Kosningar 2016

Fréttamynd

Höskuldur gagnrýnir foringjadýrkun en aðrir styðja Sigmund

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að á miðstjórnarfundi flokksins sem fram fór í laugardag hafi komið fram hörð gagnrýni á formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. "Það er greinilega töluverð undiralda í flokknum og hún kom fram á fundinum,“ segir Höskuldur.

Innlent
Fréttamynd

Stór mál bíða afgreiðslu

Þingflokksformaður Framsóknar segir kosningar ekki verða nema málalisti ríkisstjórnarinnar klárist á sumarþingi. Umdeildir búvörusamningar bíða.

Innlent
Fréttamynd

Sjötíu prósent vilja kjósa til þings í haust

Mikill meirihluti þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun vill alþingiskosningar í haust fremur en í vor. Oddvitar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað vilja sinn til þess að halda kosningar í haust. Framsóknarþingmenn eru ekki sammála.

Innlent
Fréttamynd

Stóru málin fyrst, kosningar svo

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi Samfylkingarinnar að gufa upp

Rúm sex prósent myndu kjósa Samfylkinguna ef kosið væri nú. Af öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi mælist einungis Björt framtíð með minna fylgi. Þrefalt fleiri myndu kjósa VG en Samfylkinguna.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt blóð

Nýtt stjórnmálaafl, Viðreisn, var stofnað á þriðjudag. Á heimasíðu flokksins kemur fram að um sé að ræða nýtt, frjálslynt stjórnmálaafl á Íslandi. Flokkurinn standi í grófum dráttum fyrir réttlátt samfélag þar sem lífskjör eigi að verða svipuð og í nágrannalöndunum. Auðlindir eigi að nýta skynsamlega og markaðslausnir þar sem við á. Kjósa skuli um hvort ljúka eigi viðræðum við Evrópusambandið. Fundurinn var vel sóttur en þar munu hafa verið samankomin um 400 manns.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þegar ég fann Viðreisn

Eins og margir ungir Íslendingar fór ég til útlanda eftir háskóla til þess að finna vinnu. Fyrir nokkrum mánuðum kom ég aftur til Íslands og fann að pólitíska umhverfið hafði gjörbreyst. Gömlu flokkarnir voru að rýrna og nýir ferskir stjórnmálaflokkar með unga efnilega leiðtoga voru að koma gríðarlega sterkir inn. Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um pólitík og verið virkur í þeim málum. Ég sá tækifæri til þess að taka þátt í einhverju nýju og betra en það sem áður var.

Skoðun