
Börn og uppeldi

Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum
Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann.

Telur ungmenni nota ensku til að draga upp ákveðna mynd af sér
Rannsóknardósent hjá Árnastofnun segir notkun ensku í unglingamáli ekki einskorðast við Ísland heldur sé hún snar þáttur í unglingamáli- og menningu víða um heim.

FDA leggur blessun sína yfir fyrsta bóluefnið gegn RS vírus
Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir bóluefni gegn RS vírus, algengri kvefveiru sem er yfirleitt tiltölulega meinlaus en getur valdið dauða hjá ungabörnum og eldra fólki.

„Almennt er mjög mikil ánægja með þetta“
Veggspjöld um kynheilbrigði voru fjarlægð af veggjum grunnskóla í Kópavogi að beiðni foreldra ungra nemenda. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg sér ekkert slæmt við það að yngri börn geti kynnt sér efnið á spjöldunum.

„Barnabækur gerðu ekki ráð fyrir okkar fjölskylduformi“
Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir eignuðust dóttur á dögunum en fyrir eiga þær tvo drengi. Samhliða barnauppeldi og framkvæmdum innan heimilisins sem þær eru virkar að sýna frá á samfélagsmiðlum hafa þær nú gefið út sína aðra barnabók.

Fannst líkaminn vera að svíkja mig
Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir og kærasti hennar, Albert Guðmundsson fótboltamaður, eignuðust tvö börn með stuttu millibili. Starfs síns vegna gat Albert ekki verið viðstaddur fæðingu yngri dóttur þeirra sem kom í heiminn í febrúar síðastliðnum. Guðlaug upplifði í kjölfarið mikla einmanatilfinningu en hún segir meðgöngu, fæðingu og fyrstu mánuði barnanna tveggja gjörólíka.

Kallar eftir bættu öryggi á ærslabelgjum eftir að dóttir slasaðist
Hafnfirðingurinn Svavar Halldórsson kallar eftir bættu öryggi á ærslabelgjum eftir að tíu ára dóttir hans slasaðist á Víðistaðatúni. Tognaði hún eftir að hafa verið hrint af eldri dreng.

Að vera foreldri
Uppeldi er breytilegt lífstíðarferli þar sem hvert þroskastig býður upp á ný tækifæri og aukinn þroska fyrir bæði foreldri og barn. Það er mikilvægt að skoða tilfinningalíðan og viðbrögð foreldra uppeldishlutverkinu því samspil er á milli vaxtar foreldris sem uppalanda og aukinn skilnings á þörfum barns.

Lýðræði barna og ungmenna er í hættu
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi þann 20. febrúar 2013. Í honum er skýrt tekið fram að bera þarf virðingu fyrir skoðunum barna (12.gr) og að börn eiga rétt á því að deila hugmyndum sínum (13.gr). Þessar greinar vernda lýðræði, málfrelsi og tillögurétt barna og ungmenna.

Á að draga ungmennin „Lúlla/Lúllu lúser“ sem fremja afbrot fyrir sér dómstól?
Til að fylgja eftir greininni sem ég skrifaði „Lögreglunemar með Lúlla/Lúllu lúser í tilsjón“ langar mig að koma inn á þegar ungmenni er dæmd fyrir dómstólum landsins og hvað við eigum að hafa í huga þegar þau eru dæmd að mínu mati.

Foreldrar – treystum ekki skilyrðislaust
Sumarið er framundan og getur það verið spennandi tími fyrir börnin ykkar. Tími þar sem tækifæri gefast til að verja tíma að heiman, hitta nýja vini og prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Margt áhugavert er í boði fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann; vinnuskólinn, sumarbúðir, leikja-, reið- og sundnámskeið, myndlistar- og siglinganámskeið og svo mætti lengi telja.

Ofbeldismyndbönd og deiling geti verið liður í frekara ofbeldi
Sérsveitin fór í nærri tvöfalt fleiri útköll vegna vopnaburðar í fyrra en árið 2019. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir yngri kynslóðir virðast gera minni greinarmun á sínu stafræna sjálfi og hinu hefðbundna og að svo virtist sem ofbeldismyndbönd ungmenna og dreifing þeirra sé liður í enn frekara ofbeldi og niðurlægingu viðkomandi þolanda.

Kveikjum neistann í Reykjavík
Kveikjum neistann er rannsóknar og þróunarverkefni sem Grunnskóli Vestmannaeyja tekur þátt í og hefur verið í gangi með nemendum í bráðum tvö ár. Þau Hermundur Sigmundsson prófessor við NTNU og HÍ og Svara Þ. Hjaltalín, sérkennari og læsisfræðingur eiga veg og vanda af verkefninu sem er í umsjá Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar við HÍ.

Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða
Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar.

Vill 700 þúsund króna sekt við hnífaburði á kvöldin
Öryggis- og löggæslufræðingur segir nauðsynlegt að bregðast skjótt við til að koma hnífum af götum landsins. Hann telur að banna eigi hnífaburð „í margmenni“ frá sex á kvöldin til sjö á morgnanna og að sektir við slíku verði 700 þúsund krónur. Einnig leggur hann til bann á sölu allra hnífa nema eldhúsáhalda og verkfæra.

