Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 14. október 2024 19:25 Svandís Svavarsdóttir vill að Bjarni Benediktsson segi af sér sem forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Þetta sagði Svandís við fjölmiðla áður en hún gekk á fund Höllu Tómasdóttur forseta í kvöld. „Ég er sammála því að það sé rétt að Bjarni Benediktsson biðjist lausnar. Hann hefur auðvitað gert grein fyrir því að hann geti ekki meir og að hans erindi sé lokið,“ sagði Svandís sem ítrekaði að henni þætti það mikilvægast að svo stöddu að Bjarni myndi biðjast lausnar. „Ég tel að það liggi alveg í hlutarins eðli að forsætisráðherra sem hefur gefist upp á verkefninu, treystir sér ekki til að ljúka því, eigi að biðjast lausnar.“ Svandís segist hafa tekið eftir því að formenn annarra flokka eru að velta því fyrir sér að það kunni að vera margar leiðir fyrir mögulega starfsstjórn. Kæmi það til greina að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra í starfsstjórn ykkar tveggja? „Mér finnst það alveg koma til greina. Mér finnst að við eigum ekki að taka slíka möguleika af borðinu. Ég held að það gæti farið vel á því. Það skiptir auðvitað máli þegar við förum í þau verkefni sem fram undan eru að þau byggi á einhverjum vinnufrið og trausti,“ segir Svandís, sem bætti við að hún sæi Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra. „Þegar forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, í raun og veru slítur stjórnarsamstarfinu, og þar með samstarfi við Framsókn og okkur í VG, þá er það þannig að hann er ekki með öll spil á hendi eftir það. Það hlýtur að hafa áhrif á framvinduna.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta sagði Svandís við fjölmiðla áður en hún gekk á fund Höllu Tómasdóttur forseta í kvöld. „Ég er sammála því að það sé rétt að Bjarni Benediktsson biðjist lausnar. Hann hefur auðvitað gert grein fyrir því að hann geti ekki meir og að hans erindi sé lokið,“ sagði Svandís sem ítrekaði að henni þætti það mikilvægast að svo stöddu að Bjarni myndi biðjast lausnar. „Ég tel að það liggi alveg í hlutarins eðli að forsætisráðherra sem hefur gefist upp á verkefninu, treystir sér ekki til að ljúka því, eigi að biðjast lausnar.“ Svandís segist hafa tekið eftir því að formenn annarra flokka eru að velta því fyrir sér að það kunni að vera margar leiðir fyrir mögulega starfsstjórn. Kæmi það til greina að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra í starfsstjórn ykkar tveggja? „Mér finnst það alveg koma til greina. Mér finnst að við eigum ekki að taka slíka möguleika af borðinu. Ég held að það gæti farið vel á því. Það skiptir auðvitað máli þegar við förum í þau verkefni sem fram undan eru að þau byggi á einhverjum vinnufrið og trausti,“ segir Svandís, sem bætti við að hún sæi Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra. „Þegar forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, í raun og veru slítur stjórnarsamstarfinu, og þar með samstarfi við Framsókn og okkur í VG, þá er það þannig að hann er ekki með öll spil á hendi eftir það. Það hlýtur að hafa áhrif á framvinduna.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira