Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 11:44 Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson voru nýbyrjaðir að spila fyrir A-landslið karla árið 2010. Vísir Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. Greinin birtist í morgun og er afar vegleg. Stuart James, sem skrifaði greinina ásamt Stefáni Snæ, gerði sér ferð til Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM og ræddi við fjölda fólks um storminn sem hefur geysað um KSÍ og karlalandsliðið vegna meintra brota leikmanna þess. Meðal þeirra sem rætt er við í greininni er Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Hann staðfestir að ný gögn hafi komið fram í máli Arons Einars og Eggerts. Þeir hafa verið sakaðir um að hafa nauðgað konu eftir landsleik Íslands og Danmerkur í Kaupmannahöfn haustið 2010. Konan sagði sögu sína á samfélagsmiðlum í vor en nafngreindi ekki leikmennina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók nýverið aftur upp rannsókn á meintum brotum Arons Einars og Eggerts. Í grein The Athletic staðfestir Ævar Pálmi að lögreglan fari nú yfir nýjar upplýsingar sem fram hafi komið. „Við höfum opnað málið að nýju. Okkur hafa borist nýjar upplýsingar. Lögin heimila að mál verði tekin upp að nýju vegna sérstakra ástæðna. Við þurfum góðar ástæður og höfum þær. Nýjar upplýsingar hafa komið fram í dagsljósið. Við höfum rætt við fjölda fólks,“ sagði Ævar Pálmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var viðtalið tekið fyrir tæpum tveimur vikum. Ævar Pálmi sagði í samtali við fréttastofu í gær að lögregla myndi ekkert tjá sig um gang mála í rannsókninni. Aron Einar og Eggert hafa báðir sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir hafna því að hafa brotið á konunni. Lögmaður Arons Einars vísaði í þá yfirlýsingu þegar The Athletic setti sig í samband við hann. Þar fordæmdi Aron Einar ákvörðunina um að velja hann ekki í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í þessum mánuði. Hann sagðist hafa verið settur til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“. Aron Einar sagðist jafnframt vera saklaust fórnarlamb nýrrar útilokunarmenningar innan KSÍ. Í yfirlýsingu sinni, sem birtist á föstudaginn, sagðist Eggert þvertaka fyrir það að hafa brotið á konunni. Hann sagði það „hrikalegt áfall að vera ásakaður um hræðilegt ofbeldisbrot vegna atviks sem var svo sannarlega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjölmiðlum.“ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Greinin birtist í morgun og er afar vegleg. Stuart James, sem skrifaði greinina ásamt Stefáni Snæ, gerði sér ferð til Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM og ræddi við fjölda fólks um storminn sem hefur geysað um KSÍ og karlalandsliðið vegna meintra brota leikmanna þess. Meðal þeirra sem rætt er við í greininni er Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Hann staðfestir að ný gögn hafi komið fram í máli Arons Einars og Eggerts. Þeir hafa verið sakaðir um að hafa nauðgað konu eftir landsleik Íslands og Danmerkur í Kaupmannahöfn haustið 2010. Konan sagði sögu sína á samfélagsmiðlum í vor en nafngreindi ekki leikmennina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók nýverið aftur upp rannsókn á meintum brotum Arons Einars og Eggerts. Í grein The Athletic staðfestir Ævar Pálmi að lögreglan fari nú yfir nýjar upplýsingar sem fram hafi komið. „Við höfum opnað málið að nýju. Okkur hafa borist nýjar upplýsingar. Lögin heimila að mál verði tekin upp að nýju vegna sérstakra ástæðna. Við þurfum góðar ástæður og höfum þær. Nýjar upplýsingar hafa komið fram í dagsljósið. Við höfum rætt við fjölda fólks,“ sagði Ævar Pálmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var viðtalið tekið fyrir tæpum tveimur vikum. Ævar Pálmi sagði í samtali við fréttastofu í gær að lögregla myndi ekkert tjá sig um gang mála í rannsókninni. Aron Einar og Eggert hafa báðir sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir hafna því að hafa brotið á konunni. Lögmaður Arons Einars vísaði í þá yfirlýsingu þegar The Athletic setti sig í samband við hann. Þar fordæmdi Aron Einar ákvörðunina um að velja hann ekki í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í þessum mánuði. Hann sagðist hafa verið settur til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“. Aron Einar sagðist jafnframt vera saklaust fórnarlamb nýrrar útilokunarmenningar innan KSÍ. Í yfirlýsingu sinni, sem birtist á föstudaginn, sagðist Eggert þvertaka fyrir það að hafa brotið á konunni. Hann sagði það „hrikalegt áfall að vera ásakaður um hræðilegt ofbeldisbrot vegna atviks sem var svo sannarlega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjölmiðlum.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira