Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. júní 2016 18:30 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. vísir/ernir Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, mætti í þáttinn Sprengisand á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann miðstjórnarfund flokksins sem haldinn var í gær. Sigurður Ingi segist ánægður með fundinn og á von á að miðstjórnarfundi haustsins verði flýtt svo hægt verði að endurnýja umboð flokksforystunnar fyrir kosningarnar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins talaði í ræðu sinni á fundinum í gær um væntanlegar kosningar. Virtist sem hann teldi ekki fullvíst að þær verði í haust líkt og forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa sagt. „Hvort sem að kosningarnar verða svo í haust eða síðar þá verðum við reiðubúin,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. „Það er enginn ágreiningur á milli mín og formanns Framsóknarflokksins um hvernig þetta eigi fram að ganga. Við sjáum öll fyrir okkur í stjórnarflokkunum að ljúka ákveðnum verkefnum. Það hefur gengið ágætlega og að þeim loknum þá verði gengið til kosninga,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir ekki alla sammála því að boða eigi til kosninga í haust. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir. Ekki bara í Framsóknarflokknum heldur í öllum flokkum. Meðal annars þingmenn stjórnarandstöðunnar. Menn hafa bent á að það geti verið óheppilegt, að ef við kjósum héðan í frá alltaf á fjögurra ára fresti, að eitt ár við fjárlagagerð og þing fari í þetta. Við höfum talað um það að það yrði gengið til kosninga þegar við höfum lokið ákveðnum verkefnum og ég sé ekkert breytast í því hvað þetta varðar. Það verður þá bara að rétta kúrsinn á næsta kjörtímabili,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir hann hafa sagt að Alþingiskosningar verði í haust og hann sé vanur að standa við orð sín. Kosningar 2016 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, mætti í þáttinn Sprengisand á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann miðstjórnarfund flokksins sem haldinn var í gær. Sigurður Ingi segist ánægður með fundinn og á von á að miðstjórnarfundi haustsins verði flýtt svo hægt verði að endurnýja umboð flokksforystunnar fyrir kosningarnar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins talaði í ræðu sinni á fundinum í gær um væntanlegar kosningar. Virtist sem hann teldi ekki fullvíst að þær verði í haust líkt og forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa sagt. „Hvort sem að kosningarnar verða svo í haust eða síðar þá verðum við reiðubúin,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. „Það er enginn ágreiningur á milli mín og formanns Framsóknarflokksins um hvernig þetta eigi fram að ganga. Við sjáum öll fyrir okkur í stjórnarflokkunum að ljúka ákveðnum verkefnum. Það hefur gengið ágætlega og að þeim loknum þá verði gengið til kosninga,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir ekki alla sammála því að boða eigi til kosninga í haust. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir. Ekki bara í Framsóknarflokknum heldur í öllum flokkum. Meðal annars þingmenn stjórnarandstöðunnar. Menn hafa bent á að það geti verið óheppilegt, að ef við kjósum héðan í frá alltaf á fjögurra ára fresti, að eitt ár við fjárlagagerð og þing fari í þetta. Við höfum talað um það að það yrði gengið til kosninga þegar við höfum lokið ákveðnum verkefnum og ég sé ekkert breytast í því hvað þetta varðar. Það verður þá bara að rétta kúrsinn á næsta kjörtímabili,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir hann hafa sagt að Alþingiskosningar verði í haust og hann sé vanur að standa við orð sín.
Kosningar 2016 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira