Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2025 06:33 Ársæll Guðmundsson skólastjóri og Inga Sæland ráðherra. „Inga hringdi í janúar, ég fékk bara símann frá skiptiborðinu, og hún var ekki í neinu jafnvægi; byrjaði strax að hella sér yfir mig, ákaflega reið og bókstaflega öskraði í símann að það væri búið að stela glænýjum Nike-skóm af barnabarninu.“ Þannig lýsir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, símtali sínu við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra, sem átti sér stað í ársbyrjun. Ársæll tjáði sig um samtalið í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hann sakar Ingu um að hafa beitt sér fyrir því að skipunartími hans sem skólastjóra við Borgarholtsskóla hafi ekki verið framlengdur. Greint var frá því á dögunum að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins, hefði ákveðið að auglýsa stöðuna. Ársæll segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi hingað til ákveðið að tjá sig ekki um símtal hans og Ingu, sem hringdi í hann eftir að skóm barnabarns hennar var stolið í skólanum. „Hins vegar hef ég þurft að sitja undir lyginni í Ingu Sæland endalaust og ákvað að láta það yfir mig ganga. En hún getur bersýnilega ekki hætt,“ segir Ársæll. Hann segir Ingu meðal annars hafa kallað starfsmenn skólans „letihauga“ fyrir að hafa ekki fundið skóna og nemendurna „þjófa“. Þá hafi hún hótað að hafa samband við lögreglu, sem hann sagði sjálfsagt mál. „Og þá segir hún þessa fleygu setningu við mig: „Já, það er nú lítið mál fyrir mig núna því að ég hef svo mikil ítök í lögreglunni“.“ Seinna hafi komið í ljós að skónum var alls ekki stolið, heldur höfðu þeir verið settir í ranga hillu og komið í leitirnar á endanum. Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Þannig lýsir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, símtali sínu við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra, sem átti sér stað í ársbyrjun. Ársæll tjáði sig um samtalið í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hann sakar Ingu um að hafa beitt sér fyrir því að skipunartími hans sem skólastjóra við Borgarholtsskóla hafi ekki verið framlengdur. Greint var frá því á dögunum að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins, hefði ákveðið að auglýsa stöðuna. Ársæll segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi hingað til ákveðið að tjá sig ekki um símtal hans og Ingu, sem hringdi í hann eftir að skóm barnabarns hennar var stolið í skólanum. „Hins vegar hef ég þurft að sitja undir lyginni í Ingu Sæland endalaust og ákvað að láta það yfir mig ganga. En hún getur bersýnilega ekki hætt,“ segir Ársæll. Hann segir Ingu meðal annars hafa kallað starfsmenn skólans „letihauga“ fyrir að hafa ekki fundið skóna og nemendurna „þjófa“. Þá hafi hún hótað að hafa samband við lögreglu, sem hann sagði sjálfsagt mál. „Og þá segir hún þessa fleygu setningu við mig: „Já, það er nú lítið mál fyrir mig núna því að ég hef svo mikil ítök í lögreglunni“.“ Seinna hafi komið í ljós að skónum var alls ekki stolið, heldur höfðu þeir verið settir í ranga hillu og komið í leitirnar á endanum.
Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira