Heilbrigðismál

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar.

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Í maímánuði leggur Gigtarfélag Íslands áherslu á að varpa ljósi á einn algengasta langvinna heilsufarsvanda okkar tíma – gigt. Gigtarmaí er tileinkaður öllum þeim sem eru með gigtarsjúkdóma og þeim sem styðja þau í daglegu lífi.

„Við þrífumst ekki til lengdar ein“
Hjónin Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa síðustu mánuði flakkað um landið til að ræða félagslega einangrun við fólk. Með heimsóknum sínum vilja þau ná til fólks og vekja það til vitundar um áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar auk þess sem þau gefa ráð um hvernig sé hægt að ná til fólks sem hefur einangrað sig.

Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar
Kæri heilbrigðisráðherra. Við stöndum frammi fyrir alvarlegri og vaxandi áskorun í geðheilbrigðismálum. Mikilvægum úrræðum er lokað, biðlistar lengjast, fólk fær í mörgum tilfellum ekki þjónustu fyrr en það er komið í mikinn vanda og heilbrigðisstarfsfólk vinnur við sífelldan niðurskurð og auknar kröfur.

„Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“
„Það hefur verið erfitt að horfa upp á hvernig þetta hefur þróast. Ég hef aldrei viljað nafngreina neinn, en mér finnst rétt að almenningur viti hvað hefur átt sér stað,“ segir Kristján Ingólfsson í samtali við Vísi.

Sautján langveik börn fengu ferðastyrk
Sautján börnum og fjölskyldum þeirra, samtals um 70 manns, var í gær, á fyrsta degi sumars, afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair. Afhendingin fór fram í Icelandair húsinu í Hafnarfirði.

Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur
Sérfræðingar segja að mislingar séu á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur eftir að smitsjúkdómnum hafði verið útrýmt þar fyrir aldarfjórðungi. Reglulegir faraldrar gætu blossað upp vegna þess hve bólusetningartíðni hefur hnignað.

Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim
Í tilefni af 30 ára afmæli Latabæjar ætlar Latibær í samstarfi við Hagkaup, Bónus og Banana að hefja sölu á íþróttanammi undir merkjum Latabæjar. Sala á namminu hefst þann 30. apríl um allt land. Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, segir í skoðun að framleiða einnig sérstaka rétti fyrir börn sem og rétti sem börn geta eldað sjálf.

Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla
Tvö ódýr lyf geta lækkað tíðni hjartaáfalla hjá þeim sem hafa áður fengið hjartaáfall samkvæmt nýrri rannsókn framkvæmda af íslenskum dósent. Fái sjúklingar bæði lyfin sem fyrst bæti það lífshorfur þeirra til muna.

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Hvað er heilbrigðistengd endurhæfing og hvað er starfsendurhæfing?

Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi
Ný og metnaðarfull fjarlækningaþjónusta hefur hafið göngu á Selfossi þar sem sjúklingum með sykursýki er nú boðið upp á reglulegt augnbotnaeftirlit án þess að þurfa að ferðast til höfuðborgarsvæðisins. Þjónustan er samstarfsverkefni Sjónlags og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU).

Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum
Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir það vera áhætturekstur að reka óklóraða sundlaug eða baðlón þar sem heilsuspillandi bakteríur laumist með óböðuðum ferðamönnum víða í sundlaugum landsins.

Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog
Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum.

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Við viljum kalla samfélagið okkar velferðarsamfélag. Hugtakið byggir á þeim skilningi að ákveðin grunnþjónusta sé tryggð öllum, óháð aðstæðum eða framlagi.

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Fundur í Evrópuþinginu undirstrikaði það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur lengi sagt: „Við getum ekki leyst manneklu með skýrslum og góðum vilja. - Við þurfum aðgerðir.“ Í síðustu viku sátum við fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands fund í sjálfu Evrópuþinginu, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tilefnið var ekki hátíðlegt. Þvert á móti var fundurinn viðvörun.

„Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“
Formaður Afstöðu fagnar hröðum viðbrögðum heilbrigðisráðherra vegna ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Það sé tímaspursmál hvenær efnin rati í fangelsin og um leið skapist ástand sem erfitt verði að vinna úr.

Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk
Sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga nagli, segir mikilvægt að skoða vel þau sambönd sem maður á og setja mörk ef þörf er á. Mörk séu leiðbeiningar um þarfir og væntingar í sambandi.

Gamalt vín á nýjum belgjum
Er nóg að húsnæðið sé batamiðað? Verður ekki hugmyndafræði meðferðar að vera að sama skapi byggð á bata og batamiðuðum viðhorfum? Því miður eigum við að mínu mati langt í land þarna.

Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga
Alma Möller, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Íslands. Breytingin er sögð í samræmi við stefnu stjórnvalda um að einfalda yfirstjórn stofnana og hagræða í ríkisrekstri.

Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja
Yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans segir fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans vera löngu tímabæra. Óvíst sé hvort að fjölgunin muni nægja enda fari hópur þeirra sem þurfi að vista sístækkandi.

Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll
ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir hádegisfundinum Geðheilbrigði fyrir öll á Reykjavík Hilton Nordica klukkan 11:30 í dag þar sem til umræðu verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Hægt verður að fylgjast með fundinum í streymi.

Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum
Unnið er að fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans úr átta í sextán. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins, en þar segir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hafi tekið skref í átt að úrbótum í þjónustu og úrræðum fyrir einstaklinga sem sæta þurfa sérstökum öryggisráðstöfunum. Nú sé unnið að framkvæmdum vegna þessarar fjölgunar rýma.

Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn
Sigrún Daníelsdóttir verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis segir bresku sjónvarpsþættina Adolescense ekki henta vel til að sýna börnum eða ungmennum í forvarnarskyni. Þættirnir séu gott innlegg í samfélagslega umræðu en það réttlæti ekki að sýna þá börnum eða ungmennum. Þeir geti vakið ólík viðbrögð hjá ólíkum börnum byggt á upplifunum þeirra eða reynslu.

Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs
Breska poppstjarna Robbie Williams segist hafa orðið svo vannærður eftir notkun megrunarlyfs að hann hafi fengið skyrbjúg. Williams hefur áður opnað sig um líkamsskynjunarröskun sína og þunglyndi.

Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða
Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar í dag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollayfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða.

Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög
Sóttvarnalæknir hvetur óbólusetta til að huga að sinni stöðu áður en ferðast er til Texas-ríkis í Bandaríkjunum þar sem mislingafaraldur gengur yfir um þessar mundir. Góð bólusetningarstaða sé besta vörnin gegn sjúkdómnum.

Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna
Vísbendingar eru nú um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Þá reynast þær í meirihluta tilvika ekki gagnlegar til þess að hætta að reykja heldur verða til þess að viðkomandi reykir meira og neytir meira níkótíns.

Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja
Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt.

Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi
Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildarsamtakanna, samtaka um skaðaminnkun, hefur miklar áhyggjur af því að tollurinn hafi lagt hald á töflur sem innihalda nitazene. Hún óttast að efnið gæti þegar verið komið í dreifingu eða að það styttist í það. Nitazene er sterkur ólöglegur ópíóíði sem getur verið margfalt sterkara en aðrir ópíóíðar.

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Titill þessarar greinar er ekki valinn af tilviljun, með hraðri tækniþróun höfum við nú þegar snjalltæki á náttborðinu sem fylgjast með svefni, hjartslætti og súrefnismettun, eins og hjúkrunarfræðingur. Sama tækni er farin að veita heilsugreiningar og læknisráð á ferðinni, nánast eins og læknir sem býr í vasanum.