Hann var með tæplega 1,3 milljón á mánuði auk bifreiðahlunninda að hámarki 150 þúsund króna á mánuði.
Vanda hefur samið við stjórn KSÍ um kaup og kjör. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Vanda var kjörin formaður KSÍ á aukaþingi í byrjun október. Næsta ársþing KSÍ fer fram í febrúar á næsta ári og þá fær Vanda tækifæri til að endurnýja umboð sitt.
Vanda er fyrsta konan sem er formaður KSÍ og fyrsta konan sem er formaður knattspyrnusambands í Evrópu.