„Það fer enginn jafnaðarmaður í Viðreisn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2016 11:08 Oddný Harðardóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar útilokar ekki að mynda kosningabandalag með stjórnarandstöðunni. vísir/anton brink Oddný Harðardóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar segist fagna áherslum Viðreisnar hvað varðar aðild að Evrópusambandinu og að þessi nýstofnaði stjórnmálaflokkur tali fyrir markaðslausnum þegar kemur að úthlutun veiðiheimilda. Hins vegar telur hún flokkinn ekki vera velferðarafl líkt og Samfylkinguna. „Það fer enginn jafnaðarmaður í Viðreisn,það get ég sagt þér,“ sagði Oddný í viðtali við Pál Magnússon á Sprengisandi í morgun. Aðspurð sagði Oddný að kosningabandalag með stjórnarandstöðuflokkunum fyrir væntanlegar kosningar í haust kæmi til greina en setjast þyrfti niður til að ræða það sérstaklega. „Það er langlíklegast að við náum stærstum hluta stefnumála okkar fram í samstarfi við stjórnarandstöðuflokkanna,“ sagði Oddný.Ekki haldið áfram með aðild að ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu Hún var einnig spurð út í Evrópumálin en Samfylkingin hefur löngum haft það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu og gerði flokkurinn það árið 2009 þegar hann var kominn í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Þá var þjóðin ekki spurð álits á því hvort hún vildi fara í viðræður við ESB um aðild en síðan þá hefur núverandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins gert hlé á viðræðunum. Oddný sagði að Samfylkingin væri enn með það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að ESB. Það yrði hins vegar ekki gert nema að spyrja þjóðina fyrst að því hvort sækja eigi um aðild að sambandinu. Hún vildi þó ekki meina að það hafi verið mistök að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2009 þó það hefði ef til vill betra að gera það eftir á að hyggja. „En það er ekkert ríki sem hefur fari þetta að spyrja þjóðina hvort það eigi að sækja um aðild en öll ríkin hafa haldið þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningurinn liggur fyrir og það var það ferli sem við fórum í. En síðan eins og umræðan hefur verið þá eru nánast allir flokkar nánast búnir að samþykkja fyrir sitt leyti að byrja ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Staðan er bara þannig,“ sagði Oddný. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddný boðar 130 daga plan Nýr formaður Samfylkingarinnar segist bjartsýnn fyrir hönd flokksins þrátt fyrir dalandi fylgi. Oddný Harðardóttir ræðir við jafnaðarmenn um allt land. 4. júní 2016 07:00 Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Forgangsmál að mati nýs formanns Samfylkingarinnar. 4. júní 2016 18:50 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Oddný Harðardóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar segist fagna áherslum Viðreisnar hvað varðar aðild að Evrópusambandinu og að þessi nýstofnaði stjórnmálaflokkur tali fyrir markaðslausnum þegar kemur að úthlutun veiðiheimilda. Hins vegar telur hún flokkinn ekki vera velferðarafl líkt og Samfylkinguna. „Það fer enginn jafnaðarmaður í Viðreisn,það get ég sagt þér,“ sagði Oddný í viðtali við Pál Magnússon á Sprengisandi í morgun. Aðspurð sagði Oddný að kosningabandalag með stjórnarandstöðuflokkunum fyrir væntanlegar kosningar í haust kæmi til greina en setjast þyrfti niður til að ræða það sérstaklega. „Það er langlíklegast að við náum stærstum hluta stefnumála okkar fram í samstarfi við stjórnarandstöðuflokkanna,“ sagði Oddný.Ekki haldið áfram með aðild að ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu Hún var einnig spurð út í Evrópumálin en Samfylkingin hefur löngum haft það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu og gerði flokkurinn það árið 2009 þegar hann var kominn í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Þá var þjóðin ekki spurð álits á því hvort hún vildi fara í viðræður við ESB um aðild en síðan þá hefur núverandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins gert hlé á viðræðunum. Oddný sagði að Samfylkingin væri enn með það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að ESB. Það yrði hins vegar ekki gert nema að spyrja þjóðina fyrst að því hvort sækja eigi um aðild að sambandinu. Hún vildi þó ekki meina að það hafi verið mistök að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2009 þó það hefði ef til vill betra að gera það eftir á að hyggja. „En það er ekkert ríki sem hefur fari þetta að spyrja þjóðina hvort það eigi að sækja um aðild en öll ríkin hafa haldið þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningurinn liggur fyrir og það var það ferli sem við fórum í. En síðan eins og umræðan hefur verið þá eru nánast allir flokkar nánast búnir að samþykkja fyrir sitt leyti að byrja ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Staðan er bara þannig,“ sagði Oddný.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddný boðar 130 daga plan Nýr formaður Samfylkingarinnar segist bjartsýnn fyrir hönd flokksins þrátt fyrir dalandi fylgi. Oddný Harðardóttir ræðir við jafnaðarmenn um allt land. 4. júní 2016 07:00 Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Forgangsmál að mati nýs formanns Samfylkingarinnar. 4. júní 2016 18:50 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Oddný boðar 130 daga plan Nýr formaður Samfylkingarinnar segist bjartsýnn fyrir hönd flokksins þrátt fyrir dalandi fylgi. Oddný Harðardóttir ræðir við jafnaðarmenn um allt land. 4. júní 2016 07:00
Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Forgangsmál að mati nýs formanns Samfylkingarinnar. 4. júní 2016 18:50