Ronaldo skoraði landsliðsmark númer 131 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 20:47 Cristiano Ronaldo fagnar hér marki sínu á móti Króatíu í Lissabon í kvöld. Getty/Carlos Rodrigues Cristiano Ronaldo var á skotskónum í kvöld þegar Portúgal vann sigur á Króatíu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Fjórir leikir fóru annars fram í A-deildinni í kvöld en auk Portúgala þá fögnuðu Pólverjar og Danir einnig sigri. Pólverjar misstu reyndar niður tveggja marka forustu en tókst að tryggja sér sigur í uppbótatíma en Evrópumeistarar Spánverja gerðu aftur á móti markalaust jafntefli. Portúgal vann 2-1 sigur á heimavelli á móti Króatíu. Diogo Dalot kom portúgalska liðinu í 1-0 á 7. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes og á 34. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Ronaldo. Ronaldo skoraði markið sitt, það 131. fyrir landsliðið, eftir stoðsendingu frá Nuno Mendes. Króatar minnkuðu muninn rétt fyrir hálfleik þegar Diogo Dalot skoraði í sitt eigið mark. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik.Skotar komu til baka en urðu að sætta sig við 3-2 tap fyrir Póllandi á Hampden Park. Sigurmarkið skoraði Nicola Zalewski úr vítaspyrnu langt inn í uppbótatíma. Pólverjar komst í 2-0 í fyrri hálfleik á móti Skotum i Glasgow. Robert Lewandowski lagði upp fyrsta markið fyrir Sebastian Szymanski á 8. mínútu og Lewandowski skoraði sjálfur á 44. mínútu úr víti. Skotarnir minnkuðu muninn á fyrstu mínútu í síðari hálfleiknum þegar Billy Gilmour skoraði. Skotarnir hætta aldrei og Scott McTominay jafnaði metin á 76. mínútu. Á sjöundu mínútu í uppbótatíma var hins vegar dæmt víti sem Nicola Zalewski tók því Lewandowski var farinn af velli. Evrópumeistarar Spánverja voru mættir til Serbíu en náðu ekki að koma boltanum í markið ekki frekar en heimamenn. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli. Danir unnu 2-0 sigur á níu Svisslendingum á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld. Danir voru manni fleiri í fjörutíu mínútur eftir að Nico Elvedi fékk rautt spjald á 50. mínútu. Jonas Wind hélt að hann hefði komið Dönum yfir á 72. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Markið kom loksins átta mínútum fyrir leikslok og það skoraði Patrick Dorgu mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Svisslendinga enduðu níu á móti ellefu eftir að Granit Xhaka fékk sitt annað gula spjald á 87. mínútu. Danir bættu við öðru marki eftir það sem Pierre-Emile Højbjerg skoraði. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Sjá meira
Fjórir leikir fóru annars fram í A-deildinni í kvöld en auk Portúgala þá fögnuðu Pólverjar og Danir einnig sigri. Pólverjar misstu reyndar niður tveggja marka forustu en tókst að tryggja sér sigur í uppbótatíma en Evrópumeistarar Spánverja gerðu aftur á móti markalaust jafntefli. Portúgal vann 2-1 sigur á heimavelli á móti Króatíu. Diogo Dalot kom portúgalska liðinu í 1-0 á 7. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes og á 34. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Ronaldo. Ronaldo skoraði markið sitt, það 131. fyrir landsliðið, eftir stoðsendingu frá Nuno Mendes. Króatar minnkuðu muninn rétt fyrir hálfleik þegar Diogo Dalot skoraði í sitt eigið mark. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik.Skotar komu til baka en urðu að sætta sig við 3-2 tap fyrir Póllandi á Hampden Park. Sigurmarkið skoraði Nicola Zalewski úr vítaspyrnu langt inn í uppbótatíma. Pólverjar komst í 2-0 í fyrri hálfleik á móti Skotum i Glasgow. Robert Lewandowski lagði upp fyrsta markið fyrir Sebastian Szymanski á 8. mínútu og Lewandowski skoraði sjálfur á 44. mínútu úr víti. Skotarnir minnkuðu muninn á fyrstu mínútu í síðari hálfleiknum þegar Billy Gilmour skoraði. Skotarnir hætta aldrei og Scott McTominay jafnaði metin á 76. mínútu. Á sjöundu mínútu í uppbótatíma var hins vegar dæmt víti sem Nicola Zalewski tók því Lewandowski var farinn af velli. Evrópumeistarar Spánverja voru mættir til Serbíu en náðu ekki að koma boltanum í markið ekki frekar en heimamenn. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli. Danir unnu 2-0 sigur á níu Svisslendingum á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld. Danir voru manni fleiri í fjörutíu mínútur eftir að Nico Elvedi fékk rautt spjald á 50. mínútu. Jonas Wind hélt að hann hefði komið Dönum yfir á 72. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Markið kom loksins átta mínútum fyrir leikslok og það skoraði Patrick Dorgu mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Svisslendinga enduðu níu á móti ellefu eftir að Granit Xhaka fékk sitt annað gula spjald á 87. mínútu. Danir bættu við öðru marki eftir það sem Pierre-Emile Højbjerg skoraði.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti