Stóru málin fyrst, kosningar svo 29. maí 2016 12:51 Birgitta Jónsdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Vísir/Valli/PJetur Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn er nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október. Ríkisstjórnin boðaði til kosninga í haust eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í kjölfar birtingu Panamaskjalanna. Ekki er þó eining um kosningarnar innan stjórnarflokkanna og hafa þingmenn bæði framsóknar og Sjálfstæðisflokks nýlega lýst því yfir að þeir telji óþarft að flýta kosningum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að flokkurinn sé nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október.Í forgangi að klára stóru málin Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður framsóknar sagði það vera í algjörum forgangi að stóru málin yrðu kláruð áður en gengið verður til kosninga. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það sem ég hef sagt allan tímann, og ég held að fleiri hafi sagt, er að þegar að skipt var hér um forsætisráðherra og Sigurður Ingi tók við og myndaður var í rauninni nýr meirihluti, en samt sami meirihluti, var talað um að flýta kosningum og þær færu fram í haust. Það var líka talað um það að við yrðum að klára ákveðin stór mál sem lægju fyrir þinginu og ég hef sagt það allan tímann að ég held að það sé hægt að samræma þessi tvö sjónarmið. Annars vegar að flýta kosningunum og klára stór mál. Það verður auðvitað að koma í ljós hvernig gengur að klára þessi mál sem að liggja fyrir þinginu. Menn fóru strax í það að þjappa saman vinnu sem að átti að taka einu ári lengur og reyna að koma því þannig fyrir að það væri hægt að klára þau. Gangurinn í þinginu hefur verið mjög góður núna og ef að það tekst að klára þessi stóru mál á að vera hægt að flýta kosningum.“ Aðspurður um fylgistap Framsóknarflokksins í síðustu skoðanakönnunum segist Ásmundur viss um að viðsnúningur verði þegar búið verður að klára þessi mál.Hafa ekki fengið málaskrá Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata segir það slæmt stjórnarfar að stjórnarflokkarnir hafi ekki dreift málaskrá um þau mál sem þurfi að klára áður en hægt verður að kjósa. „Fyrst var krafan sú að það yrðu kosningar strax. Síðan var komið með þetta útspil að fresta því þá og stytta um, þetta eru svona tveir þriðju af þingi, en síðan hafa skilyrðingarnar alltaf orðið meiri og meiri. Mér finnst ómögulegt að draga stjórnarandstöðuna inn í það að vera lömuð og ekki geta sinnt sínu lögbundna hlutverki að veita meirihluta aðhald. Nú höfum við ekki einu sinni fengið málaskrá. Við vitum ekkert hvaða mál það eru sem við eigum að vera passív gagnvart. Mér finnst þetta ekki gott stjórnarfar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn er nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október. Ríkisstjórnin boðaði til kosninga í haust eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í kjölfar birtingu Panamaskjalanna. Ekki er þó eining um kosningarnar innan stjórnarflokkanna og hafa þingmenn bæði framsóknar og Sjálfstæðisflokks nýlega lýst því yfir að þeir telji óþarft að flýta kosningum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að flokkurinn sé nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október.Í forgangi að klára stóru málin Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður framsóknar sagði það vera í algjörum forgangi að stóru málin yrðu kláruð áður en gengið verður til kosninga. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það sem ég hef sagt allan tímann, og ég held að fleiri hafi sagt, er að þegar að skipt var hér um forsætisráðherra og Sigurður Ingi tók við og myndaður var í rauninni nýr meirihluti, en samt sami meirihluti, var talað um að flýta kosningum og þær færu fram í haust. Það var líka talað um það að við yrðum að klára ákveðin stór mál sem lægju fyrir þinginu og ég hef sagt það allan tímann að ég held að það sé hægt að samræma þessi tvö sjónarmið. Annars vegar að flýta kosningunum og klára stór mál. Það verður auðvitað að koma í ljós hvernig gengur að klára þessi mál sem að liggja fyrir þinginu. Menn fóru strax í það að þjappa saman vinnu sem að átti að taka einu ári lengur og reyna að koma því þannig fyrir að það væri hægt að klára þau. Gangurinn í þinginu hefur verið mjög góður núna og ef að það tekst að klára þessi stóru mál á að vera hægt að flýta kosningum.“ Aðspurður um fylgistap Framsóknarflokksins í síðustu skoðanakönnunum segist Ásmundur viss um að viðsnúningur verði þegar búið verður að klára þessi mál.Hafa ekki fengið málaskrá Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata segir það slæmt stjórnarfar að stjórnarflokkarnir hafi ekki dreift málaskrá um þau mál sem þurfi að klára áður en hægt verður að kjósa. „Fyrst var krafan sú að það yrðu kosningar strax. Síðan var komið með þetta útspil að fresta því þá og stytta um, þetta eru svona tveir þriðju af þingi, en síðan hafa skilyrðingarnar alltaf orðið meiri og meiri. Mér finnst ómögulegt að draga stjórnarandstöðuna inn í það að vera lömuð og ekki geta sinnt sínu lögbundna hlutverki að veita meirihluta aðhald. Nú höfum við ekki einu sinni fengið málaskrá. Við vitum ekkert hvaða mál það eru sem við eigum að vera passív gagnvart. Mér finnst þetta ekki gott stjórnarfar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira