KSÍ

Fréttamynd

Kannast hvorki við að hafa beitt konurnar of­beldi né á­reitt

Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur borið á hann. Hann segist ekki kannast við að hafa áreitt hana eða vinkonu hennar og neitar sök. Hegðun hans hafi hins vegar ekki verið til fyrirmyndar og hann beðið konurnar afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar

BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið.

Innlent
Fréttamynd

Klara Bjartmarz farin í leyfi

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er farin í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir Óskar Örn Guðbrandsson á samskiptadeild KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vísaði á fulltrúa stjórnar varðandi nánari upplýsingar.

Sport
Fréttamynd

Óska eftir svig­rúmi fyrir knatt­spyrnu­hreyfinguna

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íslenskur toppfótbolti og Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir því að knattspyrnuhreyfingin á Íslandi fái svigrúm til þess að framfylgja aðgerðaráætlun sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær.

Sport
Fréttamynd

Hver er Klara Bjartmarz?

Klara var varaformaður Samtakanna 78 þegar stórir sigrar unnust í þeirri baráttu og hefur leitt og fylgt eftir allri uppbyggingu kvennalandsliðanna í þau 27 ár sem hún hefur starfað hjá KSÍ. Hún hefur barist við ómenningu og karlrembu alla tíð. Hún er feministi, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar

Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi.

Sport
Fréttamynd

Lög­regla kölluð til að höfuð­stöðvum KSÍ

Lögreglan var kölluð til að höfuðstöðvum KSÍ fyrr í dag þegar maður gekk þar inn og hafði í hótunum í starfsfólk. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Í­huga að rifta samningi Kol­beins

Gautaborg, lið Kolbeins Sigþórssonar í Svíþjóð, vill ekki tjá sig um framtíð leikmannsins hjá félaginu að svo stöddu. Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, segir stjórn þess nú vera ræða sín á milli hvað skuli gera í málinu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Dapur­legt að fylgjast með þessari at­burða­rás“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa verið dapurlegt að fylgjast atburðarás síðustu daga í tengslum við Knattspyrnusamband Íslands. Hún sýni hversu mikil meinsemd kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni sé víða í samfélagi okkar og hvað það skipti miklu máli að þessi umræða komi upp á yfirborðið.

Innlent
Fréttamynd

Hvað nú?

Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra vill jafna hlut kynjanna í stjórn KSÍ

Mennta- og menningarmálaráðherra telur mikilvægt að kynjahlutfall innan stjórnar KSÍ verði jafnað. Það sé einn af þeim hlutum sem verið sé að fara yfir en ráðherra mun funda með fráfarandi stjórn síðdegis í dag og fara yfir stöðu mála.

Innlent
Fréttamynd

„Klara þarf að fara“

„Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“

Innlent