Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2021 11:29 Signý Svala Sveinsdóttir er yfirlæknir blóðlækninga á aðgerðasviði Landspítala og formaður Samtaka yfirlækna á spítalanum. Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. Ályktunin var send til Páls Matthíassonar forstjóra spítalans, sömuleiðis á framkvæmdastjórn Landspítalans, Læknafélag Íslands, Læknaráð Landspítala og Félag sjúkrahúslækna. Tilefnið eru nýleg tilmæli til stjórnenda spítalans frá samskiptadeild um miðlæga stjórnun samskipta við fjölmiðla. „Tilmæli og forsendur þessarar ákvörðunar eru enn óljós. Kemur þetta á sama tíma og stjórnendur spítalans hafa verið áberandi í opinberri umræðu í tengslum við Covid-19 heimsfaraldur og hafa gert það með eindæmum vel. Enda oftast um að ræða forstöðumenn sérgreina með víðtæka reynslu og þekkingu á sínu fræðasviði,“ segir í ályktun yfirlæknanna. Ágæt regla að svara ekki beinum símtölum fjölmiðla Tölvupóstinn sem Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, sendi má sjá í heild sinni að neðan. Þar eru blaðamenn uppnefndir sem „skrattakollar“ og bent á hvers lags símanúmer eigi að varast. „Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla,“ segir í póstinum. Tölvupósturinn í heild sinni Góða kvöldið, kæru stjórnendur! Við erum aðeins að lenda í því í faraldrinum að fjölmiðlar hafa komist yfir símanúmer stjórnenda og eru að hringja í þá beint með fyrirspurnir. Stundum eru þetta einfaldar og auðsvaraðar beiðnir um upplýsingar og stöðu, en oftar en ekki flóknar fyrirspurnir um viðkvæm málefni sem krefjast yfirlegu. Þið standið ykkur auðvitað frábærlega í öllum ykkar svörum, hartnær undantekningalaust, og auðvitað svarið þið alltaf eftir bestu vitund og oft til að létta af öðrum þeirri kvöð. En með þessu móti tapið þið að sjálfsögðu bæði hvíld (þessir skrattakollar hringja 24/7) og spítalinn allri yfirsýn og stefnufestu. Við fáum 5-10 fyrirspurnir til ykkar daglega með þessum hætti og annað eins kemur til mín beint. Safnast þegar saman kemur! Ég vil því biðja ykkur að vísa alltaf og öllum fyrirspurnum fjölmiðla – sama hverjum -- á mig og ég útdeili þeim síðan aftur á þau ykkar sem eru til svara og laus hverju sinni. Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla (Mogginn er 569…, RÚV er 512… osfrv, þið kunnið þetta). Blaðamenn og fjölmiðlar vita ALLIR algjörlega 100% hvert þau eiga og geta leitað þegar þið svarið ekki beint, ekki hafa áhyggjur af neinu öðru. Þetta gildir sérstaklega um þau ykkar sem standa næst stjórn mála í faraldrinum og þurfið kannski mest á hvíld að halda. Nú skulið þið hvíla ykkur. Baráttukveðjur, -Stefán Hrafn Stefán Hrafn hefur síðar sagt í viðtölum að hann hefði betur lesið póstinn betur yfir. Megintilgangurinn með póstinum hafi verið að fá stjórnendur til að upplýsa deildina um allar fyrirspurnir til að auka yfirsýn og tryggja að þeim sé beint á réttan stað. Stjórnendum sé áfram heimilt að taka símann og svara beinum fyrirspurnum fréttamanna ef þeir treysta sér til þess. „Við erum ekkert að ritstýra eða múlbinda stjórnendur eða nokkurn skapaðan hlut. En það hefur gerst í faraldrinum að fjölmiðlar eru komnir með bein símanúmer hjá öllu okkar starfsfólki og þeir eru ekki meðvitaðir um hverjir séu á vaktinni eða í fríi, það er hins vegar í verkahring samskiptadeildar að vita þetta,“ sagði Stefán við Vísi á dögunum. Öll tvímæli verði tekin af Yfirlæknarnir kalla eftir því að öll tvímæli séu tekin um stöðu stjórnenda þegar kemur að opinberri umræðu um spítalann. „Ein af megináherslum í stofnskrá SYL snýr að hlutverki, ábyrgð og frumkvæði stjórnenda í opinberri umræðu um heilbrigðismál. Þegar kemur að slíkri umræðu er mikilvægt að tjáningar- og skoðanafrelsi sé óþvingað. Því er aðkallandi að framkvæmdastjórn LSH taki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda er kemur að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans.“ Signý Vala Sveinsdóttir, formaður SYL, skrifar undir fyrir hönd stjórnarinnar. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12 Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46 Stjórnendum á Landspítalanum sagt að hætta að svara fjölmiðlum Stjórnendur Landspítalans sem telja á þriðja hundrað manns fengu í gærkvöldi tölvupóst frá deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. Skilaboðin voru skýr. Stjórnendur ættu að beina öllum fyrirspurnum og símtölum frá fjölmiðlum til samskiptasviðs. 5. ágúst 2021 16:43 Mest lesið Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Sjá meira
Ályktunin var send til Páls Matthíassonar forstjóra spítalans, sömuleiðis á framkvæmdastjórn Landspítalans, Læknafélag Íslands, Læknaráð Landspítala og Félag sjúkrahúslækna. Tilefnið eru nýleg tilmæli til stjórnenda spítalans frá samskiptadeild um miðlæga stjórnun samskipta við fjölmiðla. „Tilmæli og forsendur þessarar ákvörðunar eru enn óljós. Kemur þetta á sama tíma og stjórnendur spítalans hafa verið áberandi í opinberri umræðu í tengslum við Covid-19 heimsfaraldur og hafa gert það með eindæmum vel. Enda oftast um að ræða forstöðumenn sérgreina með víðtæka reynslu og þekkingu á sínu fræðasviði,“ segir í ályktun yfirlæknanna. Ágæt regla að svara ekki beinum símtölum fjölmiðla Tölvupóstinn sem Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, sendi má sjá í heild sinni að neðan. Þar eru blaðamenn uppnefndir sem „skrattakollar“ og bent á hvers lags símanúmer eigi að varast. „Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla,“ segir í póstinum. Tölvupósturinn í heild sinni Góða kvöldið, kæru stjórnendur! Við erum aðeins að lenda í því í faraldrinum að fjölmiðlar hafa komist yfir símanúmer stjórnenda og eru að hringja í þá beint með fyrirspurnir. Stundum eru þetta einfaldar og auðsvaraðar beiðnir um upplýsingar og stöðu, en oftar en ekki flóknar fyrirspurnir um viðkvæm málefni sem krefjast yfirlegu. Þið standið ykkur auðvitað frábærlega í öllum ykkar svörum, hartnær undantekningalaust, og auðvitað svarið þið alltaf eftir bestu vitund og oft til að létta af öðrum þeirri kvöð. En með þessu móti tapið þið að sjálfsögðu bæði hvíld (þessir skrattakollar hringja 24/7) og spítalinn allri yfirsýn og stefnufestu. Við fáum 5-10 fyrirspurnir til ykkar daglega með þessum hætti og annað eins kemur til mín beint. Safnast þegar saman kemur! Ég vil því biðja ykkur að vísa alltaf og öllum fyrirspurnum fjölmiðla – sama hverjum -- á mig og ég útdeili þeim síðan aftur á þau ykkar sem eru til svara og laus hverju sinni. Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla (Mogginn er 569…, RÚV er 512… osfrv, þið kunnið þetta). Blaðamenn og fjölmiðlar vita ALLIR algjörlega 100% hvert þau eiga og geta leitað þegar þið svarið ekki beint, ekki hafa áhyggjur af neinu öðru. Þetta gildir sérstaklega um þau ykkar sem standa næst stjórn mála í faraldrinum og þurfið kannski mest á hvíld að halda. Nú skulið þið hvíla ykkur. Baráttukveðjur, -Stefán Hrafn Stefán Hrafn hefur síðar sagt í viðtölum að hann hefði betur lesið póstinn betur yfir. Megintilgangurinn með póstinum hafi verið að fá stjórnendur til að upplýsa deildina um allar fyrirspurnir til að auka yfirsýn og tryggja að þeim sé beint á réttan stað. Stjórnendum sé áfram heimilt að taka símann og svara beinum fyrirspurnum fréttamanna ef þeir treysta sér til þess. „Við erum ekkert að ritstýra eða múlbinda stjórnendur eða nokkurn skapaðan hlut. En það hefur gerst í faraldrinum að fjölmiðlar eru komnir með bein símanúmer hjá öllu okkar starfsfólki og þeir eru ekki meðvitaðir um hverjir séu á vaktinni eða í fríi, það er hins vegar í verkahring samskiptadeildar að vita þetta,“ sagði Stefán við Vísi á dögunum. Öll tvímæli verði tekin af Yfirlæknarnir kalla eftir því að öll tvímæli séu tekin um stöðu stjórnenda þegar kemur að opinberri umræðu um spítalann. „Ein af megináherslum í stofnskrá SYL snýr að hlutverki, ábyrgð og frumkvæði stjórnenda í opinberri umræðu um heilbrigðismál. Þegar kemur að slíkri umræðu er mikilvægt að tjáningar- og skoðanafrelsi sé óþvingað. Því er aðkallandi að framkvæmdastjórn LSH taki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda er kemur að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans.“ Signý Vala Sveinsdóttir, formaður SYL, skrifar undir fyrir hönd stjórnarinnar.
Tölvupósturinn í heild sinni Góða kvöldið, kæru stjórnendur! Við erum aðeins að lenda í því í faraldrinum að fjölmiðlar hafa komist yfir símanúmer stjórnenda og eru að hringja í þá beint með fyrirspurnir. Stundum eru þetta einfaldar og auðsvaraðar beiðnir um upplýsingar og stöðu, en oftar en ekki flóknar fyrirspurnir um viðkvæm málefni sem krefjast yfirlegu. Þið standið ykkur auðvitað frábærlega í öllum ykkar svörum, hartnær undantekningalaust, og auðvitað svarið þið alltaf eftir bestu vitund og oft til að létta af öðrum þeirri kvöð. En með þessu móti tapið þið að sjálfsögðu bæði hvíld (þessir skrattakollar hringja 24/7) og spítalinn allri yfirsýn og stefnufestu. Við fáum 5-10 fyrirspurnir til ykkar daglega með þessum hætti og annað eins kemur til mín beint. Safnast þegar saman kemur! Ég vil því biðja ykkur að vísa alltaf og öllum fyrirspurnum fjölmiðla – sama hverjum -- á mig og ég útdeili þeim síðan aftur á þau ykkar sem eru til svara og laus hverju sinni. Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla (Mogginn er 569…, RÚV er 512… osfrv, þið kunnið þetta). Blaðamenn og fjölmiðlar vita ALLIR algjörlega 100% hvert þau eiga og geta leitað þegar þið svarið ekki beint, ekki hafa áhyggjur af neinu öðru. Þetta gildir sérstaklega um þau ykkar sem standa næst stjórn mála í faraldrinum og þurfið kannski mest á hvíld að halda. Nú skulið þið hvíla ykkur. Baráttukveðjur, -Stefán Hrafn
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12 Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46 Stjórnendum á Landspítalanum sagt að hætta að svara fjölmiðlum Stjórnendur Landspítalans sem telja á þriðja hundrað manns fengu í gærkvöldi tölvupóst frá deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. Skilaboðin voru skýr. Stjórnendur ættu að beina öllum fyrirspurnum og símtölum frá fjölmiðlum til samskiptasviðs. 5. ágúst 2021 16:43 Mest lesið Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Sjá meira
„Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12
Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46
Stjórnendum á Landspítalanum sagt að hætta að svara fjölmiðlum Stjórnendur Landspítalans sem telja á þriðja hundrað manns fengu í gærkvöldi tölvupóst frá deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. Skilaboðin voru skýr. Stjórnendur ættu að beina öllum fyrirspurnum og símtölum frá fjölmiðlum til samskiptasviðs. 5. ágúst 2021 16:43