
Þjóðadeild karla í fótbolta

Hákon dregur sig út úr landsliðshópnum
Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrstu leikjum liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA.

„Tilgangslaust“ að ræða um ensku stjörnurnar sem Heimir getur ekki notað
Tvær af stjörnum enska landsliðsins í fótbolta, þeir Declan Rice og Jack Grealish, stæðu Heimi Hallgrímssyni til boða ef þeir hefðu haldið sig við að spila fyrir hönd Írlands.

Franskur fasteignasali með flautuna á föstudag
Hinn 31 árs gamli Willy Delajod mun sjá um að dæma fyrsta leik Íslands á nýrri leiktíð í Þjóðadeild karla í fótbolta, þegar liðið tekur á móti Svartfjallalandi á Laugardalsvelli á föstudagskvöld.

Slær Haaland við en trúði ekki símtalinu: „Mamma og pabbi fóru að hlæja“
Hinn 18 ára gamli Sindre Walle Egeli, sem líkt hefur verið við landa sinn Erling Haaland, er mættur í norska A-landsliðið í fótbolta þó að hann hafi átt erfitt með að trúa því til að byrja með.

„Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“
Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér.

Enska liðið missir þrjá öfluga menn fyrir leikinn á móti Heimi
Cole Palmer, Ollie Watkins og Phil Foden hafa allir þurft að draga sig út úr enska landsliðshópnum fyrir fyrstu leiki liðsins í Þjóðadeildinni.

„Eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við“
Jón Dagur Þorsteinsson var hetja íslenska landsliðsins síðasta vor þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Englendingum á Wembley. Nú er komið að næsta verkefni landsliðsins.

Sparkar Bergwijn úr landsliðinu fyrir að velja Sádi-Arabíu
Þjálfarinn Ronald Koeman hefur enga þolinmæði fyrir því að leikmenn á besta aldri, eins og hinn 26 ára Steven Bergwijn, velji að spila fótbolta í Sádi-Arabíu.

Hvetur Íslendinga til að minnast Sarkic sem var í fríi með íslenskri konu
Svartfellingar mæta Íslendingum á Laugardalsvelli á föstudaginn í sínum fyrsta leik eftir andlát markvarðar liðsins, Matija Sarkic, sem lést í júní 26 ára að aldri.

Stutt gaman hjá Brynjari og Júlíus kallaður til
Miðjumaðurinn Júlíus Magnússon, sem leikur með Fredrikstad í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni.

Brynjar inn fyrir meiddan Sverri
Brynjar Ingi Bjarnason hefur verið kallaður upp í landsliðshóp karla í fótbolta fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Hann tekur sæti Sverris Inga Ingasonar sem er meiddur.

Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum
John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi.

Fjórir nýliðar í enska hópnum sem Heimir þarf að glíma við
Fjórir nýliðar eru í enska landsliðshópnum sem mætir Írlandi, sem Heimir Hallgrímsson stýrir, í Þjóðadeildinni í fótbolta eftir rúma viku.

Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“
Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta.

„Svipað og þegar við tókum yfir liðið á sínum tíma“
Gylfi Þór Sigurðsson verður hluti af landsliðshópi Íslands sem mætir Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta byrjun næsta mánaðar. Hann er spenntur fyrir nýrri kynslóð leikmanna í landsliðinu.

Lárus baunar á Hareide: Erfitt að lesa í skilaboðin úr norska garðskálanum
Ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, varðandi Aron Einar Gunnarsson, hittu ekki beinlínis í mark í Þorpinu á Akureyri.

Spilar fótbolta til að vera í landsliðinu
„Á meðan ég get spilað fótbolta mun ég spila fyrir landsliðið,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson sem verður með A-landsliði karla í fótbolta í komandi leikjum í Þjóðadeildinni.

Gylfi snýr aftur í landsliðið
KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið.

Biðin eftir Gylfa ætti að enda núna
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að spila síðustu átta landsleiki án Gylfa Þórs Sigurðssonar en það er von til þess að biðin eftir Gylfa endi í næsta landsliðsglugga. Hópurinn verður tilkynntur í dag.

Højbjerg nýr fyrirliði Danmerkur
Hinn 29 ára gamli Pierre-Emile Højbjerg fær það verðuga verkefni að fylla skarðið sem Simon Kjær skilur eftir sig í karlalandsliði Danmerkur í knattspyrnu en Højbjerg er nýr fyrirliði liðsins.

Afleysingaþjálfari Dana missir af leikjum vegna veikinda
Morten Wieghorst, tímabundinn landsliðsþjálfari Dana í fótbolta, stýrir ekki liðinu í tveimur landsleikjum í næsta mánuði.

Bellingham missir líklega af leiknum gegn strákunum hans Heimis
Jude Bellingham missir væntanlega af næstu leikjum enska landsliðsins vegna meiðsla.

Carsley tekur tímabundið við enska landsliðinu
Eins og við var búist hefur Lee Carsley verið ráðinn þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta til bráðabirgða.

Carsley líklegastur til að stýra Englandi gegn strákunum hans Heimis
Lee Carsley, þjálfari enska U-21 árs landsliðsins, mun væntanlega stýra A-landsliðinu í næstu leikjum þess.

Belgía mun ekki taka á móti Ísrael í Þjóðadeildinni
Leikur Belgíu og Ísrael í Þjóðadeild karla í knattspyrnu mun ekki fara fram í Belgíu vegna öryggisástæðna. Í síðasta mánuði var staðfest að leikurinn myndi ekki fara fram í Brussel, höfuðborg Belgíu, en nú hefur verið útilokað að leikurinn fari yfir höfuð fram í Belgíu.

Neita að halda landsleik gegn Ísrael á þjóðarleikvanginum
Borgarstjórn Brussel, höfuðborgar Belgíu, hefur af öryggisástæðum bannað belgíska knattspyrnusambandinu að halda landsleik gegn Ísrael á King Baudouin þjóðarleikvanginum.

Fljúga til Wales í haust í tengslum við landsleikina
Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á ferðum til borgarinnar Cardiff í Wales næsta haust. Þetta er gert vegna mikils áhuga stuðningsmanna á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram í október og nóvember.

Albert, Hákon og Orri byrja allir í kvöld
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, byrjar með mjög sókndjarft lið í leiknum á móti Ísraelsmönnum í Búdapest í kvöld.

Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum?

Byrja í Laugardalnum en spila síðasta leikinn í Wales
Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú staðfest leikdaga íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Þjóðadeild UEFA í haust.