Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar 26. nóvember 2025 10:30 Í meðförum Alþingis eru, eða eru væntanleg, mörg þingmál sem tengjast þjóðaröryggi, almannavörnum og öryggis- og varnarmálum. Utanríkismálanefnd hefur til meðferðar þingsályktun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um stefnu í varnar- og öryggismálum sem byggð er á vinnu þingmannahóps frá því fyrr á árinu. Einnig er í vinnslu hjá nefndinni þingsályktun Ingibjargar Davíðsdóttur ofl. um að stefnan í varnar- og öryggismálum verði felld þjóðaröryggisstefnuna. Í gær var mælt fyrir frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun almannavarna og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuráðherra leggur fljótlega fram frumvarp um rýni erlendra fjárfestinga í tengslum við þjóðaröryggi. Einnig er nú unnið að mati á áfallaþoli samfélagsins byggt á sjö grunnviðmiðum Atlantshafsbandalagsins (NATO) um áfallaþol sem snúa að því að; 1. Tryggja samfellu í stjórnsýslu og opinberri lykilþjónustu. 2. Áfallaþol orkuaðgengis. 3. Geta til að takast á við ófyrirséða fólksflutninga. 4. Aukið áfallaþol matar- og vatnsaðfanga. 5. Geta til að meðhöndla fjölda slasaðra og heilbrigðisvá. 6. Áfallaþolið borgaralegt fjarskiptakerfi. 7. Áfallaþolið borgaralegt samgöngukerfi. Þetta mat er unnið í breiðu samráði um alla stjórnsýsluna undir stjórn dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra og í nánu samstarfi við forsætisráðuneytið. Horfa þarf einnig til löggæsluáætlana, landhelgisgæsluáætlana, áætlana um styrkingu á landamærum, netöryggisstefnu, matvælastefnu og skýrslu um neyðarbirgðir. Því gefst á Alþingi sjaldgæft tækifæri til að ræða þjóðaröryggi, almannavarnir og varnar- og öryggismál á breiðum grunni. Það er mikilvægt að þingmenn nýti þetta tækifæri vel og í öllum nefndum þar sem þessi mál koma til skoðunar verði horft á þessa tengingu og nefndirnar ræði jafnvel saman um einstaka þætti. Fæstir þættir sem hér eru undir eru pólitísk deilumál og gott tækifæri að vinna þvert á alla flokka. Heildstæð sýn á þjóðaröryggi, almannavarnir, varnar- og öryggismál með skýrri stefnu og góðu lagaumhverfi hefur sjaldan verið jafn mikilvæg og núna. Horfa þarf til allra þátta bæði er snýr að lagaumgjörðinni og stjórnsýslunni og rýnt hvar og hvernig málefnin tengjast og hvort þörf sé á endurskipulagningu og tilfærslu verkefna til að sem mestur slagkraftur náist þvert á stofnanir, samtök, skóla og ráðuneyti. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Víðir Reynisson Almannavarnir Öryggis- og varnarmál Fjölþáttaógnir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í meðförum Alþingis eru, eða eru væntanleg, mörg þingmál sem tengjast þjóðaröryggi, almannavörnum og öryggis- og varnarmálum. Utanríkismálanefnd hefur til meðferðar þingsályktun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um stefnu í varnar- og öryggismálum sem byggð er á vinnu þingmannahóps frá því fyrr á árinu. Einnig er í vinnslu hjá nefndinni þingsályktun Ingibjargar Davíðsdóttur ofl. um að stefnan í varnar- og öryggismálum verði felld þjóðaröryggisstefnuna. Í gær var mælt fyrir frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun almannavarna og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuráðherra leggur fljótlega fram frumvarp um rýni erlendra fjárfestinga í tengslum við þjóðaröryggi. Einnig er nú unnið að mati á áfallaþoli samfélagsins byggt á sjö grunnviðmiðum Atlantshafsbandalagsins (NATO) um áfallaþol sem snúa að því að; 1. Tryggja samfellu í stjórnsýslu og opinberri lykilþjónustu. 2. Áfallaþol orkuaðgengis. 3. Geta til að takast á við ófyrirséða fólksflutninga. 4. Aukið áfallaþol matar- og vatnsaðfanga. 5. Geta til að meðhöndla fjölda slasaðra og heilbrigðisvá. 6. Áfallaþolið borgaralegt fjarskiptakerfi. 7. Áfallaþolið borgaralegt samgöngukerfi. Þetta mat er unnið í breiðu samráði um alla stjórnsýsluna undir stjórn dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra og í nánu samstarfi við forsætisráðuneytið. Horfa þarf einnig til löggæsluáætlana, landhelgisgæsluáætlana, áætlana um styrkingu á landamærum, netöryggisstefnu, matvælastefnu og skýrslu um neyðarbirgðir. Því gefst á Alþingi sjaldgæft tækifæri til að ræða þjóðaröryggi, almannavarnir og varnar- og öryggismál á breiðum grunni. Það er mikilvægt að þingmenn nýti þetta tækifæri vel og í öllum nefndum þar sem þessi mál koma til skoðunar verði horft á þessa tengingu og nefndirnar ræði jafnvel saman um einstaka þætti. Fæstir þættir sem hér eru undir eru pólitísk deilumál og gott tækifæri að vinna þvert á alla flokka. Heildstæð sýn á þjóðaröryggi, almannavarnir, varnar- og öryggismál með skýrri stefnu og góðu lagaumhverfi hefur sjaldan verið jafn mikilvæg og núna. Horfa þarf til allra þátta bæði er snýr að lagaumgjörðinni og stjórnsýslunni og rýnt hvar og hvernig málefnin tengjast og hvort þörf sé á endurskipulagningu og tilfærslu verkefna til að sem mestur slagkraftur náist þvert á stofnanir, samtök, skóla og ráðuneyti. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun