Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2024 09:03 Árangur er metinn út frá gildismati hvers og eins. Það hvað telst til árangurs og hvort honum hafi verið náð er því opinberandi fyrir þann sem það metur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum vikum haldið því fram að undir forystu flokksins hafi gríðarlegum árangri verið náð í málefnum hælisleitenda. Fram hefur komið að eitt af markmiðum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar hafi verið að „tryggja landamæri Íslands“, koma böndum á kostnað vegna hælisleitenda og endurskoða útlendingalöggjöfina með það fyrir augum að fella úr gildi íslenskar sérreglur. Mikið er gert úr tölfræði ýmiss konar þar sem fram kemur að umsóknum um vernd hafi fækkað úr 2.547 í 535 á milli áranna 2023 og 2024, og að það sem af er ári hafi tæplega 1.200 einstaklingar farið frá landinu, ýmist í sjálfviljugri heimför eða þvingaðri. Þetta sé um 70 prósenta aukning miðað við allt árið 2023. Þá hefur komið fram hjá Sjálfstæðisflokknum að það sem af er ári hafi 622 einstaklingum verið vísað frá landinu á landamærunum, 443 hafi verið vísað frá 2023 og 121 vísað frá árið 2022. Þetta sé aukning um 524 prósent. „Árangur“ sem þessi segir þó varla hálfa sögu og lýsir öðru fremur gildismati Sjálfstæðisflokksins varðandi fólk á flótta sem hingað leitar í skjól. Ef stefna stjórnvalda í þessum málum væri mannúðleg myndi Sjálfstæðisflokkurinn ekki hampa þessum tölum heldur líta á aðra þætti sem nauðsynlegir væru til að ná raunverulegum árangri í málaflokknum. Það er sameiginlegt markmið okkar að lágmarka kostnað ríkissjóðs við framfærslu fólks sem beiðist í raun einskis annars en að fá tækifæri til að sjá um sig sjálft. En í stað þess að auka skilvirkni kerfa og virkni fólks til þess að ná því markmiði telur Sjálfstæðisflokkurinn réttara að reyna að fækka fólkinu með því að gera einmitt hið gagnstæða. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að börn sem glíma við veikindi væru ekki vakin á spítala af lögreglu og rekin úr landi. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk sem hingað leitar byggi ekki á götunni og þyrfti ekki að leita á náðir hjálparsamtaka eða borgara landsins. Þau fengju hjálp og viðeigandi úrræði til að takast á við erfiðar aðstæður sínar. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk gæti unnið til að sjá sér og sínum farborða og fengi tækifæri til að nýta menntun sína og reynslu. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að hér væru innviðir – mennta-, húsnæðis og heilbrigðiskerfi – sem væru nægilega sterkir og stöndugir til að taka á móti þeim sem hingað leita, okkur öllum til heilla. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að viðhorf gagnvart flóttafólki hér á landi væri jákvætt og án fordóma og kynþáttahyggju. Að enginn þyrfti að upplifa sig á jaðrinum eða sem dreggjar samfélagsins. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að tekið væri vel á móti fólki svo það gæti orðið hluti af íslensku samfélagi með því að læra tungumálið, umgangast annað fólk og mynda sambönd, njóta tækifæra til jafns við annað fólk – og búa börnum sínum gott heimili og framtíð. Með því að bjóða fólk velkomið tryggjum við þörf þess fyrir að tilheyra. Þannig stöndum við vörð um gildin okkar og innviðina um leið, því samfélag sem við finnum að við tilheyrum viljum við taka þátt í að byggja upp og bæta. Þannig náum við raunverulegum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Árangur er metinn út frá gildismati hvers og eins. Það hvað telst til árangurs og hvort honum hafi verið náð er því opinberandi fyrir þann sem það metur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum vikum haldið því fram að undir forystu flokksins hafi gríðarlegum árangri verið náð í málefnum hælisleitenda. Fram hefur komið að eitt af markmiðum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar hafi verið að „tryggja landamæri Íslands“, koma böndum á kostnað vegna hælisleitenda og endurskoða útlendingalöggjöfina með það fyrir augum að fella úr gildi íslenskar sérreglur. Mikið er gert úr tölfræði ýmiss konar þar sem fram kemur að umsóknum um vernd hafi fækkað úr 2.547 í 535 á milli áranna 2023 og 2024, og að það sem af er ári hafi tæplega 1.200 einstaklingar farið frá landinu, ýmist í sjálfviljugri heimför eða þvingaðri. Þetta sé um 70 prósenta aukning miðað við allt árið 2023. Þá hefur komið fram hjá Sjálfstæðisflokknum að það sem af er ári hafi 622 einstaklingum verið vísað frá landinu á landamærunum, 443 hafi verið vísað frá 2023 og 121 vísað frá árið 2022. Þetta sé aukning um 524 prósent. „Árangur“ sem þessi segir þó varla hálfa sögu og lýsir öðru fremur gildismati Sjálfstæðisflokksins varðandi fólk á flótta sem hingað leitar í skjól. Ef stefna stjórnvalda í þessum málum væri mannúðleg myndi Sjálfstæðisflokkurinn ekki hampa þessum tölum heldur líta á aðra þætti sem nauðsynlegir væru til að ná raunverulegum árangri í málaflokknum. Það er sameiginlegt markmið okkar að lágmarka kostnað ríkissjóðs við framfærslu fólks sem beiðist í raun einskis annars en að fá tækifæri til að sjá um sig sjálft. En í stað þess að auka skilvirkni kerfa og virkni fólks til þess að ná því markmiði telur Sjálfstæðisflokkurinn réttara að reyna að fækka fólkinu með því að gera einmitt hið gagnstæða. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að börn sem glíma við veikindi væru ekki vakin á spítala af lögreglu og rekin úr landi. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk sem hingað leitar byggi ekki á götunni og þyrfti ekki að leita á náðir hjálparsamtaka eða borgara landsins. Þau fengju hjálp og viðeigandi úrræði til að takast á við erfiðar aðstæður sínar. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk gæti unnið til að sjá sér og sínum farborða og fengi tækifæri til að nýta menntun sína og reynslu. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að hér væru innviðir – mennta-, húsnæðis og heilbrigðiskerfi – sem væru nægilega sterkir og stöndugir til að taka á móti þeim sem hingað leita, okkur öllum til heilla. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að viðhorf gagnvart flóttafólki hér á landi væri jákvætt og án fordóma og kynþáttahyggju. Að enginn þyrfti að upplifa sig á jaðrinum eða sem dreggjar samfélagsins. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að tekið væri vel á móti fólki svo það gæti orðið hluti af íslensku samfélagi með því að læra tungumálið, umgangast annað fólk og mynda sambönd, njóta tækifæra til jafns við annað fólk – og búa börnum sínum gott heimili og framtíð. Með því að bjóða fólk velkomið tryggjum við þörf þess fyrir að tilheyra. Þannig stöndum við vörð um gildin okkar og innviðina um leið, því samfélag sem við finnum að við tilheyrum viljum við taka þátt í að byggja upp og bæta. Þannig náum við raunverulegum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun