Þingmaður Pírata sér engin rök fyrir kosningabandalagi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. maí 2016 19:16 Þingmaður Pírata segist ekki sjá nein rök fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir myndi með sér kosningabandalag fyrir næstu kosningar en flokkurinn mælist með tæp 29 prósent í nýrri könnun fréttastofu 365. Samfylkingin mælist með rúm sex prósent. Könnun fréttastofu var framkvæmd dagana 23. og 24. maí og tóku alls 67 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar lítillega miðað við síðustu könnun og mælist flokkurinn nú með 2,5 prósent. Framsókn bætir við sig tæpu prósenti og fylgi Sjálfstæðisflokks stendur nokkurn veginn í stað, mælist tæp 32 prósent. Samfylkingin mælist með rúmlega sex prósent og tapar rúmu prósenti frá síðustu könnun og Vinstri græn mælast með rúm 18 prósent. Píratar mælast með tæp 29 prósent og minnkar fylgið um eitt og hálft prósent frá síðustu könnun.Mjög alvarlegt ástand Kosning um nýjan formann Samfylkingarinnar hefst á morgun og stendur í viku en fráfarandi formaður segist aldrei hafa trúað því að einn maður geti stöðvað þessa þróun eða snúið henni við. „Þetta er orðið mjög alvarlegt ástand. Fylgið er orðið langt, langt, langt, langt fyrir neðan það sem er ásættanlegt. Nú þarf sameiginlegt átak til að snúa þessu við, ef það er, og það er það sem við þurfum að horfa til að skapist núna á landsfundi og með nýrri forystu,” segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Þingmenn Samfylkingar og Bjartrar framtíðar hafa talað fyrir því að flokkarnir eigi ásamt Vinstri grænum og Pírötum að ganga til kosninga sem kosningabandalag um tiltekin málefni. „En ég hef talað fyrir því, og alltaf talað fyrir því, að þeir flokkar sem telja sig til vinstri við miðju og miðjuflokkar, vinni saman um ákveðin málefni,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna en tekur fram að engar formlegar viðræður um kosningabandalag hafi átt sér stað.Skilur ekki rökin fyrir kosningabandalagi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að stjórnarandstöðuflokkarnir ættu að gera með sér kosningabandalag. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa skynjað neinn áhuga hjá Pírötum á að stofna til slíks bandalags með fyrrgreindum flokkum en flokkurinn hafi þó ekki tekið formlega afstöðu til málsins. „Ég bara skil ekki rökin fyrir því að gera það. Þetta eru ekki sami flokkurinn, það er ástæða fyrir því að þetta eru aðskilin framboð, þannig að ég bara hef ekki heyrt nein sérstaklega góð rök fyrir kosningabandalagi,” segir Helgi Hrafn. Kosningar 2016 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Þingmaður Pírata segist ekki sjá nein rök fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir myndi með sér kosningabandalag fyrir næstu kosningar en flokkurinn mælist með tæp 29 prósent í nýrri könnun fréttastofu 365. Samfylkingin mælist með rúm sex prósent. Könnun fréttastofu var framkvæmd dagana 23. og 24. maí og tóku alls 67 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar lítillega miðað við síðustu könnun og mælist flokkurinn nú með 2,5 prósent. Framsókn bætir við sig tæpu prósenti og fylgi Sjálfstæðisflokks stendur nokkurn veginn í stað, mælist tæp 32 prósent. Samfylkingin mælist með rúmlega sex prósent og tapar rúmu prósenti frá síðustu könnun og Vinstri græn mælast með rúm 18 prósent. Píratar mælast með tæp 29 prósent og minnkar fylgið um eitt og hálft prósent frá síðustu könnun.Mjög alvarlegt ástand Kosning um nýjan formann Samfylkingarinnar hefst á morgun og stendur í viku en fráfarandi formaður segist aldrei hafa trúað því að einn maður geti stöðvað þessa þróun eða snúið henni við. „Þetta er orðið mjög alvarlegt ástand. Fylgið er orðið langt, langt, langt, langt fyrir neðan það sem er ásættanlegt. Nú þarf sameiginlegt átak til að snúa þessu við, ef það er, og það er það sem við þurfum að horfa til að skapist núna á landsfundi og með nýrri forystu,” segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Þingmenn Samfylkingar og Bjartrar framtíðar hafa talað fyrir því að flokkarnir eigi ásamt Vinstri grænum og Pírötum að ganga til kosninga sem kosningabandalag um tiltekin málefni. „En ég hef talað fyrir því, og alltaf talað fyrir því, að þeir flokkar sem telja sig til vinstri við miðju og miðjuflokkar, vinni saman um ákveðin málefni,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna en tekur fram að engar formlegar viðræður um kosningabandalag hafi átt sér stað.Skilur ekki rökin fyrir kosningabandalagi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að stjórnarandstöðuflokkarnir ættu að gera með sér kosningabandalag. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa skynjað neinn áhuga hjá Pírötum á að stofna til slíks bandalags með fyrrgreindum flokkum en flokkurinn hafi þó ekki tekið formlega afstöðu til málsins. „Ég bara skil ekki rökin fyrir því að gera það. Þetta eru ekki sami flokkurinn, það er ástæða fyrir því að þetta eru aðskilin framboð, þannig að ég bara hef ekki heyrt nein sérstaklega góð rök fyrir kosningabandalagi,” segir Helgi Hrafn.
Kosningar 2016 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira