Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 11:44 Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson voru nýbyrjaðir að spila fyrir A-landslið karla árið 2010. Vísir Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. Greinin birtist í morgun og er afar vegleg. Stuart James, sem skrifaði greinina ásamt Stefáni Snæ, gerði sér ferð til Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM og ræddi við fjölda fólks um storminn sem hefur geysað um KSÍ og karlalandsliðið vegna meintra brota leikmanna þess. Meðal þeirra sem rætt er við í greininni er Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Hann staðfestir að ný gögn hafi komið fram í máli Arons Einars og Eggerts. Þeir hafa verið sakaðir um að hafa nauðgað konu eftir landsleik Íslands og Danmerkur í Kaupmannahöfn haustið 2010. Konan sagði sögu sína á samfélagsmiðlum í vor en nafngreindi ekki leikmennina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók nýverið aftur upp rannsókn á meintum brotum Arons Einars og Eggerts. Í grein The Athletic staðfestir Ævar Pálmi að lögreglan fari nú yfir nýjar upplýsingar sem fram hafi komið. „Við höfum opnað málið að nýju. Okkur hafa borist nýjar upplýsingar. Lögin heimila að mál verði tekin upp að nýju vegna sérstakra ástæðna. Við þurfum góðar ástæður og höfum þær. Nýjar upplýsingar hafa komið fram í dagsljósið. Við höfum rætt við fjölda fólks,“ sagði Ævar Pálmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var viðtalið tekið fyrir tæpum tveimur vikum. Ævar Pálmi sagði í samtali við fréttastofu í gær að lögregla myndi ekkert tjá sig um gang mála í rannsókninni. Aron Einar og Eggert hafa báðir sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir hafna því að hafa brotið á konunni. Lögmaður Arons Einars vísaði í þá yfirlýsingu þegar The Athletic setti sig í samband við hann. Þar fordæmdi Aron Einar ákvörðunina um að velja hann ekki í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í þessum mánuði. Hann sagðist hafa verið settur til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“. Aron Einar sagðist jafnframt vera saklaust fórnarlamb nýrrar útilokunarmenningar innan KSÍ. Í yfirlýsingu sinni, sem birtist á föstudaginn, sagðist Eggert þvertaka fyrir það að hafa brotið á konunni. Hann sagði það „hrikalegt áfall að vera ásakaður um hræðilegt ofbeldisbrot vegna atviks sem var svo sannarlega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjölmiðlum.“ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Greinin birtist í morgun og er afar vegleg. Stuart James, sem skrifaði greinina ásamt Stefáni Snæ, gerði sér ferð til Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM og ræddi við fjölda fólks um storminn sem hefur geysað um KSÍ og karlalandsliðið vegna meintra brota leikmanna þess. Meðal þeirra sem rætt er við í greininni er Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Hann staðfestir að ný gögn hafi komið fram í máli Arons Einars og Eggerts. Þeir hafa verið sakaðir um að hafa nauðgað konu eftir landsleik Íslands og Danmerkur í Kaupmannahöfn haustið 2010. Konan sagði sögu sína á samfélagsmiðlum í vor en nafngreindi ekki leikmennina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók nýverið aftur upp rannsókn á meintum brotum Arons Einars og Eggerts. Í grein The Athletic staðfestir Ævar Pálmi að lögreglan fari nú yfir nýjar upplýsingar sem fram hafi komið. „Við höfum opnað málið að nýju. Okkur hafa borist nýjar upplýsingar. Lögin heimila að mál verði tekin upp að nýju vegna sérstakra ástæðna. Við þurfum góðar ástæður og höfum þær. Nýjar upplýsingar hafa komið fram í dagsljósið. Við höfum rætt við fjölda fólks,“ sagði Ævar Pálmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var viðtalið tekið fyrir tæpum tveimur vikum. Ævar Pálmi sagði í samtali við fréttastofu í gær að lögregla myndi ekkert tjá sig um gang mála í rannsókninni. Aron Einar og Eggert hafa báðir sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir hafna því að hafa brotið á konunni. Lögmaður Arons Einars vísaði í þá yfirlýsingu þegar The Athletic setti sig í samband við hann. Þar fordæmdi Aron Einar ákvörðunina um að velja hann ekki í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í þessum mánuði. Hann sagðist hafa verið settur til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“. Aron Einar sagðist jafnframt vera saklaust fórnarlamb nýrrar útilokunarmenningar innan KSÍ. Í yfirlýsingu sinni, sem birtist á föstudaginn, sagðist Eggert þvertaka fyrir það að hafa brotið á konunni. Hann sagði það „hrikalegt áfall að vera ásakaður um hræðilegt ofbeldisbrot vegna atviks sem var svo sannarlega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjölmiðlum.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira