrir fæðinguna. Til dæmis um hvernig konan vilji hafa hana og jafnframt muni ljósmóðirin skýra það fyrir konunni að hún geti ekki lofað henni að hún þurfi ekki að fara á spítala enda geti ákveðin tilfelli komið upp. Allt sé uppi á borðinu þegar að fæðingunni kemur. Áslaug segist viss um að Klemens hefði að öllum líkindum tekið eftir því hefði eitthvað „meiriháttar“ komið upp. Ýmislegt sé þó þess eðlis að ekki sé auðvelt að taka eftir því hafi maður ekki þekkinguna. „Ég er ekki viss um að hann hefði getað metið til dæmis blæðingu. Það er mjög erfitt, ef maður er ekki fagmaður að hafa auga fyrir því hvað er eðlileg blæðing í fæðingu,“ segir Áslaug.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima Klemens Hannigan og Ronja Mogen sen eignuðust sína aðra dóttur í júní. Hún fæddist í baðkari á heimili fjölskyldunnar. Ronja segist hafa viljað forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. 10. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima Klemens Hannigan og Ronja Mogen sen eignuðust sína aðra dóttur í júní. Hún fæddist í baðkari á heimili fjölskyldunnar. Ronja segist hafa viljað forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. 10. ágúst 2019 07:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent