Heilbrigt kerfi? Oddný G. Harðardóttir skrifar 17. ágúst 2021 08:30 Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja að aldrei hafi verið settir eins miklir peningar í heilbrigðiskerfið og nú. Og skilja ekkert í fólki að vera að kvarta undan skorti á þjónustu og löngum biðtíma. En þjónustan er ekki alls staðar góð og fólkið sem þarf á henni að halda finnur fyrir því sjálft á eigin skinni, sama hvað ráðherrarnir segja. Heilbrigðisstarfsfólk segir að margir í þeirra röðum séu að bugast undan álagi en fjármálaráðherrann segir þeim bara að hlaupa hraðar. Ráðherrann veit ekkert vitlausara en að fjölga opinberu starfsfólki, þar með heilbrigðisstarfsfólki. Skilningsleysi á starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og þörfum sjúklinga ásamt misræmi á milli landssvæða, er algjört. Langir biðlistar Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins hafa biðlistar eftir nauðsynlegum aðgerðum lengst en biðlistar voru langir fyrir. Biðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu hefur einnig lengst bæði hjá börnum og fullorðnum. Flestir bíða eftir skurðaðgerðum vegna liðskipta á mjöðmum og hnjám en einnig eru biðlistar langir eftir aðgerðum á augasteini og brennsluaðgerð á hjarta. Lífsgæði fólksins sem bíður eftir aðgerðum daprast á biðtímanum og álag á það og aðstandendur þeirra getur skapað mikla erfiðleika, bæði líkamlega og andlega. Tæplega fjögur þúsund einstaklingar bíða nú eftir þessum skurðaðgerðum og flestir hafa beðið lengi. Rúmlega eitt þúsund einstaklingar bíða eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá LSH og vel á annað hundrað börn bíða eftir þjónustu á BUGL. Allir hljóta að sjá að við þetta ástand verður ekki unað. Landsbyggðirnar eru einnig í vanda. Brýnt er að bregðast við vanda heilbrigðisstofnanna á vaxtasvæðum. Fjármagn til heilbrigðisstofnanna hefur ekki fylgt í kjölfar fjölgunar. Þar skera Suðurnesin og Árborg og nágrenni sig úr. Það hefur orðið til þess að íbúar þessara svæða hafa liðið fyrir ástandið. Að bæta úr þessari stöðu þolir enga bið. Sveltistefna Það er grátlegt að einu svör núverandi ráðherra við þessu alvarlega ástandi sé að aldrei hafi verið sett jafn mikið fé til heilbrigðisþjónustunnar og nú. Við blasir að nær öll viðbótin hefur farið í byggingu nýs Landspítala og aðrar fjárfestingar, launauppbætur og verðlagsbætur. Og heilbrigðisþjónustan sjálf er svelt með fjárskorti og manneklu. Sumir flokkar segja að lausnin sé einkarekstur. Það megi setja aukna fjármuni til heilbrigðiskerfisins úr ríkissjóði ef þeir fara í einkarekstur. Einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Aldrei má minnsti vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisþjónustu vegi þyngra. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Heilbrigðismál Landspítalinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja að aldrei hafi verið settir eins miklir peningar í heilbrigðiskerfið og nú. Og skilja ekkert í fólki að vera að kvarta undan skorti á þjónustu og löngum biðtíma. En þjónustan er ekki alls staðar góð og fólkið sem þarf á henni að halda finnur fyrir því sjálft á eigin skinni, sama hvað ráðherrarnir segja. Heilbrigðisstarfsfólk segir að margir í þeirra röðum séu að bugast undan álagi en fjármálaráðherrann segir þeim bara að hlaupa hraðar. Ráðherrann veit ekkert vitlausara en að fjölga opinberu starfsfólki, þar með heilbrigðisstarfsfólki. Skilningsleysi á starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og þörfum sjúklinga ásamt misræmi á milli landssvæða, er algjört. Langir biðlistar Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins hafa biðlistar eftir nauðsynlegum aðgerðum lengst en biðlistar voru langir fyrir. Biðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu hefur einnig lengst bæði hjá börnum og fullorðnum. Flestir bíða eftir skurðaðgerðum vegna liðskipta á mjöðmum og hnjám en einnig eru biðlistar langir eftir aðgerðum á augasteini og brennsluaðgerð á hjarta. Lífsgæði fólksins sem bíður eftir aðgerðum daprast á biðtímanum og álag á það og aðstandendur þeirra getur skapað mikla erfiðleika, bæði líkamlega og andlega. Tæplega fjögur þúsund einstaklingar bíða nú eftir þessum skurðaðgerðum og flestir hafa beðið lengi. Rúmlega eitt þúsund einstaklingar bíða eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá LSH og vel á annað hundrað börn bíða eftir þjónustu á BUGL. Allir hljóta að sjá að við þetta ástand verður ekki unað. Landsbyggðirnar eru einnig í vanda. Brýnt er að bregðast við vanda heilbrigðisstofnanna á vaxtasvæðum. Fjármagn til heilbrigðisstofnanna hefur ekki fylgt í kjölfar fjölgunar. Þar skera Suðurnesin og Árborg og nágrenni sig úr. Það hefur orðið til þess að íbúar þessara svæða hafa liðið fyrir ástandið. Að bæta úr þessari stöðu þolir enga bið. Sveltistefna Það er grátlegt að einu svör núverandi ráðherra við þessu alvarlega ástandi sé að aldrei hafi verið sett jafn mikið fé til heilbrigðisþjónustunnar og nú. Við blasir að nær öll viðbótin hefur farið í byggingu nýs Landspítala og aðrar fjárfestingar, launauppbætur og verðlagsbætur. Og heilbrigðisþjónustan sjálf er svelt með fjárskorti og manneklu. Sumir flokkar segja að lausnin sé einkarekstur. Það megi setja aukna fjármuni til heilbrigðiskerfisins úr ríkissjóði ef þeir fara í einkarekstur. Einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Aldrei má minnsti vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisþjónustu vegi þyngra. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun