Landspítalinn

Fréttamynd

Læknirinn nú við störf hjá Landspítala

Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin.

Innlent
Fréttamynd

Úr penna hjúkrunarfræðings

Nú í febrúar markar ár frá því að Covid-19 veiran skall á Ísland. Faraldurinn hefur tekið sinn toll og markað sín spor á þjóðina sem og heimsbyggðina alla. Eins átakanlegt og árið hefur verið fyrir land og þjóð þá má einnig draga lærdóm af því sem á undan er gengið.

Skoðun
Fréttamynd

Ljósmæður fengu fyrstu köku ársins

Ljósmæður og starfsfólk fæðingarþjónustu Landspítala tóku á móti fyrstu Köku ársins 2021. Landssamband bakarameistara efndi venju samkvæmt til árlegrar keppni um Köku ársins.

Innlent
Fréttamynd

Enginn með virkt smit á Landspítalanum og gleðin allsráðandi

Þeim árangri hefur verið náð í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands að nú liggur enginn inni á Landspítalanum með virkt COVID-19 smit. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, segir að í hugum heilbrigðisstarfsfólksins sé þetta afar sérstakur dagur og skyldi engan undra því starfsfólk spítalans hefur borið hitann og þungann af þeirri erfiðisvinnu sem felst í því að hlúa að þeim sem verst hafa orðið fyrir barðinu á veirunni.

Innlent
Fréttamynd

Heil­brigðis­þjónusta í heima­byggð

Það er fátt sem er okkur dýrmætara en heilsan um það erum við væntanlega flest sammála. Ákallið fyrir síðustu kosningar var að efla opinbera heilbrigðisþjónustu um allt land og á þessu kjörtímabili hafa verið stigin mikilvæg skref í þá átt undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Landspítalinn tekur mál Þórdísar til skoðunar

Landspítalinn mun taka mál Þórdísar Brynjólfsdóttur, sem komst að því í gær að beiðni fyrir brjóstnámsaðgerð hennar hafði ekki verið gefin út, til skoðunar. Málið sé tekið mjög alvarlega. Þetta kemur fram í skriflegu svari Stefán Hrafns Hagalín, samskiptafulltrúa Landspítala, við fyrirspurn fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Sund­höllin er með skynjara sem sendir við­bragð ef manneskja liggur hreyfingar­laus á botni sund­laugar

Sundhöll Reykjavíkur er með eftirlitskerfi í innilaug sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni laugarinnar. Fyrirtækið Swimeye sem selur búnaðinn segir búnaðinn bregðast fyrr við en sundlaugarverðir. Faðir manns sem lést eftir að hafa legið á botni sundlaugarinnar á fimmtudag veltir fyrir sér hvað fór úrskeiðis.

Innlent
Fréttamynd

Íbúinn útskrifaður af slysadeild

Altjón varð þegar eldur kom upp í einbýlishúsi við Kaldasel snemma í morgun. Varðstjóri telur að eldurinn hafi verið búinn að malla lengi því efri hluti hússins hafi verið nánast alelda. Einn íbúi var fluttur á slysadeild með reykeitrun. Hann hefur verið útskrifaður.

Innlent
Fréttamynd

Sau­tján and­lát rakin til hóp­smitsins á Landa­koti

Alls eru sautján andlát rakin til hópsmitsins sem kom upp á Landakoti í október í fyrra. Fjórtán þeirra sem létust vegna Covid-19 og smituðust af veirunni í hópsýkingunni létust á Landakoti. Þrír létust á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka.

Innlent
Fréttamynd

Jón Magnús segir upp sem yfir­læknir bráða­lækninga

Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, hefur sagt upp störfum. Hann segir ástæðu þess að hluta til vegna álags á bráðamóttöku, þar sem sjúklingar hafa ítrekað þurft að liggja frammi á göngunum.

Innlent
Fréttamynd

Hvorki starfs­menn né sjúk­lingar smitaðir af veirunni

Enginn sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, utan þess sjúklings sem greindist í gærkvöldi, reyndist smitaður af Covid-19. Starfsmenn og sjúklingar á deildinni voru skimaðir fyrir veirunni í morgun og kom fram fyrr í dag að enginn starfsmaður hafi reynst smitaður af veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Enginn starfs­mannanna reyndist smitaður

Enginn af starfsmönnum blóð- og krabbameinslækningadeildar, sem fóru í skimun fyrir kórónuveirunni í morgun vegna smitaðs sjúklings, reyndist smitaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

„Við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar“

Sjúklingurinn sem greindist með kórónuveiruna á Landspítalanum í gær naut áður þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Af þeim sökum hefur sjúkrahúsið á Ísafirði verið fært á hættustig sem þýðir að þjónustan á sjúkrahúsinu verður í lágmarki þar til frekara ljósi verður varpað á stöðuna fyrir vestan.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkra­húsið á Ísa­firði komið á hættu­stig vegna Co­vid-19 smits

Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Reyndist vera með gamalt kórónuveirusmit

Betur fór en á horfðist þegar sjúklingur á hjartadeild Landspítalans greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í gær. Aðrir sjúklingar á deildinni og starfsmenn hennar reyndust allir neikvæðir.

Innlent
Fréttamynd

Vongóður um að staðan á Landakoti sé ekki að endurtaka sig

Yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans er vongóður um að staðan á Landakoti í október sé ekki að endurtaka sig. Hvorki starfsmenn né sjúklingar á hjartadeild hafi greinst með kórónuveiruna í umfangsmiklum prófunum sem hófust á deildinni í gær eftir að einn sjúklinga greindist jákvæður við útskrift í gærdag.

Innlent
Fréttamynd

Öll sýni annarra sjúklinga reyndust neikvæð

Enginn annar sjúklingur sem liggur inni á hjartadeild 14 EG í Landspítalanum við Hringbraut er smitaður af Covid-19. Öll sýni sem tekin voru í dag reyndust neikvæð en skimun á starfsfólki deildarinnar stendur enn yfir.

Innlent