Tryggvi Snær: Þeir unnu okkur á hinum og þessum sviðum Anton Ingi Leifsson skrifar 2. september 2017 13:22 Tryggvi í leik með íslenska landsliðinu. vísir/ernir „Ég veit ekki alveg hvað fór úrskeiðis. Mér fannst þeir vinna okkur á hinum og þessum sviðum," sagði stóri miðherjinn, Tryggvi Snær Hlinason, eftir 30 stiga tap gegn Póllandi á EM í körfubolta í Finnlandi. „Þeir tóku okkur í frákastabaráttunni og slökktu bara á okkur þegar við vorum að fara eitthvað. Við náðum ekkert að halda neinu "run-i" í gangi og þeir bara unnu okkur hægt og rólega yfir allan leikinn," hélt Tryggvi áfram í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, í Helsinki. Þessi leikur var mikilvægur leikur Íslands í riðlinum í voninni um að fara upp úr riðlinum, en nú segir Tryggvi að nú þurfi þeir einfaldlega að vinna aðra leiki til að komast upp. „Við fórum í þennan leik til að vinna og við þurftum nánast að vinna til að komast áfram, en nú eru það bara breytt plön og við þurfum að vinna aðra leiki og fókusera á þá."Sjá einnig:Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Í fyrramálið er stórleikur gegn Frökkum og íslenska liðið þarf að bæta leik sinn til muna til þess að eiga séns gegn Frökkum. „Það er bara leikur á morgun og það er gegn Frökkum. Þeir eru hörkugóðir og örugglega brjálaðir eftir tapið gegn Finnum. Þeir mæta örugglega í góðu standi," en hvað þarf að breytast? „Ég bara veit það ekki. Maður er ekki búinn að skoða leikinn í dag og skoða Frakkana nægilega vel til þess að vita hvað við þurfum að gera, en við ætlum okkur að mæta betur stemmdir." „Skotin voru ekki að detta og það var dálítið sagan okkar í dag. Villur á hinum og þessum stöðum sem voru ekki dæmdar annarsstaðar, en svona er þetta," sagði hinn stóri og stæðilegi Tryggvi að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik. 2. september 2017 12:45 Kristófer: Sáum ekki til sólar í seinni hálfleik Kristófer Acox átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 30 stiga tap Íslands fyrir Póllandi, 61-91, á EM í körfubolta í dag. 2. september 2017 13:11 Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. 2. september 2017 13:02 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
„Ég veit ekki alveg hvað fór úrskeiðis. Mér fannst þeir vinna okkur á hinum og þessum sviðum," sagði stóri miðherjinn, Tryggvi Snær Hlinason, eftir 30 stiga tap gegn Póllandi á EM í körfubolta í Finnlandi. „Þeir tóku okkur í frákastabaráttunni og slökktu bara á okkur þegar við vorum að fara eitthvað. Við náðum ekkert að halda neinu "run-i" í gangi og þeir bara unnu okkur hægt og rólega yfir allan leikinn," hélt Tryggvi áfram í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, í Helsinki. Þessi leikur var mikilvægur leikur Íslands í riðlinum í voninni um að fara upp úr riðlinum, en nú segir Tryggvi að nú þurfi þeir einfaldlega að vinna aðra leiki til að komast upp. „Við fórum í þennan leik til að vinna og við þurftum nánast að vinna til að komast áfram, en nú eru það bara breytt plön og við þurfum að vinna aðra leiki og fókusera á þá."Sjá einnig:Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Í fyrramálið er stórleikur gegn Frökkum og íslenska liðið þarf að bæta leik sinn til muna til þess að eiga séns gegn Frökkum. „Það er bara leikur á morgun og það er gegn Frökkum. Þeir eru hörkugóðir og örugglega brjálaðir eftir tapið gegn Finnum. Þeir mæta örugglega í góðu standi," en hvað þarf að breytast? „Ég bara veit það ekki. Maður er ekki búinn að skoða leikinn í dag og skoða Frakkana nægilega vel til þess að vita hvað við þurfum að gera, en við ætlum okkur að mæta betur stemmdir." „Skotin voru ekki að detta og það var dálítið sagan okkar í dag. Villur á hinum og þessum stöðum sem voru ekki dæmdar annarsstaðar, en svona er þetta," sagði hinn stóri og stæðilegi Tryggvi að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik. 2. september 2017 12:45 Kristófer: Sáum ekki til sólar í seinni hálfleik Kristófer Acox átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 30 stiga tap Íslands fyrir Póllandi, 61-91, á EM í körfubolta í dag. 2. september 2017 13:11 Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. 2. september 2017 13:02 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik. 2. september 2017 12:45
Kristófer: Sáum ekki til sólar í seinni hálfleik Kristófer Acox átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 30 stiga tap Íslands fyrir Póllandi, 61-91, á EM í körfubolta í dag. 2. september 2017 13:11
Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. 2. september 2017 13:02
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti