Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 08:30 Stefan Mugosa, hér með mottu, er lunkinn markaskorari. Getty/Alex Nicodim Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. Svartfellski hópurinn lendir í Keflavík eftir hádegi og æfir svo á Laugardalsvelli í dag, fyrir leikinn við Ísland sem hefst klukkan 18:45 á morgun. Í liði Svartfjallalands eru meðal annars þeir Marko Tuci, varnarmaður, og Stefan Mugosa sem skorað hefur 15 mörk fyrir landslið Svartfjallalands og er næstmarkahæstur á eftir fyrirliðanum Stevan Jovetic. Þeir Tuci og Mugosa leika báðir með suður-kóreskum félagsliðum og þurftu samkvæmt svartfellskum miðlum að ferðast í meira en sólarhring bara til þess að komast heim til Svartfjallalands. Við það bætist svo fimm klukkutíma flug til Íslands í dag. Marko Tuci til varnar gegn James Maddison í æfingaleik gegn Tottenham í Seúl í sumar.Getty/Han Myung-Gu Leikmennirnir spila svo heima í Svartfjallalandi gegn Wales á mánudaginn áður en þeir þurfa að ferðast aftur til Asíu. Allt þetta ferðalag á tíu dögum. „Eftir ferðalagið frá Kóreu þá er nú bara ekkert mál að ferðast til Íslands,“ sagði Tuci fyrir flugið til Íslands. „Þetta er svolítið erfitt ferðalag en ég vona að það komi ekki niður á undirbúningi okkar eða frammistöðu,“ bætti hann við. „Við erum svo sannarlega tilbúnir að byrja. Við erum búnir að greina íslenska liðið og sáum að þetta er mjög agað lið. Þeir nota langar sendingar en eru líka góðir á seinni boltanum. Við sáum líka gallana þeirra sem ég vona að við getum nýtt okkur,“ sagði Tuci og kvaðst ekki kvíða yfir hitamismuninum við það að spila í besta falli í tíu stiga hita í Reykjavík. Hann þæði frekar meiri kulda en meiri hita. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45 á morgun, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarlega er fjallað um leiki Íslands á Vísi. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Svartfellski hópurinn lendir í Keflavík eftir hádegi og æfir svo á Laugardalsvelli í dag, fyrir leikinn við Ísland sem hefst klukkan 18:45 á morgun. Í liði Svartfjallalands eru meðal annars þeir Marko Tuci, varnarmaður, og Stefan Mugosa sem skorað hefur 15 mörk fyrir landslið Svartfjallalands og er næstmarkahæstur á eftir fyrirliðanum Stevan Jovetic. Þeir Tuci og Mugosa leika báðir með suður-kóreskum félagsliðum og þurftu samkvæmt svartfellskum miðlum að ferðast í meira en sólarhring bara til þess að komast heim til Svartfjallalands. Við það bætist svo fimm klukkutíma flug til Íslands í dag. Marko Tuci til varnar gegn James Maddison í æfingaleik gegn Tottenham í Seúl í sumar.Getty/Han Myung-Gu Leikmennirnir spila svo heima í Svartfjallalandi gegn Wales á mánudaginn áður en þeir þurfa að ferðast aftur til Asíu. Allt þetta ferðalag á tíu dögum. „Eftir ferðalagið frá Kóreu þá er nú bara ekkert mál að ferðast til Íslands,“ sagði Tuci fyrir flugið til Íslands. „Þetta er svolítið erfitt ferðalag en ég vona að það komi ekki niður á undirbúningi okkar eða frammistöðu,“ bætti hann við. „Við erum svo sannarlega tilbúnir að byrja. Við erum búnir að greina íslenska liðið og sáum að þetta er mjög agað lið. Þeir nota langar sendingar en eru líka góðir á seinni boltanum. Við sáum líka gallana þeirra sem ég vona að við getum nýtt okkur,“ sagði Tuci og kvaðst ekki kvíða yfir hitamismuninum við það að spila í besta falli í tíu stiga hita í Reykjavík. Hann þæði frekar meiri kulda en meiri hita. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45 á morgun, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarlega er fjallað um leiki Íslands á Vísi.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02