Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. maí 2016 22:59 Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar komust að samkomulagi í upphafi síðasta mánaðar um að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning kosninga kæmi til með að velta á framvindu þingmála. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í þættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag að hann sæi ekki mikla kosti við það að flýta kosningum. Þá hafa einstaka þingmenn flokksins lýst því yfir að réttara væri að klára kjörtímabilið og kjósa næsta vor. Fréttastofa leitaði til allra þingmanna Framsóknarflokksins sem ekki hafa opinberlega lýst sinni skoðun á málinu og spurði: Styður þú að boðað verði til alþingiskosninga í haust? Af 19 þingmönnum flokksins sagðist aðeins einn styðja það að boðað yrði til kosninga í haust. Níu þingmenn sögðust styðja að boðað yrði til kosninga í haust, með fyrirvara um að tiltekin mál yrðu kláruð á Alþingi. Sex þingmenn sögðu nei við spurningu fréttastofu en þrír gáfu ekki upp afstöðu eða svöruðu ekki fyrirspurn fréttastofu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir framhald ríkisstjórnarsamstarfsins grundvallað á því að tiltekin mál verði kláruð og í kjölfarið boðað til kosninga. „Þingstörfin hafa gengið ágætlega að undanförnu. Ég hef ekki sérstakar áhyggjur af framhaldi þingstarfa og þess vegna eru engar forsendur fyrir því að fara að tala um breyttar dagsetningar fyrir kosningarnar. Í samtölum mínum við forsætisráðherra hefur þetta verið alveg skýrt,” segir Bjarni Benediktsson. Ef að þið náið ekki öllum þessu stóru málum í gegn, munu þá kosningarnar frestast? „Það er algjörlega ótímabært að fara að spá einhverju slíku,” segir Bjarni. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira
Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar komust að samkomulagi í upphafi síðasta mánaðar um að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning kosninga kæmi til með að velta á framvindu þingmála. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í þættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag að hann sæi ekki mikla kosti við það að flýta kosningum. Þá hafa einstaka þingmenn flokksins lýst því yfir að réttara væri að klára kjörtímabilið og kjósa næsta vor. Fréttastofa leitaði til allra þingmanna Framsóknarflokksins sem ekki hafa opinberlega lýst sinni skoðun á málinu og spurði: Styður þú að boðað verði til alþingiskosninga í haust? Af 19 þingmönnum flokksins sagðist aðeins einn styðja það að boðað yrði til kosninga í haust. Níu þingmenn sögðust styðja að boðað yrði til kosninga í haust, með fyrirvara um að tiltekin mál yrðu kláruð á Alþingi. Sex þingmenn sögðu nei við spurningu fréttastofu en þrír gáfu ekki upp afstöðu eða svöruðu ekki fyrirspurn fréttastofu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir framhald ríkisstjórnarsamstarfsins grundvallað á því að tiltekin mál verði kláruð og í kjölfarið boðað til kosninga. „Þingstörfin hafa gengið ágætlega að undanförnu. Ég hef ekki sérstakar áhyggjur af framhaldi þingstarfa og þess vegna eru engar forsendur fyrir því að fara að tala um breyttar dagsetningar fyrir kosningarnar. Í samtölum mínum við forsætisráðherra hefur þetta verið alveg skýrt,” segir Bjarni Benediktsson. Ef að þið náið ekki öllum þessu stóru málum í gegn, munu þá kosningarnar frestast? „Það er algjörlega ótímabært að fara að spá einhverju slíku,” segir Bjarni.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira