Pavel ætlar að koma Pólverjum aftur á óvart eins og fyrir þrettán árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2017 07:30 Pavel Ermolinskij. Mynd/FIBA Pavel Ermolinskij verður í sviðsljósinu í dag þegar Ísland mætir Pólland á Evrópumótinu í Helsinki en það eru liðin þrettán ár síðan að Pavel steig sín fyrstu skref í íslenska landsliðsbúningnum. Fyrsti landsleikur Pavels var einmitt á móti Póllandi og fór hann fram í Stykkishólmi 7. ágúst 2004. Sigurður Ingimundarson var þá þjálfari íslenska liðsins og henti nýliðanum beint inn í byrjunarliðið. „Já ég man eftir þessum leik í Hólminum og líka af því að við unnum leikinn,“ sagði Pavel þegar þessi staðreynd var borin undir hann eftir æfingu liðsins í gær. Pólverjar voru mjög hissa á sjá Pavel sem byrjaði sem leikstjórnandi í íslenska liðinu í sínum fyrsta landsleik. „Ég er búinn að færa mig inn í senterinn núna og það á líka eftir að koma þeim á óvart,“ sagði Pavel léttur. Núverandi herbergisfélagi hans, Hlynur Bæringsson, átti þarna frábæran leik á þáverandi heimavelli sínum í Hólminum en Hlynur var með 23 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar í 90-82 sigri. En það er mikið undir fyrir íslensku strákana á móti Pólverjum í dag. Þetta er að flestra mati besti möguleiki liðsins til að landa sínum fyrsta sigri á Eurobasket. „Ég finn fyrir firðingi í hópnum þar sem okkur finnst við fara í leik sem við eigum að vinna. Við teljum okkur vera sigurstranglegri. Ég veit ekki alveg hvaðan það kemur en það er bara tilfinningin sem er í gangi og ég held að það sé bara svaka flott,“ segir Pavel. „Ég vil ekki nota orðið ótti en það er minni virðing borin fyrir þeim heldur en Grikkjunum. Það á eftir að hjálpa okkur mikið að vera kokhraustir á móti þeim,“ segir Pavel. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Þarf að vera klókari Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. 1. september 2017 06:00 Guðni forseti kíkti á körfuboltastrákana í kvöld Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er kominn út til Finnlands og hann kíkti áðan á körfuboltastrákana á hóteli liðsins í miðbæ Helsinki. 1. september 2017 19:24 Vel tekið á móti Tryggva í gær: Ég labbaði inná og þá var fagnað Tryggvi Snær Hlinason lék sinn fyrsta leik á stórmóti í gær þegar Ísland mætti Grikklandi í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Helsinki. Hann fékk frábærar móttökur hjá íslensku áhorfendunum í Höllinni. 1. september 2017 14:15 Herbergisfélagarnir hlógu saman að því þegar Hlynur var blokkaður Ein tilþrif úr leik Íslands og Grikklands komust í hóp flottustu tilþrifanna á fyrsta degi Eurobasket og voru þau tilþrif á kostnað landsliðsfyrirliðans Hlyns Bæringssonar. 1. september 2017 15:45 Jón Arnór um Hauk: Ég veit ekki alveg hvað menn eru að reykja þarna út í heimi Jón Arnór Stefánsson hrósaði Hauki Helga Pálssyni fyrir frammistöðu sína á móti Grikkjum á Eurobasket í gær en Haukur skoraði 21 stig á eitt sterkasta lið Evrópu. 1. september 2017 14:45 Martin: Ég hef aldrei séð það áður hjá íslensku landsliði Martin Hermannsson er ekkert hrifnari af keppnisboltanum eftir nóttina. Forráðamenn evrópska körfuboltasambandsins voru nefnilega ekki að gera íslensla körfuboltalandsliðinu neinn greiða þegar þeir völdu keppnisboltann fyrir Eurobasket 2017. 1. september 2017 19:30 Vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu urðu að sætta sig við 29 stiga tap á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2017. 1. september 2017 12:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij verður í sviðsljósinu í dag þegar Ísland mætir Pólland á Evrópumótinu í Helsinki en það eru liðin þrettán ár síðan að Pavel steig sín fyrstu skref í íslenska landsliðsbúningnum. Fyrsti landsleikur Pavels var einmitt á móti Póllandi og fór hann fram í Stykkishólmi 7. ágúst 2004. Sigurður Ingimundarson var þá þjálfari íslenska liðsins og henti nýliðanum beint inn í byrjunarliðið. „Já ég man eftir þessum leik í Hólminum og líka af því að við unnum leikinn,“ sagði Pavel þegar þessi staðreynd var borin undir hann eftir æfingu liðsins í gær. Pólverjar voru mjög hissa á sjá Pavel sem byrjaði sem leikstjórnandi í íslenska liðinu í sínum fyrsta landsleik. „Ég er búinn að færa mig inn í senterinn núna og það á líka eftir að koma þeim á óvart,“ sagði Pavel léttur. Núverandi herbergisfélagi hans, Hlynur Bæringsson, átti þarna frábæran leik á þáverandi heimavelli sínum í Hólminum en Hlynur var með 23 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar í 90-82 sigri. En það er mikið undir fyrir íslensku strákana á móti Pólverjum í dag. Þetta er að flestra mati besti möguleiki liðsins til að landa sínum fyrsta sigri á Eurobasket. „Ég finn fyrir firðingi í hópnum þar sem okkur finnst við fara í leik sem við eigum að vinna. Við teljum okkur vera sigurstranglegri. Ég veit ekki alveg hvaðan það kemur en það er bara tilfinningin sem er í gangi og ég held að það sé bara svaka flott,“ segir Pavel. „Ég vil ekki nota orðið ótti en það er minni virðing borin fyrir þeim heldur en Grikkjunum. Það á eftir að hjálpa okkur mikið að vera kokhraustir á móti þeim,“ segir Pavel.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Þarf að vera klókari Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. 1. september 2017 06:00 Guðni forseti kíkti á körfuboltastrákana í kvöld Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er kominn út til Finnlands og hann kíkti áðan á körfuboltastrákana á hóteli liðsins í miðbæ Helsinki. 1. september 2017 19:24 Vel tekið á móti Tryggva í gær: Ég labbaði inná og þá var fagnað Tryggvi Snær Hlinason lék sinn fyrsta leik á stórmóti í gær þegar Ísland mætti Grikklandi í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Helsinki. Hann fékk frábærar móttökur hjá íslensku áhorfendunum í Höllinni. 1. september 2017 14:15 Herbergisfélagarnir hlógu saman að því þegar Hlynur var blokkaður Ein tilþrif úr leik Íslands og Grikklands komust í hóp flottustu tilþrifanna á fyrsta degi Eurobasket og voru þau tilþrif á kostnað landsliðsfyrirliðans Hlyns Bæringssonar. 1. september 2017 15:45 Jón Arnór um Hauk: Ég veit ekki alveg hvað menn eru að reykja þarna út í heimi Jón Arnór Stefánsson hrósaði Hauki Helga Pálssyni fyrir frammistöðu sína á móti Grikkjum á Eurobasket í gær en Haukur skoraði 21 stig á eitt sterkasta lið Evrópu. 1. september 2017 14:45 Martin: Ég hef aldrei séð það áður hjá íslensku landsliði Martin Hermannsson er ekkert hrifnari af keppnisboltanum eftir nóttina. Forráðamenn evrópska körfuboltasambandsins voru nefnilega ekki að gera íslensla körfuboltalandsliðinu neinn greiða þegar þeir völdu keppnisboltann fyrir Eurobasket 2017. 1. september 2017 19:30 Vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu urðu að sætta sig við 29 stiga tap á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2017. 1. september 2017 12:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Þarf að vera klókari Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. 1. september 2017 06:00
Guðni forseti kíkti á körfuboltastrákana í kvöld Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er kominn út til Finnlands og hann kíkti áðan á körfuboltastrákana á hóteli liðsins í miðbæ Helsinki. 1. september 2017 19:24
Vel tekið á móti Tryggva í gær: Ég labbaði inná og þá var fagnað Tryggvi Snær Hlinason lék sinn fyrsta leik á stórmóti í gær þegar Ísland mætti Grikklandi í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Helsinki. Hann fékk frábærar móttökur hjá íslensku áhorfendunum í Höllinni. 1. september 2017 14:15
Herbergisfélagarnir hlógu saman að því þegar Hlynur var blokkaður Ein tilþrif úr leik Íslands og Grikklands komust í hóp flottustu tilþrifanna á fyrsta degi Eurobasket og voru þau tilþrif á kostnað landsliðsfyrirliðans Hlyns Bæringssonar. 1. september 2017 15:45
Jón Arnór um Hauk: Ég veit ekki alveg hvað menn eru að reykja þarna út í heimi Jón Arnór Stefánsson hrósaði Hauki Helga Pálssyni fyrir frammistöðu sína á móti Grikkjum á Eurobasket í gær en Haukur skoraði 21 stig á eitt sterkasta lið Evrópu. 1. september 2017 14:45
Martin: Ég hef aldrei séð það áður hjá íslensku landsliði Martin Hermannsson er ekkert hrifnari af keppnisboltanum eftir nóttina. Forráðamenn evrópska körfuboltasambandsins voru nefnilega ekki að gera íslensla körfuboltalandsliðinu neinn greiða þegar þeir völdu keppnisboltann fyrir Eurobasket 2017. 1. september 2017 19:30
Vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu urðu að sætta sig við 29 stiga tap á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2017. 1. september 2017 12:00