Er heilsa barna okkar ekki mikilvægari en þetta? Markéta Irglová skrifar 7. nóvember 2023 11:00 Sonur minn er 8 ára. Hann byrjaði í þriðja bekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi í haust. Það er mánudagur í dag, en hann er heima frá skólanum. Hann er heima af því hann er með króníska magaverki, hausverk og hósta, einkennin versna eftir því hversu miklum tíma hann eyðir í skólanum sínum. Ástæða veikinda hans er mér augljós núna. Hann er alltaf mjög hress á sumrin og í helgarfríum, en versnar svo mjög fljótlega eftir að skólinn byrjar aftur. Auk magaverkja, hausverkja og hósta þjáist hann af krónískum eyrnabólgum sem ítrekað hafa komið í veg fyrir að hann geti t.d. mætt í skólasund með bekkjasystkinum sínum. Í fyrra þurftum við að fá læknisvottorð fyrir hann til að sleppa sundi þar sem eyrnabólgan versnaði alltaf til muna eftir hvern sundtíma. Ég er búin að missa töluna á því hversu oft læknar hafa skrifað upp á sýklalyf fyrir hann, sem aldrei gerðu gagn. Í tvö ár höfum við foreldrar hans klórað okkur á hausnum, undrandi og ráðalaus yfir ástandinu á heilsu hans, þangað til síðsumars að okkur barst bréf frá grunnskólanum um að mygla hafi fundist í byggingunni í úttekt frá EFLU. Þarna var maður orðin ansi uppgefinn, og leið eins og maður væri að upplifa einhverskonar deja vu. Fyrir tveimur árum síðan, höfðum við flutt son okkar ásamt eldri systur hans frá skóla í Reykjavík vegna þessa að þar var mygluvandamál á þeim tíma, og það er erfitt að trúa því, að það eina sem okkur tókst að gera var að flytja börnin okkar úr einum mygluðum skóla í annan. Síðan féttirnar um myglu í Mýrarhúsaskóla komu, hef ég verið að hugsa til baka. Hugsa um öll skiptin sem ég sagði syni mínum, að hann mætti ekki sleppa skólanum ´bara´ út af því að honum var illt í maganum eða hausnum eða eyranu, af því hann var ekki með hita og hann var búinn að missa allt of mikið af skólanum nú þegar. Ég mundi eftir bréfinu frá skólanum þar sem verið var að vekja athygli á því að allt of mörg börn væru ekki að mæta í skólann vegna kvíða og skólastjórn varaði foreldra við því að tilkynnt yrði til barnaverndar ef börn missa af x mörgum dögum í skólaárinu. Ég mundi eftir öllum heimsóknunum til heilsugæslunnar, þar sem okkur var sagt að það væri óeðlilegt að 6 eða 7 ára barn væri að fá svona oft eyrnabólgur, en enginn læknir leitaði lengra en að skrifa upp á sýklalyfjameðferð og senda okkur heim jafn undrandi og öll skiptin áður. Ég mundi eftir ferðinni til barnaspítalans eitt skipti þar sem sonur okkar kvartaði yfir svo miklum magaverkjum og það lengi í einu að við tókum málin aðeins lengra en áður. Ég man eftir lækninum sem sendi okkur heim án þess að geta gefið nokkra skýringu eða úrræði. Ég man að hann tók ekki einu sinni blóðprufu. Ég man að ég grét af áhyggjum og máttleysi á leiðinni heim. Nú eru framkvæmdir í Mýrarhúsaskóla í fullum gangi. Það er verið að brjóta upp gólfplötuna í kjallaranum þar sem sonur okkar var í fyrsta bekk. Það er myglu blettur í stofunni á þriðju hæð þar sem bekkurinn hans er núna. Kennarinn hans er orðin veik í lungunum og loftið í stofunni er þungt, eins og við höfum sjálf fundið fyrir í foreldraviðtölum fyrr í haust. En það má víst ekki skilja glugga eða dyr eftir opnar yfir nóttina þrátt fyrir því að EFLA segi að loftun sé mjög mikilvæg aðferð í að minnka vöxt myglusmits og bæta loftgæði innri rýma. Það er ekki hægt að færa bekkinn í aðra skólastofu því það er hvergi pláss. Það er ekki hægt að byggja skammtíma húsnæði á skólalóðinni vegna þess að þar er búið að koma leikskólabörnum fyrir. Heilsa sonar okkar er orðin það slæm að hann getur varla verið í skólabyggingunni lengur. Ekki með myglu á staðnum og öllum þeim framkvæmdum sem eru í gangi sem spillir loftinu ennþá meira. Við reyndum að færa hann í gamla skólann hans þar sem skólinn er kominn með nýtt húsnæði og margir af gömlum vinum hans eru þar enn, en það er ekki pláss fyrir hann eins og er. Hvað gerir maður þá? Við gætum kannski fært hann í skóla einhvers staðar annað staðar, en hvernig getur maður verið viss um að ástandið þar verði ekki eins eða jafnvel verra? Það er sama hvert maður lítur þessa dagana, alls staðar er talað um myglu í skólum og leikskólum. Alls staðar á landinu er verið að spilla heilsu barna okkar, og hver ber eigilega ábyrgð á því að tryggja þeim heilsusamlegt umhverfi á meðan á viðgerðum stendur? Ég óska þess að það væri Hjallastefnu leik- og grunnskóli á Seltjarnarnesi en af einhverri furðulegri ástæðu vill Bæjarráð Seltjarnarnes ekki gefa Hjallastefnunni leyfi til að setja upp sinn skóla hér, þrátt fyrir að leikskólinn á Nesinu sé að springa, þar er endalaus mannekla og skortur á plássi. Til dæmis í fyrra þurftu yngstu börnin að vera í kjallara kirkjunnar, og ennþá fleiri voru á biðlista um pláss. Nú er búið að færa leikskólabörnin í gáma á grunnskólalóðinni. Ég spurði bæjarstjóra Seltjarnarnes hvernig stendur á því að Hjallastefnan sé ekki komin hingað þrátt fyrir mikla eftirspurn íbúa og hann sagði að það væri einhver “pólitískur leikur” hjá bæjarstjórninni að neita Hjallastefnu um starfsleyfi hér þó að hann sjálfur sé mjög fylgjandi því að fólk eigi að hafa val. En þrátt fyrir hversu algengt mygluvandamálið er orðið, hefur aldrei verið spurt um eða rannsakað hvort áhrif af myglu í nærumhverfi sé möguleg orsök heilsuvanda sjúklingsins þegar við höfum farið til lækna. Allar upplýsingar sem maður fær, koma frá eigin reynslu eða rannsóknum. Maður fær betri ráð á Mæðra- og Pabbatips á Facebook en á Heilsugæslum og Barnaspítalanum. Finnst okkur þetta í lagi? Er þetta nógu gott? En það eru ekki allir jafn viðkvæmir fyrir áhrifum af myglu og flest börn í bekk sonar míns eru (samkvæmt því sem foreldrar þeirra segja) einkennalaus. Alla vega eins og er. Það er einmitt það sem gerir það erfitt til að fá fólk með sér í að krefjast úrbóta, krefjast betra umhverfis fyrir börnin okkar, krefjast þess að þau séu ekki í menguðu húsnæði á meðan að viðgerðir standa yfir. Það var starfsmaður í skólanum sem sagði mér að “engum líður vel undir þessu þaki”. En hvað getur starfsfólk skóla gert ef ekkert heyrist í foreldrum? Sökin er ekki hjá kennurum eða skólastjórnendum. Þau eru einfaldlega að reyna sitt besta að halda hlutunum gangandi þrátt fyrir allt. Hvar sökin liggur er ekki það sem skiptir mestu máli núna og það má alveg fletta ofan af því seinna hvernig þetta fór svona mikið úrskeiðis í byggingum landsins, en það sem skiptir öllu máli núna er að finna lausnir. Heilsa okkar mikilvægasta fólks er í húfi hérna; barnanna okkar og kennaranna þeirra. Nú er ég bara útlendingur með íslenskan ríkisborgararétt, íslenskan eiginmann og þrjú hálf íslensk börn, en ég spyr okkur öll; hvað getum við gert til að breyta ástandinu? - Markéta