„Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2021 12:24 Þórólfur segir að hann verði fljótur að bregðast við mögulegu neyðarkalli spítalans. Vísir/Vilhelm Fari svo að Landspítalinn lýsi yfir neyðarástandi vegna álags, yrði sóttvarnalæknir fljótur að skila inn tillögum að hertum sóttvarnaráðstöfunum innanlands og minnir á að fækkun smitaðra í samfélaginu taki minnst tvær vikur að skila sér með tilliti til álags á spítalann. Líkt og áður hefur verið fjallað um hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að hann muni skila tillögum að hertum innanlandsaðgerðum, fari það svo að Landspítalinn sendi frá sér neyðarkall vegna álagsins sem faraldurinn hefur valdið þar. Ef það gerist, segist hann munu bregðast hratt við með nýjum tillögum. „Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum en svo er það bara spurning um ráðherra og stjórnvöld, hvað þau myndu gera með það. Ég þori nú ekki að segja neitt til um það,“ segir Þórólfur. Hann bendir á að fækkun tilfella í samfélaginu taki um tvær til þrjár vikur að skila sér inn á spítalann, með tilliti til fjölda innlagna. „Ef það er þá höfum við ekkert annað uppi í erminni til að bjarga spítalanum og heilbrigðiskerfinu nema að reyna að fækka tilfellunum í samfélaginu. Það þekkjum við frá því fyrr í faraldrinum og vitum hvað við þurfum að gera til að fækka tilfellum í samfélaginu. Við verðum bara að beita því.“ Vill ekki oftúlka tölurnar Áttatíu og þrír greindust með veiruna innanlands í gær, en dagana tvo á undan voru nýgreindir yfir hundrað. Þórólfur vill þó ekki oftúlka þessar tölur. „Vel að merkja voru heldur færri sýni tekin, þannig að ég ætla ekki að fara að túlka þetta of sterkt. Auðvitað er ánægjulegt að sjá lægri tölur en eins og ég hef sagt áður þá þurfum við að sjá tölurnar lægri nokkra daga í röð til að geta túlkað þær, en þetta er allavega ekki að fara á verri veginn, getum við sagt,“ segir Þórólfur. Þrjátíu eru nú inniliggjandi á Landspítalanum en þeim fækkaði um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur fækkað um einn á síðasta sólarhring. Fjórir eru í öndunarvél. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir stöðuna viðráðanlega með tilliti til fjölda innlagna og mönnunar á þessum tímapunkti. Róðurinn sé þó tekinn að þyngjast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01 Erfitt að geta ekki brosað til fólks „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. 13. ágúst 2021 19:39 Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Líkt og áður hefur verið fjallað um hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að hann muni skila tillögum að hertum innanlandsaðgerðum, fari það svo að Landspítalinn sendi frá sér neyðarkall vegna álagsins sem faraldurinn hefur valdið þar. Ef það gerist, segist hann munu bregðast hratt við með nýjum tillögum. „Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum en svo er það bara spurning um ráðherra og stjórnvöld, hvað þau myndu gera með það. Ég þori nú ekki að segja neitt til um það,“ segir Þórólfur. Hann bendir á að fækkun tilfella í samfélaginu taki um tvær til þrjár vikur að skila sér inn á spítalann, með tilliti til fjölda innlagna. „Ef það er þá höfum við ekkert annað uppi í erminni til að bjarga spítalanum og heilbrigðiskerfinu nema að reyna að fækka tilfellunum í samfélaginu. Það þekkjum við frá því fyrr í faraldrinum og vitum hvað við þurfum að gera til að fækka tilfellum í samfélaginu. Við verðum bara að beita því.“ Vill ekki oftúlka tölurnar Áttatíu og þrír greindust með veiruna innanlands í gær, en dagana tvo á undan voru nýgreindir yfir hundrað. Þórólfur vill þó ekki oftúlka þessar tölur. „Vel að merkja voru heldur færri sýni tekin, þannig að ég ætla ekki að fara að túlka þetta of sterkt. Auðvitað er ánægjulegt að sjá lægri tölur en eins og ég hef sagt áður þá þurfum við að sjá tölurnar lægri nokkra daga í röð til að geta túlkað þær, en þetta er allavega ekki að fara á verri veginn, getum við sagt,“ segir Þórólfur. Þrjátíu eru nú inniliggjandi á Landspítalanum en þeim fækkaði um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur fækkað um einn á síðasta sólarhring. Fjórir eru í öndunarvél. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir stöðuna viðráðanlega með tilliti til fjölda innlagna og mönnunar á þessum tímapunkti. Róðurinn sé þó tekinn að þyngjast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01 Erfitt að geta ekki brosað til fólks „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. 13. ágúst 2021 19:39 Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01
Erfitt að geta ekki brosað til fólks „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. 13. ágúst 2021 19:39
Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55