Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 11:44 Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson voru nýbyrjaðir að spila fyrir A-landslið karla árið 2010. Vísir Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. Greinin birtist í morgun og er afar vegleg. Stuart James, sem skrifaði greinina ásamt Stefáni Snæ, gerði sér ferð til Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM og ræddi við fjölda fólks um storminn sem hefur geysað um KSÍ og karlalandsliðið vegna meintra brota leikmanna þess. Meðal þeirra sem rætt er við í greininni er Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Hann staðfestir að ný gögn hafi komið fram í máli Arons Einars og Eggerts. Þeir hafa verið sakaðir um að hafa nauðgað konu eftir landsleik Íslands og Danmerkur í Kaupmannahöfn haustið 2010. Konan sagði sögu sína á samfélagsmiðlum í vor en nafngreindi ekki leikmennina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók nýverið aftur upp rannsókn á meintum brotum Arons Einars og Eggerts. Í grein The Athletic staðfestir Ævar Pálmi að lögreglan fari nú yfir nýjar upplýsingar sem fram hafi komið. „Við höfum opnað málið að nýju. Okkur hafa borist nýjar upplýsingar. Lögin heimila að mál verði tekin upp að nýju vegna sérstakra ástæðna. Við þurfum góðar ástæður og höfum þær. Nýjar upplýsingar hafa komið fram í dagsljósið. Við höfum rætt við fjölda fólks,“ sagði Ævar Pálmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var viðtalið tekið fyrir tæpum tveimur vikum. Ævar Pálmi sagði í samtali við fréttastofu í gær að lögregla myndi ekkert tjá sig um gang mála í rannsókninni. Aron Einar og Eggert hafa báðir sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir hafna því að hafa brotið á konunni. Lögmaður Arons Einars vísaði í þá yfirlýsingu þegar The Athletic setti sig í samband við hann. Þar fordæmdi Aron Einar ákvörðunina um að velja hann ekki í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í þessum mánuði. Hann sagðist hafa verið settur til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“. Aron Einar sagðist jafnframt vera saklaust fórnarlamb nýrrar útilokunarmenningar innan KSÍ. Í yfirlýsingu sinni, sem birtist á föstudaginn, sagðist Eggert þvertaka fyrir það að hafa brotið á konunni. Hann sagði það „hrikalegt áfall að vera ásakaður um hræðilegt ofbeldisbrot vegna atviks sem var svo sannarlega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjölmiðlum.“ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Greinin birtist í morgun og er afar vegleg. Stuart James, sem skrifaði greinina ásamt Stefáni Snæ, gerði sér ferð til Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM og ræddi við fjölda fólks um storminn sem hefur geysað um KSÍ og karlalandsliðið vegna meintra brota leikmanna þess. Meðal þeirra sem rætt er við í greininni er Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Hann staðfestir að ný gögn hafi komið fram í máli Arons Einars og Eggerts. Þeir hafa verið sakaðir um að hafa nauðgað konu eftir landsleik Íslands og Danmerkur í Kaupmannahöfn haustið 2010. Konan sagði sögu sína á samfélagsmiðlum í vor en nafngreindi ekki leikmennina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók nýverið aftur upp rannsókn á meintum brotum Arons Einars og Eggerts. Í grein The Athletic staðfestir Ævar Pálmi að lögreglan fari nú yfir nýjar upplýsingar sem fram hafi komið. „Við höfum opnað málið að nýju. Okkur hafa borist nýjar upplýsingar. Lögin heimila að mál verði tekin upp að nýju vegna sérstakra ástæðna. Við þurfum góðar ástæður og höfum þær. Nýjar upplýsingar hafa komið fram í dagsljósið. Við höfum rætt við fjölda fólks,“ sagði Ævar Pálmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var viðtalið tekið fyrir tæpum tveimur vikum. Ævar Pálmi sagði í samtali við fréttastofu í gær að lögregla myndi ekkert tjá sig um gang mála í rannsókninni. Aron Einar og Eggert hafa báðir sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir hafna því að hafa brotið á konunni. Lögmaður Arons Einars vísaði í þá yfirlýsingu þegar The Athletic setti sig í samband við hann. Þar fordæmdi Aron Einar ákvörðunina um að velja hann ekki í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í þessum mánuði. Hann sagðist hafa verið settur til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“. Aron Einar sagðist jafnframt vera saklaust fórnarlamb nýrrar útilokunarmenningar innan KSÍ. Í yfirlýsingu sinni, sem birtist á föstudaginn, sagðist Eggert þvertaka fyrir það að hafa brotið á konunni. Hann sagði það „hrikalegt áfall að vera ásakaður um hræðilegt ofbeldisbrot vegna atviks sem var svo sannarlega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjölmiðlum.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira