Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Fangelsi oft eina úr­ræðið

Alls hafa um ríflega 70 hælisleitendur þurft að sæta fangelsisvist áður en þeim er vísað úr landi síðustu mánuði. Verkefnisstjóri hjá ríkislögreglustjóra segir engin önnur úrræði í boði og mikilvægt að gera úrbætur. Í flestum tilvikum hafi fólkið ekki brotið neitt annað af sér en að vera ólöglegt í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Skólarnir lokaðir - myglan vinnur

Á hverju ári eru flest skólahúsnæði í Reykjavík lokuð í um einn til þrjá mánuði. Gluggar eru lokaðir, loftræstikerfi ganga illa og andrúmsloftið verður kyrrt og dautt.

Skoðun
Fréttamynd

Kryfja mál Ást­hildar Lóu fyrir opnum tjöldum

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund á miðvikudaginn til að fjalla um meðferð forsætisráðuneytisins á erindi um persónulegt málefni Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Saka Ingu um metnaðar­leysi eftir skipun flokks­manna í stjórn

Verkfræðingafélag Íslands hefur sent Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra bréf með áskorun um að endurskoða skipan í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að tryggja að fagleg hæfni og sérmenntun á sviði mannvirkjagerðar fái raunverulegt vægi við ákvarðanatöku í þessum mikilvæga málaflokki.

Innlent
Fréttamynd

Vill þyngri refsingar fyrir al­var­leg kyn­ferðis­brot

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á sviði miðlægrar deildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur að refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot eigi að vera þyngri. Þá telur hann að bæði lögregla og pólitík eigi að taka betur tillit til öryggistilfinningar almennings. Mikilvægt sé að gæta að rétti grunaðra en á sama tíma þurfi að taka vel utan um þolendur.

Innlent
Fréttamynd

Al­þingi kemur saman á ný eftir páska­frí

Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá.

Innlent
Fréttamynd

Vill selja bílastæða­hús borgarinnar og Iðnó

Oddviti Viðreisnar í Reykjavík vill úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús borgarinnar. Þá vill hún  selja fasteignir sem hún segir borgina ekki þurfa að eiga eins og Iðnó og húsnæði Tjarnarbíós. Þetta er meðal hagræðingartillagna sem hún hefur skilað til borgarstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Ráða­menn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS

Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna.

Innlent
Fréttamynd

Um­ræðan ein­kennist af rang­færslum um ofur­hagnað

Forstjóri Síldarvinnslunnar segir að sjávarútvegsfyrirtæki landsins verði að bregðast við boðuðum breytingum á lögum um veiðigjald með hagræðingu og uppsögnum á fólki. Auk þess muni fjárfestingar og endurnýjun sitja á hakanum. Umræðan um atvinnugreinina einkennist af rangfærslum um ofurhagnað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ég hef aldrei séð þetta svona svaka­legt“

Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað.

Innlent
Fréttamynd

Skólarnir í eina sæng

Rektorar Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans á Hólum (HH) og háskólaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólunum.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar

Meðal þeirra sem sérstaklega voru fengnir til að vega og meta stjórnartillögu til þingsályktunar, þeirrar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram um jafnréttismál, er Kennarasamband Íslands. KÍ fagnar tillögunni og vonar að hún nái fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættu­legum“ föngum eftir af­plánun

Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra

Innlent
Fréttamynd

Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Ís­landi

Heilbrigðisráðherra segir alveg ljóst að binda þurfi í lög hversu mörg börn sæðisgjafar megi búa til hér á landi. Ekki sé ráðlegt að hver sæðisgjafi megi frjóvga fleiri en tvö egg í svo litlu samfélagi líkt og á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Svara á­kalli for­eldra

Seltjarnarnesbær hefur lagt af stað með aðgerðir til að bregðast við löngum biðlistum eftir leikskólaplássi í bænum. Bæjarstjóri segist vonast til þess að hægt verði að bæta við sextán nýjum plássum strax á næstu vikum. 

Innlent
Fréttamynd

„Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði sig úr flokknum í dag. Sanna fagnar gagnrýni en segir engan árangur nást fari allur tíminn í naflaskoðun.

Innlent
Fréttamynd

Gríðar­legir fjár­munir sveitar­fé­laga í öryggisvistanir

Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu manns og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Sviðsstjóri velferðarsviðs segir málflokkinn afar umfangsmikinn og löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mæla hagræðingum og segja þær bitna á konum

Í umsögn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, um fjármálaáætlun 2026 til 2030 er fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar mótmælt nokkuð hressilega. Ríkisstjórnin er sögð ætla að draga úr umsvifum hins opinbera í hagkerfinu, án nokkurs rökstuðnings, á sama tíma og þarfir almennings aukast og verða flóknari.

Innlent
Fréttamynd

Sól­veig Anna segir skilið við Sósíal­ista

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt sig úr Sósíalistaflokki Íslands. Hún bauð sig fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum og var nýverið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem er nátengt Sósíalistaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá

Borgarstjóri segir að könnun Maskínu um væntingar til meirihlutans í borginni að mörgu leyti góð fyrir meirihlutann. Rúmur helmingur svarenda ber litlar væntingar til meirihlutans og þá sérstaklega borgarbúar austan Elliðaáa.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast?

Í nýlegri könnun Gallup kom fram að Framsóknarfólk er hamingjusamast þeirra er svöruðu, þrátt fyrir tímabundið lélegt gengi í skoðanakönnunum og síðstu kosningum. Þetta vakti athygli mína.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju hræðist fólk kynja­fræði?

Samfélagið okkar breytist hratt og stöðugt. Fólk hefur mismunandi bakgrunn, reynslu og lífssýn og það er mikilvægt að skólakerfið taki mið af því. Eitt skref í þá átt er að kenna kynjafræði í framhaldsskólum.

Skoðun