Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Ekki heimilt að að­stoða þjónustu­svipta hælis­leit­endur

Sveitarfélögum er hvorki heimilt né skylt að veita fjárhagsaðstoð til hælisleitenda sem hafa verið sviptir þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn um alþjóðlega vernd. Þetta er niðurstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga en ráðherrar hafa kallað eftir því að sveitarfélögin grípi hópinn. 

Innlent
Fréttamynd

„Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“

Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Afl til allra átta

Margs konar tækifæri og áskoranir fylgja aukinni ferðaþjónustu. Áherslur hafa breyst og uppbygging hefur á sér ýmsar myndir líkt og fjölbreytt verkefni hringinn í kringum landið bera með sér. Við getum nú skoðað fleiri minjar, höfum aðgengi að nýjum stöðum og aðkoma að dýrmætum náttúruperlum hefur bæst til muna. Ásamt þessu hefur aðstaða fyrir gesti aldrei verið betri.

Skoðun
Fréttamynd

Hver leik­stýrir Svf. Ár­borg?

Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið mikið á undanförnum árum og stefnir í áframhaldandi vöxt vegna eftirspurnar frá nýjum íbúum og áforma landeigenda um uppbyggingu.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjir eru flóttamenn?

- Til upplýsinga fyrir fjölmiðlamenn og aðra vegna ónákvæmrar hugtakanotkunar - Hugtakið flóttamaður er lagalegt hugtak og vel skilgreint í íslenskum lögum sem eru, vel að merkja, í fullu samræmi við alþjóðasamninga.

Skoðun
Fréttamynd

Látum þau borða gas­lýsingar

„Það lá alveg ljóst fyrir að með samþykkt þessara laga væri verið að taka þjónustu af fólki. Þegar þú ert að svipta fólki þjónustu eins og húsnæði og framfærslu þá geturðu ekki sett þessi lög með þessum afleiðingum en líka veitt þjónustuna á sama tíma. Þá fellur þetta allt um sjálft sig.“

Skoðun
Fréttamynd

„Það er væntan­lega með skert ferða­frelsi“

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir.

Innlent
Fréttamynd

Ekki verði skrúfað fyrir fjár­fram­lög fyrr en fram­tíðin er mótuð

Menningar- og viðskiptaráðuneytið segir að fjárframlögum til Íslensku óperunnar verði ekki hætt áður en búið verður að móta framtíð óperustarfsemi á landinu. Íslenska óperan birti í dag áskorun til ríkisstjórnarinnar þar sem kom fram að stofnunin neyðist til að hætta starfsemi vegna niðurskurðar.

Menning
Fréttamynd

Vill opna „bú­setúr­ræði með tak­mörkunum“ fyrir flótta­fólk

Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur.

Innlent
Fréttamynd

Kanna mögu­leika á sam­einingu við Há­skóla Ís­lands

Kannað verður hvort fýsilegt sé að auka samstarf Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands og kemur til greina að sameina skólana. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð af ráðherra háskólamála og rektorum skólanna. Einnig fer fram greining á húsnæðismálum Háskólans á Hólum en mygla fannst í húsnæðis hans fyrir fjórum árum.

Innlent
Fréttamynd

Út­hugsað ill­virki

Í síðustu viku urðum við Íslendingar, því miður, vitni að úthugsuðu og þaulskipulögðu illvirki. Í beinni útsendingu níddust yfirvöld á þremur konum sem höfðu enga möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er hægt að gera miklu, miklu, miklu betur“

Framkvæmdastjóri Barna-og fjölskyldustofu segir hægt að gera miklu, miklu, miklu betur í málefnum barna með fjölþættan vanda. Stýrihópur barnamálaráðherra leggur fram á annan tug tillagna um úrbætur. Verði þær að veruleika er búist við milljarða sparnaði.

Innlent
Fréttamynd

Hafna því að sveitar­fé­lög beri á­byrgð á hælis­leit­endunum

Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi.

Innlent
Fréttamynd

Tryllti lýðinn með Tinu Turner

Formaður Flokks fólksins tók lagið á Fiskidagstónleikunum á Dalvík um helgina. Inga söng eitt vinsælasta lag söngkonunnar Tinu Turner. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra.

Lífið
Fréttamynd

Ætlar að stór­auka barna­vernd

Miklar breytingar verða gerðar á barnavernd hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Hann  leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin.

Innlent
Fréttamynd

Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum.

Innlent
Fréttamynd

Velur Taylor Swift tónleika fram yfir kosningabaráttu

Svo gæti farið að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fari á Taylor Swift tónleika í miðri kosningabaráttu. Kosningar kæmu að minnsta kosti ekki í veg fyrir að hún færi á tónleika, svo mikill aðdáandi er hún. 

Lífið
Fréttamynd

Hætturnar við að stöðva alþjóðavæðingu

Ástæða þessarar greinar er aukning þjóðernispopúlisma og þau slæmu áhrif sem hann hefur á alþjóðavæðinguna út um allan heim. Ég held að mjög margir átti sig hreinilega ekki á því hversu gífurleg áhrif það myndi hafa á líf þeirra ef alþjóðavæðingin myndi stöðvast.

Skoðun