Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Agnar Már Másson skrifar 22. nóvember 2025 21:12 „Dæmi eru um að einungis einn læknir sé starfandi í sinni sérgrein á sjúkrahúsinu, taki símann allan sólarhringinn allan ársins hring og hlaupi til að aðstoða í húsi eftir þörfum í sínum frítíma.“ vísir/auðunn Formaður Læknafélagsins leggur til að læknum verði boðin sérkjör fyrir að starfa utan höfuðborgarsvæðisins til að laða að starfsfólk. Erfitt ástand hafi skapast á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna læknaskorts. Dæmi séu um að fólk sé látið standa bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt. Þetta kemur fram í skoðanagrein Steinunnar Þórðardóttur, formanns Læknafélags Íslands, sem birtist á Vísi í kvöld. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að enginn lyflæknir væri á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. Þrír læknar hafa sagt upp störfum vegna álags nýverið en Steinunn segir ástandið ekkert nýtt af nálinni. Sami sérfræðingur taki upp símann alla sólarhringa allan ársins hring Steinunn skrifar í grein á Vísi að Sjúkrahúsið á Akureyri sé í grunninn aðlaðandi vinnustaður með góðan mannauð. Það sé að miklu leyti kjarnahópi fastráðinna og reynslumikilla sérfræðilækna að þakka, en þessir læknar hafi lagt mikið á sig, oft umfram starfsskyldur, til að styðja við yngri lækna og afleysingafólk. „Dæmi eru um að einungis einn læknir sé starfandi í sinni sérgrein á sjúkrahúsinu, taki símann allan sólarhringinn allan ársins hring og hlaupi til að aðstoða í húsi eftir þörfum í sínum frítíma, enda ekki annað hægt ef tryggja á öryggi sjúklinga,“ skrifar Steinunn, sem telur þetta ómögulega stöðu til að setja einstaka lækna í. Hún sé vænleg til að menn endist í starfi enda óboðlegt að öryggi sjúklinga sé ógnað ef einn starfsmaður er ekki stöðugt til taks. Þá segir hún einnig dæmi vera um að læknar hafi verið á bakvakt í allt að 17 sólahringa samfellt, sem þýðir að viðkomandi sinnir dagvinnu og er síðan á vaktinni á kvöldin, nóttunni og um helgar á sama tímabili, á vakt þar sem yfirleitt er lítið sem ekkert sofið vegna stöðugra símhringinga.“ Slíkt eigi ekki undir nokkrum kringumstæðum að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands, segir læknana marga á stöðgri vakt, allan sólarhringinn, allan ársins hring.Vísir/Arnar Engin lausn í sjónmáli Steinunn bendir á að nýlega hafi verið tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn ferliverkasamninga við marga af þessum læknum án þess að nein lausn lægi fyrir varðandi hvernig ætti að veita þá þjónustu við íbúa svæðisins í framhaldinu. Hún útskýrir að samningarnir feli í sér að læknar reki stofu innan sjúkrahússins, greiði fyrir það aðstöðugjöld og sinni verkum eins og speglunum og ómskoðunum. Þetta fyrirkomulag hafi tryggt mikilvæga þjónustu fyrir íbúa Norðurlands og um leið tryggt að sérfræðingar séu á staðnum ef bráðatilfelli koma upp. Hún segir að uppsögn samninganna gæti leitt til þess að læknarnir flytji starfsemi sína annað, jafnvel suður, sem myndi skerða öryggi sjúklinga. Það myndi einnig valda gríðarlegri kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð vegna aukins ferðakostnaðar sjúklinga til Reykjavíkur. „Kostnaðaraukning og skert öryggi sjúklinga getur ekki verið markmið neins,“ skrifar Steinunn, sem tekur enn fremur fram að stjórnvöld hafi gefið stjórnendum SAk fyrirmæli um að segja samningunum upp. „Ef það er raunin verður að finna aðra lausn sem er boðleg og sátt er um áður en lengra er haldið, til þess að koma í veg fyrir að fótunum verði kippt undan sjúkrahúsinu.“ Steinunn tekur fram að nýlega hafi tveir lyflæknar og einn bæklunarlæknir sagt upp störfum á sjúkrahúsinu, meðal annars vegna yfirvofandi uppsagna ferliverkasamninganna og viðvarandi álags. Hún segir að þetta álag hafi verið viðvarandi afar lengi og að í mörgum sérgreinum sé bara einn sérfræðingur starfandi og í sumum enginn. Árum saman hafi verið auglýst eftir fleiri læknum en án árangurs, að því er virðist vegna þess að fjárheimild skorti fyrir lausnum sem dugi til að laða lækna að, t.d. með því að bjóða læknum sérkjör fyrir að sinna störfum utan höfuðborgarsvæðisins. Varasjúkrahús fyrir Landspítala Steinunn tekur leggur til að bjóða læknum sérkjör fyrir störf utan höfuðborgarsvæðisins, líkt og tíðkast í nágrannalöndum, til að laða að starfsfólk. Hún tekur fram að stjórn Læknafélags Íslands hafi í gær, föstudag, átt fund með læknum og stjórnendum SAk þar sem fram hafi komið ýmsar hugmyndir að lausnum. Forgangsmál væru að tryggja viðunandi mönnun, bæta starfsaðstæður lækna og tryggja öryggi sjúklinga. Þá þyrfti einnig að viðurkenna mikilvægi SAk sem varasjúkrahúss fyrir Landspítala, sem þurfi að vera starfhæft allan sólarhringinn. Tryggja þyrfti einnig stöðu SAk sem kennslusjúkrahúss og fjölga sérnámslæknum. „Hlusta verður á raddir reyndustu sérfræðinga sjúkrahússins og koma í veg fyrir að þeir hverfi annað, enda kemur ekki endilega maður í manns stað í litlu landi í harðri alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna.“ Heilbrigðismál Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Þetta kemur fram í skoðanagrein Steinunnar Þórðardóttur, formanns Læknafélags Íslands, sem birtist á Vísi í kvöld. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að enginn lyflæknir væri á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. Þrír læknar hafa sagt upp störfum vegna álags nýverið en Steinunn segir ástandið ekkert nýtt af nálinni. Sami sérfræðingur taki upp símann alla sólarhringa allan ársins hring Steinunn skrifar í grein á Vísi að Sjúkrahúsið á Akureyri sé í grunninn aðlaðandi vinnustaður með góðan mannauð. Það sé að miklu leyti kjarnahópi fastráðinna og reynslumikilla sérfræðilækna að þakka, en þessir læknar hafi lagt mikið á sig, oft umfram starfsskyldur, til að styðja við yngri lækna og afleysingafólk. „Dæmi eru um að einungis einn læknir sé starfandi í sinni sérgrein á sjúkrahúsinu, taki símann allan sólarhringinn allan ársins hring og hlaupi til að aðstoða í húsi eftir þörfum í sínum frítíma, enda ekki annað hægt ef tryggja á öryggi sjúklinga,“ skrifar Steinunn, sem telur þetta ómögulega stöðu til að setja einstaka lækna í. Hún sé vænleg til að menn endist í starfi enda óboðlegt að öryggi sjúklinga sé ógnað ef einn starfsmaður er ekki stöðugt til taks. Þá segir hún einnig dæmi vera um að læknar hafi verið á bakvakt í allt að 17 sólahringa samfellt, sem þýðir að viðkomandi sinnir dagvinnu og er síðan á vaktinni á kvöldin, nóttunni og um helgar á sama tímabili, á vakt þar sem yfirleitt er lítið sem ekkert sofið vegna stöðugra símhringinga.“ Slíkt eigi ekki undir nokkrum kringumstæðum að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands, segir læknana marga á stöðgri vakt, allan sólarhringinn, allan ársins hring.Vísir/Arnar Engin lausn í sjónmáli Steinunn bendir á að nýlega hafi verið tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn ferliverkasamninga við marga af þessum læknum án þess að nein lausn lægi fyrir varðandi hvernig ætti að veita þá þjónustu við íbúa svæðisins í framhaldinu. Hún útskýrir að samningarnir feli í sér að læknar reki stofu innan sjúkrahússins, greiði fyrir það aðstöðugjöld og sinni verkum eins og speglunum og ómskoðunum. Þetta fyrirkomulag hafi tryggt mikilvæga þjónustu fyrir íbúa Norðurlands og um leið tryggt að sérfræðingar séu á staðnum ef bráðatilfelli koma upp. Hún segir að uppsögn samninganna gæti leitt til þess að læknarnir flytji starfsemi sína annað, jafnvel suður, sem myndi skerða öryggi sjúklinga. Það myndi einnig valda gríðarlegri kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð vegna aukins ferðakostnaðar sjúklinga til Reykjavíkur. „Kostnaðaraukning og skert öryggi sjúklinga getur ekki verið markmið neins,“ skrifar Steinunn, sem tekur enn fremur fram að stjórnvöld hafi gefið stjórnendum SAk fyrirmæli um að segja samningunum upp. „Ef það er raunin verður að finna aðra lausn sem er boðleg og sátt er um áður en lengra er haldið, til þess að koma í veg fyrir að fótunum verði kippt undan sjúkrahúsinu.“ Steinunn tekur fram að nýlega hafi tveir lyflæknar og einn bæklunarlæknir sagt upp störfum á sjúkrahúsinu, meðal annars vegna yfirvofandi uppsagna ferliverkasamninganna og viðvarandi álags. Hún segir að þetta álag hafi verið viðvarandi afar lengi og að í mörgum sérgreinum sé bara einn sérfræðingur starfandi og í sumum enginn. Árum saman hafi verið auglýst eftir fleiri læknum en án árangurs, að því er virðist vegna þess að fjárheimild skorti fyrir lausnum sem dugi til að laða lækna að, t.d. með því að bjóða læknum sérkjör fyrir að sinna störfum utan höfuðborgarsvæðisins. Varasjúkrahús fyrir Landspítala Steinunn tekur leggur til að bjóða læknum sérkjör fyrir störf utan höfuðborgarsvæðisins, líkt og tíðkast í nágrannalöndum, til að laða að starfsfólk. Hún tekur fram að stjórn Læknafélags Íslands hafi í gær, föstudag, átt fund með læknum og stjórnendum SAk þar sem fram hafi komið ýmsar hugmyndir að lausnum. Forgangsmál væru að tryggja viðunandi mönnun, bæta starfsaðstæður lækna og tryggja öryggi sjúklinga. Þá þyrfti einnig að viðurkenna mikilvægi SAk sem varasjúkrahúss fyrir Landspítala, sem þurfi að vera starfhæft allan sólarhringinn. Tryggja þyrfti einnig stöðu SAk sem kennslusjúkrahúss og fjölga sérnámslæknum. „Hlusta verður á raddir reyndustu sérfræðinga sjúkrahússins og koma í veg fyrir að þeir hverfi annað, enda kemur ekki endilega maður í manns stað í litlu landi í harðri alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna.“
Heilbrigðismál Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira