„Það er svo skelfilegt að horfa upp á vinkonu sína í þessum aðstæðum“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2023 20:01 Kristjana Dögg er æskuvinkona Anítu og vill leggja sitt af mörkum til að létta undir með fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Samsett Aníta Björt Berkeley upplifði verstu martröð allra foreldra þann 4.nóvember síðastliðinn. Dóttir hennar lést, einungis sex vikna og sex daga gömul. Aníta er búsett á Selfossi og er einstæð móðir en hún á eina aðra dóttur, Maliku Ivý sem er að verða tveggja ára. „Í stöðu sem þessari er lítið sem maður getur gert og allt sem maður gerir og segir virðist of lítið. Ekkert getur fyllt í skarðið sem situr eftir í hjörtum fjölskyldunnar,“ segir Kristjana Dögg Baldursdóttir æskuvinkona Anítu en hún opnaði á dögunum styrktarreikning á nafni Anítu til að leggja fjölskyldunni lið á þessum erfiðu tímum. Yngri dóttir Anítu lést degi áður en hún náði sjö vikna aldri. Fyrirhugað var að hún yrði skírð í dag, 18 nóvember. Þungir tímar framundan Þær Kristjana og Aníta hafa verið vinkonur frá barnsaldri og voru óléttar á sama tíma. „Það er svo skelfilegt að horfa upp á vinkonu sína í þessum aðstæðum. Hún er náttúrulega bara í versta ástandi lífs síns núna,“ segir Kristjana. „Sorgin sem situr eftir hjá aðstandendum er án efa meiri en hægt er að gera sér í hugarlund.“ Ljóst er að það eru þungir tímar framundan, bæði andlega og fjárhagslega fyrir þær mæðgur. „Ég ákvað þess vegna að stofna styrktarreikning fyrir þær, bæði til að standa undir útfararkostnaðinum, og líka til að tryggja það að hún geti sótt þá aðstoð sem hún þarf, bæði fyrir sig og eldri dóttur sína,“ segir Kristjana og bætir við að það eigi enginn eigi þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur eftir að hafa upplifað jafn hrikalegt áfall og það er að missa kornungt barn. „Mín von er að Aníta og fjölskylda þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á þá miklu og ólýsanlegu sorg sem þau ganga í gegnum núna." Þeir sem vilja leggja mæðgunum lið er bent á eftirfarandi styrktarreikning: Reikningsnúmer: 0370-22-072677 Kennitala: 201197-2449 Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Fleiri fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Sjá meira
Aníta er búsett á Selfossi og er einstæð móðir en hún á eina aðra dóttur, Maliku Ivý sem er að verða tveggja ára. „Í stöðu sem þessari er lítið sem maður getur gert og allt sem maður gerir og segir virðist of lítið. Ekkert getur fyllt í skarðið sem situr eftir í hjörtum fjölskyldunnar,“ segir Kristjana Dögg Baldursdóttir æskuvinkona Anítu en hún opnaði á dögunum styrktarreikning á nafni Anítu til að leggja fjölskyldunni lið á þessum erfiðu tímum. Yngri dóttir Anítu lést degi áður en hún náði sjö vikna aldri. Fyrirhugað var að hún yrði skírð í dag, 18 nóvember. Þungir tímar framundan Þær Kristjana og Aníta hafa verið vinkonur frá barnsaldri og voru óléttar á sama tíma. „Það er svo skelfilegt að horfa upp á vinkonu sína í þessum aðstæðum. Hún er náttúrulega bara í versta ástandi lífs síns núna,“ segir Kristjana. „Sorgin sem situr eftir hjá aðstandendum er án efa meiri en hægt er að gera sér í hugarlund.“ Ljóst er að það eru þungir tímar framundan, bæði andlega og fjárhagslega fyrir þær mæðgur. „Ég ákvað þess vegna að stofna styrktarreikning fyrir þær, bæði til að standa undir útfararkostnaðinum, og líka til að tryggja það að hún geti sótt þá aðstoð sem hún þarf, bæði fyrir sig og eldri dóttur sína,“ segir Kristjana og bætir við að það eigi enginn eigi þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur eftir að hafa upplifað jafn hrikalegt áfall og það er að missa kornungt barn. „Mín von er að Aníta og fjölskylda þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á þá miklu og ólýsanlegu sorg sem þau ganga í gegnum núna." Þeir sem vilja leggja mæðgunum lið er bent á eftirfarandi styrktarreikning: Reikningsnúmer: 0370-22-072677 Kennitala: 201197-2449
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Fleiri fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent