EM 2017 í Finnlandi

Umfjöllun og myndir: Ísland - Frakkland 79-115 | Jón Arnór góður en enn á ný hrun í seinni hálfleik
Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði í dag sínum þriðja leik í röð á Evrópumótinu í Helsinki. Liðið varð enn á ný að sætta sig við stórtap, nú 36 stiga tap á móti Frökkum, 115-79, en það var þó yfir aðeins meiru að gleðjast en á móti Póllandi í gær sérstaklega í fínum fyrri hálfleik.

Twitter: Eitt stykki þristur truflaði ekki víkingaklappið
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur spilað vel í fyrri hálfleik gegn stórliði Frakklands á EM í körfubolta, en liðið hefur leikið frábærlega í fyrri hálfleik.

Rooney: Ég hef gert upp hug minn
Wayne Rooney, fyrrum framherji enska landsliðsins og núverandi framherji Everton, segir að hann muni ekki snúa aftur í enska landsliðið í knattspyrnu.

KKÍ fær þrettán milljónir í viðbótarstyrk
Körfuknattleikssamband Íslands ásamt Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands héldu í morgun blaðamannafund í keppnishöllinni í Helsinki þar sem íslenska körfuboltalandsliðið mætir því franska á eftir á Evrópumótinu.

Martin: Er búinn að lofa öllum liðsfélögunum að vinna Frakkana
Martin Hermannsson spilaði í frönsku b-deildinni síðasta vetur og fékk í sumar hjá franska úrvalsdeildarliðinu Chalons-Reims. Hann spilar því áfram í Frakklandi næsta vetur.

Brynjar: Þurfum besta landsleikinn í sögu KKÍ
Íslenska körfuboltalandsliðið mætir því franska í dag í þriðja leik sínum á Evrópumótinu í Helsinki. Liðið hefur mátt þola tvö stór töp í fyrstu tveimur leikjunum sínum.

Eiga þessir strákar skilið fleiri mínútur? | Myndband
Kristófer Acox og Elvar Már Friðriksson eru tveir af framtíðarmönnum íslenska köfuboltalandsliðsins og sýndu í Póllandsleiknum að þeir ná vel saman inn á vellinum.

Jón Arnór: Kannski barnalegt að hugsa þannig
Jón Arnór Stefánsson missti af nær öllum undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Helsinki og það er augljóst á frammistöðu hans í fyrstu tveimur leikjunum að þar fer ekki leikmaður í leikæfingu.

Martin: Mér finnst við vera að brotna alltof auðveldlega
Martin Hermannsson og strákarnir okkar hafa fengið tvo skelli í upphafi Evrópumótsins og liðið hefur varla getað keypt sér körfu í þessum tapleikjum á móti Grikklandi og Póllandi.

Úrslit leikdags 2 á Eurobasket
Heil umferð var leikin í öllum riðlum á Evrópumótinu í körfubolta í dag.

Slóvenar mörðu sigur á Finnum
Slóvenar unnu Finna 78-81 í lokaleik A-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Með sigrinum fór Slóvenía á topp riðilsins með fjögur stig, eina liðið sem hefur unnið báða leiki sína á mótinu.

Frakkar lögðu Grikki
Frakkland er komið á blað á EM í körfubolta, en þeir unnu átta stiga sigur á Grikklandi í leik liðanna í Helsinki í dag, 95-87.

Sjáðu fjörið í Íslendingalestinni | Myndband
Gleðin var við völd hjá íslensku stuðningsmönnunum í lestinni frá Helsinki til Tampere.

Jón Arnór: Við megum alls ekki hika því þá erum við dauðir
Jón Arnór Stefánsson var einn af leikmönnum íslenska körfuboltalandsliðsins sem ekki fann fjölina sína í tapinu á móti Póllandi í dag. Íslenska liðið gerði sér vonir um sigur en tapaði á endanum með 30 stiga mun.

Bláa lestin frá Helsinki til Tampere
Stuðningsmenn íslensku karlalandsliðanna í körfubolta og fótbolta hafa í nógu að snúast í dag.

Brynjar: Var látinn æfa sig í því að sitja á bekknum
Brynjar Þór Björnsson minnti á sig í lok leiksins á móti Póllandi þegar hann kom inn og setti niður tveir glæsilegar þriggja stiga körfur. Því miður komu þær alltof seint fyrir íslenska liðið.

Hörður Axel: Eigum möguleika á móti öllum ef við hittum eins og við eigum að gera
Hörður Axel Vilhjálmsson stóð upp úr í íslenska körfuboltalandsliðinu í tapinu fyrir Pólverjum í dag. Hörður Axel skoraði 16 stig og hitti úr sex af 10 skotum sínum.

Tryggvi Snær: Þeir unnu okkur á hinum og þessum sviðum
"Ég veit ekki alveg hvað fór úrskeiðis. Mér fannst þeir vinna okkur á hinum og þessum sviðum," sagði stóri og stæðilegri miðherjinn, Tryggvi Snær Hlinason, eftir 30 stiga tap gegn Póllandi á EM í körfubolta í Finnlandi.

Kristófer: Sáum ekki til sólar í seinni hálfleik
Kristófer Acox átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 30 stiga tap Íslands fyrir Póllandi, 61-91, á EM í körfubolta í dag.

Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16.

Umfjöllun og myndir: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt
Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik.

Körfuboltagoðsagnir mættar til Finnlands | Myndband
Það var mikið stuð og stemning þegar Arnar Björnsson hitti gamlar körfuboltagoðsagnir á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins í körfubolta fyrir leik dagsins.

Forsetinn hress í Fan Zone í Finnlandi
Það var mikið um dýrðir þegar stuðningsmenn Íslands komu saman í stuðningsmannasvæðinu í Helsinki fyrir Eurobasket í morgun.

Þá kemur adrenalínið og einhver aukakraftur sem láta alla verki hverfa
Ísland mætir Póllandi á Evrópumótinu í Helsinki í dag. Það má búast við fullt af Íslendingum í Hartwall höllinni og margir vonast eftir miklu betri úrslitum heldur en á móti Grikkjum í fyrsta leik.

Martin: Skulda fjölskyldunni betri leik
Martin Hermannsson er í risastóru hlutverki hjá íslenska körfuboltalandsliðinu en hann er í miklu stærri rullu nú en á EM í Berlín fyrir tveimur árum.

Pavel ætlar að koma Pólverjum aftur á óvart eins og fyrir þrettán árum
Pavel Ermolinskij verður í sviðsljósinu í dag þegar Ísland mætir Pólland á Evrópumótinu í Helsinki en það eru liðin þrettán ár síðan að Pavel steig sín fyrstu skref í íslenska landsliðsbúningnum.

Ætlum að reyna að sækja hratt á þá
Baráttuhundurinn Hlynur Bæringsson er klár í leikinn gegn Pólverjum í dag og löngu búinn að hrista af sér vonbrigðin gegn Grikkjum.

Gaman að fá smjörþefinn
Tryggvi Snær Hlinason hefur slegið í gegn í sumar og margir eru á því að forráðamenn Valencia hafi heldur betur dottið í lukkupottinn þegar þeir treystu góðum ráðum frá Jóni Arnóri Stefánssyni og sömdu við íslenska sveitastrákinn fyrir þetta sumar. Jón Arnór er efnilegur umboðsmaður að mati Tryggva.

Sjóðheitir Spánverjar hófu titilvörnina af krafti
Sex leikir fóru fram á EM í körfubolta í dag.

Fimm manna körfuboltalið Heimis: "Kári væri undir körfunni því hann er hávaxinn og frekur"
Skúli Sigurðsson á vefsíðunni Karfan.is tók skemmtilegt viðtal við landsliðsþjálfarann í knattspyrnu, Heimir Hallgrímsson.