Þegar barn hafnar foreldri án raunverulegrar ástæðu
25. apríl, er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um foreldraútilokun. Foreldraútilokun á sér stað þegar barn hafnar foreldri sem það átti áður gott samband við, vegna neikvæðra áhrifa hins foreldrisins.

„Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“
Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær.

Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt
Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra.

Innleiða þurfi aftur aga til að bregðast við ofbeldisöldu og ópíóðafíkn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að innleiða þurfi aftur aga og skilning á því hvað má og má ekki til að bregðast við öldu ofbeldis, aukinni skipulagðri glæpastarfsemi og fíkniefnafaraldri. Gefa þurfi skólastjórendum og lögreglu tækifæri til að senda skýr skilaboð og fylgja þeim eftir.

Það þarf heilt samfélag
Í þeim aðstæðum og þeim hraða sem samfélagið býður ungum barnafjölskyldum upp á í dag, reikar hugurinn óhjákvæmilega til annarra tíma. Tíma sem voru kannski ekki einfaldari að neinu leiti, áskoranirnar voru aðrar, fjölskyldusamsetningin var kannski önnur, kröfurnar á foreldra og börn aðrar eða jafnvel öðruvísi.

Hefur alvarlegar efasemdir um notkun einveruherbergja
Fyrrverandi prófessor í félagsráðgjöf dregur alvarlega í efa notkun á svokölluðum einveruherbergjum, sem geti reynst börnum afar þungbært veganesti út í lífið. Það sé áhyggjuefni að ráðuneytið virðist ekki vilja banna þau sem meðferðarúrræði.

Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins
Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið.

Við gleymum oft því dýrmætasta: Tíma
Leikskólinn er fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt og er ætlaður börnum undir skólaskyldualdri. Þó er ekki kveðið sérstaklega á um á hvaða aldri börn eigi rétt á að hefja leikskólagöngu. Yngstu börnunum hefur fjölgað jafnt og þétt í leikskólum landsins undanfarin ár. Flest sveitarfélög hafa sett sér aldursviðmið varðandi innritunaraldur og árið 2021 var innritunaraldur flestra barna á bilinu 19‒24 mánaða.

Fimmta hvert ungmenni með lesblindu
Í kringum tuttugu prósent ungmenna á aldrinum átján til 24 ára á Íslandi glíma við lesblindu. Er lesblinda því mun algengari en talið var áður. Rannsókn sýnir fram á að þeir sem greinast eftir tíu ára aldur séu líklegri til að enda hvorki í námi né vinnu síðar á lífsleiðinni.

„Það þarf ekki nema eina hnífstungu“
Afbrotafræðingur segir hugmyndafræði um að vopnaburður og beiting vopna séu eðlileg hafa náð fótfestu hjá hópum ungmenna hér á landi. Ungmenni virðist oft og tíðum ekki átta sig á þeim hættum og afleiðingum sem fylgi beitingu vopna. Þörf sé á samstilltu átaki til að bregðast við vandanum.

Tónlist fyrir óvær börn á nýrri plötu
Það stendur mikið til á Hellu og á Hvolsvelli á næstunni því þar á að halda tónleika, sem kallast “Hjartans mál”. Tónlistarfólkið verður allt í náttfötum og salirnir verða myrkvaðir og allt verður þakið í mottum, teppum og pullum fyrir tónleikagesti.

Tjáningarfrelsið og málefni trans barna og ungmenna
Það má tjá skoðanir á hver sé þróun málefna trans barna og ungmenna hér á landi. Margir veigra sér þó við því. Hvers vegna? Væntanlega er ein ástæða þess að sú hætta er raunveruleg að sá sem tjái skoðanir sínar um málaflokkinn verði í framhaldinu brennimerktur á opinberum vettvangi.

„Mikil sorg en samt svo mikil gleði“
Nýbakaðir foreldrar stúlku með Downs-heilkenni, líklega fyrsta barnsins sem fæðist með heilkennið á Íslandi í rúm tvö ár, segja fæðinguna hafa kallað fram erfiðar tilfinningar. Móðurina grunaði að ekki væri allt með felldu á meðgöngu en heilbrigðiskerfið hafi ekki hlustað á áhyggjur hennar. Dóttir þeirra sé þó, þegar allt kemur til alls, fullkomin.

„Þetta er afturför um heilan áratug“
Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist.

Lífið í fámennasta grunnskóla landsins: Fjórir nemendur og skólasund í 120 kílómetra fjarlægð
Skólastjóri fámennasta grunnskóla landsins segir börnin stundum óska þess að vera fleiri en einungis fjórir nemendur eru í skólanum. Þurfa þau að keyra 120 kílómetra til að fara í skólasund en skólabílstjórinn er einnig íþróttakennari nemendanna og matráður skólans.