Irglová Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Sonur minn er 8 ára. Hann byrjaði í þriðja bekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi í haust. Það er mánudagur í dag, en hann er heima frá skólanum. Hann er heima af því hann er með króníska magaverki, hausverk og hósta, einkennin versna eftir því hversu miklum tíma hann eyðir í skólanum sínum. Ástæða veikinda hans er mér augljós núna. Hann er alltaf mjög hress á sumrin og í helgarfríum, en versnar svo mjög fljótlega eftir að skólinn byrjar aftur. Auk magaverkja, hausverkja og hósta þjáist hann af krónískum eyrnabólgum sem ítrekað hafa komið í veg fyrir að hann geti t.d. mætt í skólasund með bekkjasystkinum sínum. Í fyrra þurftum við að fá læknisvottorð fyrir hann til að sleppa sundi þar sem eyrnabólgan versnaði alltaf til muna eftir hvern sundtíma. Ég er búin að missa töluna á því hversu oft læknar hafa skrifað upp á sýklalyf fyrir hann, sem aldrei gerðu gagn. Í tvö ár höfum við foreldrar hans klórað okkur á hausnum, undrandi og ráðalaus yfir ástandinu á heilsu hans, þangað til síðsumars að okkur barst bréf frá grunnskólanum um að mygla hafi fundist í byggingunni í úttekt frá EFLU. Þarna var maður orðin ansi uppgefinn, og leið eins og maður væri að upplifa einhverskonar deja vu. Fyrir tveimur árum síðan, höfðum við flutt son okkar ásamt eldri systur hans frá skóla í Reykjavík vegna þessa að þar var mygluvandamál á þeim tíma, og það er erfitt að trúa því, að það eina sem okkur tókst að gera var að flytja börnin okkar úr einum mygluðum skóla í annan. Síðan féttirnar um myglu í Mýrarhúsaskóla komu, hef ég verið að hugsa til baka. Hugsa um öll skiptin sem ég sagði syni mínum, að hann mætti ekki sleppa skólanum ´bara´ út af því að honum var illt í maganum eða hausnum eða eyranu, af því hann var ekki með hita og hann var búinn að missa allt of mikið af skólanum nú þegar. Ég mundi eftir bréfinu frá skólanum þar sem verið var að vekja athygli á því að allt of mörg börn væru ekki að mæta í skólann vegna kvíða og skólastjórn varaði foreldra við því að tilkynnt yrði til barnaverndar ef börn missa af x mörgum dögum í skólaárinu. Ég mundi eftir öllum heimsóknunum til heilsugæslunnar, þar sem okkur var sagt að það væri óeðlilegt að 6 eða 7 ára barn væri að fá svona oft eyrnabólgur, en enginn læknir leitaði lengra en að skrifa upp á sýklalyfjameðferð og senda okkur heim jafn undrandi og öll skiptin áður. Ég mundi eftir ferðinni til barnaspítalans eitt skipti þar sem sonur okkar kvartaði yfir svo miklum magaverkjum og það lengi í einu að við tókum málin aðeins lengra en áður. Ég man eftir lækninum sem sendi okkur heim án þess að geta gefið nokkra skýringu eða úrræði. Ég man að hann tók ekki einu sinni blóðprufu. Ég man að ég grét af áhyggjum og máttleysi á leiðinni heim. Nú eru framkvæmdir í Mýrarhúsaskóla í fullum gangi. Það er verið að brjóta upp gólfplötuna í kjallaranum þar sem sonur okkar var í fyrsta bekk. Það er myglu blettur í stofunni á þriðju hæð þar sem bekkurinn hans er núna. Kennarinn hans er orðin veik í lungunum og loftið í stofunni er þungt, eins og við höfum sjálf fundið fyrir í foreldraviðtölum fyrr í haust. En það má víst ekki skilja glugga eða dyr eftir opnar yfir nóttina þrátt fyrir því að EFLA segi að loftun sé mjög mikilvæg aðferð í að minnka vöxt myglusmits og bæta loftgæði innri rýma. Það er ekki hægt að færa bekkinn í aðra skólastofu því það er hvergi pláss. Það er ekki hægt að byggja skammtíma húsnæði á skólalóðinni vegna þess að þar er búið að koma leikskólabörnum fyrir. Heilsa sonar okkar er orðin það slæm að hann getur varla verið í skólabyggingunni lengur. Ekki með myglu á staðnum og öllum þeim framkvæmdum sem eru í gangi sem spillir loftinu ennþá meira. Við reyndum að færa hann í gamla skólann hans þar sem skólinn er kominn með nýtt húsnæði og margir af gömlum vinum hans eru þar enn, en það er ekki pláss fyrir hann eins og er. Hvað gerir maður þá? Við gætum kannski fært hann í skóla einhvers staðar annað staðar, en hvernig getur maður verið viss um að ástandið þar verði ekki eins eða jafnvel verra? Það er sama hvert maður lítur þessa dagana, alls staðar er talað um myglu í skólum og leikskólum. Alls staðar á landinu er verið að spilla heilsu barna okkar, og hver ber eigilega ábyrgð á því að tryggja þeim heilsusamlegt umhverfi á meðan á viðgerðum stendur? Ég óska þess að það væri Hjallastefnu leik- og grunnskóli á Seltjarnarnesi en af einhverri furðulegri ástæðu vill Bæjarráð Seltjarnarnes ekki gefa Hjallastefnunni leyfi til að setja upp sinn skóla hér, þrátt fyrir að leikskólinn á Nesinu sé að springa, þar er endalaus mannekla og skortur á plássi. Til dæmis í fyrra þurftu yngstu börnin að vera í kjallara kirkjunnar, og ennþá fleiri voru á biðlista um pláss. Nú er búið að færa leikskólabörnin í gáma á grunnskólalóðinni. Ég spurði bæjarstjóra Seltjarnarnes hvernig stendur á því að Hjallastefnan sé ekki komin hingað þrátt fyrir mikla eftirspurn íbúa og hann sagði að það væri einhver “pólitískur leikur” hjá bæjarstjórninni að neita Hjallastefnu um starfsleyfi hér þó að hann sjálfur sé mjög fylgjandi því að fólk eigi að hafa val. En þrátt fyrir hversu algengt mygluvandamálið er orðið, hefur aldrei verið spurt um eða rannsakað hvort áhrif af myglu í nærumhverfi sé möguleg orsök heilsuvanda sjúklingsins þegar við höfum farið til lækna. Allar upplýsingar sem maður fær, koma frá eigin reynslu eða rannsóknum. Maður fær betri ráð á Mæðra- og Pabbatips á Facebook en á Heilsugæslum og Barnaspítalanum. Finnst okkur þetta í lagi? Er þetta nógu gott? En það eru ekki allir jafn viðkvæmir fyrir áhrifum af myglu og flest börn í bekk sonar míns eru (samkvæmt því sem foreldrar þeirra segja) einkennalaus. Alla vega eins og er. Það er einmitt það sem gerir það erfitt til að fá fólk með sér í að krefjast úrbóta, krefjast betra umhverfis fyrir börnin okkar, krefjast þess að þau séu ekki í menguðu húsnæði á meðan að viðgerðir standa yfir. Það var starfsmaður í skólanum sem sagði mér að “engum líður vel undir þessu þaki”. En hvað getur starfsfólk skóla gert ef ekkert heyrist í foreldrum? Sökin er ekki hjá kennurum eða skólastjórnendum. Þau eru einfaldlega að reyna sitt besta að halda hlutunum gangandi þrátt fyrir allt. Hvar sökin liggur er ekki það sem skiptir mestu máli núna og það má alveg fletta ofan af því seinna hvernig þetta fór svona mikið úrskeiðis í byggingum landsins, en það sem skiptir öllu máli núna er að finna lausnir. Heilsa okkar mikilvægasta fólks er í húfi hérna; barnanna okkar og kennaranna þeirra. Nú er ég bara útlendingur með íslenskan ríkisborgararétt, íslenskan eiginmann og þrjú hálf íslensk börn, en ég spyr okkur öll; hvað getum við gert til að breyta ástandinu? - Markéta Irglová
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun