„Eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2024 20:16 Jón Dagur Þorsteinsson fagnar hér sigurmarki sínu á móti enska landsliðinu á Wembley í byrjun júnímánaðar. Getty/Richard Pelham Jón Dagur Þorsteinsson var hetja íslenska landsliðsins síðasta vor þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Englendingum á Wembley. Nú er komið að næsta verkefni landsliðsins. Jón Dagur er búinn að skipta um lið síðan hann gerði út um leikinn á Wembley leikvanginum í aðdraganda Evrópumótsins. Hann fór á dögunum frá OH Leuven í Belgíu til Herthu Berlín í Þýskalandi. „Mér fannst þetta verið komið gott þarna í Leuven. Ég var búinn að vera þarna í tvö ár og fannst ekkert meira sem ég gat gert þar. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Jón Dagur í samtali við Stefán Árna Pálsson á hóteli íslenska liðsins í dag. Stór klúbbur „Það kitlaði líka þegar það kom upp möguleiki á að fara í svona stóran klúbb eins og Herthu Berlín. Ég ákvað því að kýla á það,“ sagði Jón Dagur. Félagið er risastórt og ætlar sér að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Það var eiginlega aðalástæðan af hverju ég fór þangað er að þetta var eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Jón Dagur. Hvernig hefur lífið byrjað hjá honum í Berlín? „Ég er bara búinn að vera þarna í nokkra daga en fékk fyrstu mínúturnar á laugardaginn og við unnum. Þetta er því að byrja mjög vel,“ sagði Jón Dagur. Þetta er bara alvöru keppni Næsta á dagskrá hjá landsliðinu eru leikir á móti Svartfellingum og Tyrkjum í nýrri Þjóðadeild. „Þetta eru engir æfingarleikir. Þetta er bara keppni. Menn þurfa að taka þessu alvarlega og við munum gera það. Eins og við höfum séð undanfarin ár þá hefur þetta verið að gefa okkur möguleika og skilaði okkur í umspilið. Þetta er bara alvöru keppni,“ sagði Jón Dagur. Hvað á að gera á móti Svartfellingum í fyrsta leik? „Við munum bara spila okkar leik, vera þéttir til baka og svo erum við búnir að vera skapa nóg til að skora fullt af mörkum. Við þurfum að byrja á því að halda hreinu og vinna þennan leik,“ sagði Jón Dagur. Mikil jákvæðni yfir þessu Íslenska liðið var nálægt því að komast á Evrópumótið þar sem liðið tapaði í hreinum úrslitaleik við Úkraínu um laust sæti. Finnur Jón Dagur fyrir uppgangi í kringum íslenska liðið. „Já algjörlega. Við erum búnir að vera að sækja úrslit og höfum átt flottar frammistöður hér og þar. Við þurfum að fara að tengja þetta aðeins betur saman en það er búinn að vera mikill uppgangur og jákvæðni yfir þessu. Það er bara gaman,“ sagði Jón Dagur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Jón Dagur: Mig langaði að prófa eitthvað nýtt Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Jón Dagur er búinn að skipta um lið síðan hann gerði út um leikinn á Wembley leikvanginum í aðdraganda Evrópumótsins. Hann fór á dögunum frá OH Leuven í Belgíu til Herthu Berlín í Þýskalandi. „Mér fannst þetta verið komið gott þarna í Leuven. Ég var búinn að vera þarna í tvö ár og fannst ekkert meira sem ég gat gert þar. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Jón Dagur í samtali við Stefán Árna Pálsson á hóteli íslenska liðsins í dag. Stór klúbbur „Það kitlaði líka þegar það kom upp möguleiki á að fara í svona stóran klúbb eins og Herthu Berlín. Ég ákvað því að kýla á það,“ sagði Jón Dagur. Félagið er risastórt og ætlar sér að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Það var eiginlega aðalástæðan af hverju ég fór þangað er að þetta var eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Jón Dagur. Hvernig hefur lífið byrjað hjá honum í Berlín? „Ég er bara búinn að vera þarna í nokkra daga en fékk fyrstu mínúturnar á laugardaginn og við unnum. Þetta er því að byrja mjög vel,“ sagði Jón Dagur. Þetta er bara alvöru keppni Næsta á dagskrá hjá landsliðinu eru leikir á móti Svartfellingum og Tyrkjum í nýrri Þjóðadeild. „Þetta eru engir æfingarleikir. Þetta er bara keppni. Menn þurfa að taka þessu alvarlega og við munum gera það. Eins og við höfum séð undanfarin ár þá hefur þetta verið að gefa okkur möguleika og skilaði okkur í umspilið. Þetta er bara alvöru keppni,“ sagði Jón Dagur. Hvað á að gera á móti Svartfellingum í fyrsta leik? „Við munum bara spila okkar leik, vera þéttir til baka og svo erum við búnir að vera skapa nóg til að skora fullt af mörkum. Við þurfum að byrja á því að halda hreinu og vinna þennan leik,“ sagði Jón Dagur. Mikil jákvæðni yfir þessu Íslenska liðið var nálægt því að komast á Evrópumótið þar sem liðið tapaði í hreinum úrslitaleik við Úkraínu um laust sæti. Finnur Jón Dagur fyrir uppgangi í kringum íslenska liðið. „Já algjörlega. Við erum búnir að vera að sækja úrslit og höfum átt flottar frammistöður hér og þar. Við þurfum að fara að tengja þetta aðeins betur saman en það er búinn að vera mikill uppgangur og jákvæðni yfir þessu. Það er bara gaman,“ sagði Jón Dagur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Jón Dagur: Mig langaði að prófa eitthvað nýtt
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira