Jóhann Berg: Getum vonandi skemmt áhorfendum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 10:59 Jóhann Berg Guðmundsson að skóla Anthony Gordon til á Wembley í sumar, í 1-0 sigri Íslands á Englandi. Getty/Julian Finney „Ég tel að við séum á góðri vegferð og vonandi getum við sýnt það [í kvöld],“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, fyrir leikinn við Svartfjallaland í Þjóðadeildinni í kvöld. Skærasta stjarna Svartfellinga er fyrirliðinn Stevan Jovetic, sem þessa dagana er án félags, en leikmenn liðsins spila víða um Evrópu sem og í Asíu. „Þeir eru auðvitað bara með flotta leikmenn, fullt af leikmönnum sem við þurfum að passa okkur á. Við þurfum að spila okkar besta leik, og vonandi sjáum við sem flesta. Það er nú ekki mikið að gerast í miðasölunni en það er bara eins og það er,“ segir Jóhann en hægt er að nálgast miða á leikinn á tix.is. Klippa: Jóhann Berg brattur fyrir leikinn í kvöld Nokkuð hefur verið um meiðsli hjá íslenska liðinu í aðdraganda leiksins og algjörir lykilmenn helst úr lestinn. Hákon Arnar Haraldsson verður ekkert með liðinu í haust og tveir miðverðir hafa meiðst, þeir Sverrir Ingi Ingason og Brynjar Ingi Bjarnason. „Það kemur auðvitað bara maður í manns stað og einhver fær tækifæri til að sýna sig og sanna [í dag]. Vonandi tekst það. Við erum búnir að æfa varnarleikinn nokkuð vel þessa vikuna. Auðvitað eru góðir leikmenn sem vantar hjá okkur en eins og alltaf kemur maður í manns stað,“ segir Jóhann sem sjálfur er í toppstandi og byrjaður að spila fyrir Al-Orobah í Sádi-Arabíu. „Ég hlakka bara til að spila á Laugardalsvellinum og vonandi að ná í góð úrslit fyrir Ísland,“ segir Jóhann. „Við þurfum auðvitað að vera gríðarlega góðir bæði með og án bolta. Vonandi getum við haldið svolítið í boltann og látið þá hlaupa, og skapað okkur einhver færi. Skemmt áhorfendum á Laugardalsvelli. Það er auðvitað alltaf planið. Við gerum allt til að vinna leikinn.“ Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45 í kvöld og er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarleg umfjöllun verður á Vísi. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Segir Ísland betra liðið: „Nýtt upphaf og spennandi tímar“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leiðin á HM hefjist í kvöld þegar Ísland tekur á móti Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Um sé að ræða nýtt upphaf og spennandi tíma hjá landsliðinu. 6. september 2024 09:01 Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026? 6. september 2024 08:32 Hákon með brotið bein í fæti og ekki fleiri landsleikir á árinu Íslenska landsliðið verður væntanlega án Hákonar Arnars Haraldssonar út árið vegna þess að meiðsli hans frá æfingu liðsins eru það alvarleg. 5. september 2024 19:43 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Skærasta stjarna Svartfellinga er fyrirliðinn Stevan Jovetic, sem þessa dagana er án félags, en leikmenn liðsins spila víða um Evrópu sem og í Asíu. „Þeir eru auðvitað bara með flotta leikmenn, fullt af leikmönnum sem við þurfum að passa okkur á. Við þurfum að spila okkar besta leik, og vonandi sjáum við sem flesta. Það er nú ekki mikið að gerast í miðasölunni en það er bara eins og það er,“ segir Jóhann en hægt er að nálgast miða á leikinn á tix.is. Klippa: Jóhann Berg brattur fyrir leikinn í kvöld Nokkuð hefur verið um meiðsli hjá íslenska liðinu í aðdraganda leiksins og algjörir lykilmenn helst úr lestinn. Hákon Arnar Haraldsson verður ekkert með liðinu í haust og tveir miðverðir hafa meiðst, þeir Sverrir Ingi Ingason og Brynjar Ingi Bjarnason. „Það kemur auðvitað bara maður í manns stað og einhver fær tækifæri til að sýna sig og sanna [í dag]. Vonandi tekst það. Við erum búnir að æfa varnarleikinn nokkuð vel þessa vikuna. Auðvitað eru góðir leikmenn sem vantar hjá okkur en eins og alltaf kemur maður í manns stað,“ segir Jóhann sem sjálfur er í toppstandi og byrjaður að spila fyrir Al-Orobah í Sádi-Arabíu. „Ég hlakka bara til að spila á Laugardalsvellinum og vonandi að ná í góð úrslit fyrir Ísland,“ segir Jóhann. „Við þurfum auðvitað að vera gríðarlega góðir bæði með og án bolta. Vonandi getum við haldið svolítið í boltann og látið þá hlaupa, og skapað okkur einhver færi. Skemmt áhorfendum á Laugardalsvelli. Það er auðvitað alltaf planið. Við gerum allt til að vinna leikinn.“ Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45 í kvöld og er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarleg umfjöllun verður á Vísi.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Segir Ísland betra liðið: „Nýtt upphaf og spennandi tímar“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leiðin á HM hefjist í kvöld þegar Ísland tekur á móti Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Um sé að ræða nýtt upphaf og spennandi tíma hjá landsliðinu. 6. september 2024 09:01 Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026? 6. september 2024 08:32 Hákon með brotið bein í fæti og ekki fleiri landsleikir á árinu Íslenska landsliðið verður væntanlega án Hákonar Arnars Haraldssonar út árið vegna þess að meiðsli hans frá æfingu liðsins eru það alvarleg. 5. september 2024 19:43 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Segir Ísland betra liðið: „Nýtt upphaf og spennandi tímar“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leiðin á HM hefjist í kvöld þegar Ísland tekur á móti Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Um sé að ræða nýtt upphaf og spennandi tíma hjá landsliðinu. 6. september 2024 09:01
Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026? 6. september 2024 08:32
Hákon með brotið bein í fæti og ekki fleiri landsleikir á árinu Íslenska landsliðið verður væntanlega án Hákonar Arnars Haraldssonar út árið vegna þess að meiðsli hans frá æfingu liðsins eru það alvarleg. 5. september 2024 19:43