Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2024 09:03 Árangur er metinn út frá gildismati hvers og eins. Það hvað telst til árangurs og hvort honum hafi verið náð er því opinberandi fyrir þann sem það metur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum vikum haldið því fram að undir forystu flokksins hafi gríðarlegum árangri verið náð í málefnum hælisleitenda. Fram hefur komið að eitt af markmiðum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar hafi verið að „tryggja landamæri Íslands“, koma böndum á kostnað vegna hælisleitenda og endurskoða útlendingalöggjöfina með það fyrir augum að fella úr gildi íslenskar sérreglur. Mikið er gert úr tölfræði ýmiss konar þar sem fram kemur að umsóknum um vernd hafi fækkað úr 2.547 í 535 á milli áranna 2023 og 2024, og að það sem af er ári hafi tæplega 1.200 einstaklingar farið frá landinu, ýmist í sjálfviljugri heimför eða þvingaðri. Þetta sé um 70 prósenta aukning miðað við allt árið 2023. Þá hefur komið fram hjá Sjálfstæðisflokknum að það sem af er ári hafi 622 einstaklingum verið vísað frá landinu á landamærunum, 443 hafi verið vísað frá 2023 og 121 vísað frá árið 2022. Þetta sé aukning um 524 prósent. „Árangur“ sem þessi segir þó varla hálfa sögu og lýsir öðru fremur gildismati Sjálfstæðisflokksins varðandi fólk á flótta sem hingað leitar í skjól. Ef stefna stjórnvalda í þessum málum væri mannúðleg myndi Sjálfstæðisflokkurinn ekki hampa þessum tölum heldur líta á aðra þætti sem nauðsynlegir væru til að ná raunverulegum árangri í málaflokknum. Það er sameiginlegt markmið okkar að lágmarka kostnað ríkissjóðs við framfærslu fólks sem beiðist í raun einskis annars en að fá tækifæri til að sjá um sig sjálft. En í stað þess að auka skilvirkni kerfa og virkni fólks til þess að ná því markmiði telur Sjálfstæðisflokkurinn réttara að reyna að fækka fólkinu með því að gera einmitt hið gagnstæða. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að börn sem glíma við veikindi væru ekki vakin á spítala af lögreglu og rekin úr landi. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk sem hingað leitar byggi ekki á götunni og þyrfti ekki að leita á náðir hjálparsamtaka eða borgara landsins. Þau fengju hjálp og viðeigandi úrræði til að takast á við erfiðar aðstæður sínar. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk gæti unnið til að sjá sér og sínum farborða og fengi tækifæri til að nýta menntun sína og reynslu. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að hér væru innviðir – mennta-, húsnæðis og heilbrigðiskerfi – sem væru nægilega sterkir og stöndugir til að taka á móti þeim sem hingað leita, okkur öllum til heilla. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að viðhorf gagnvart flóttafólki hér á landi væri jákvætt og án fordóma og kynþáttahyggju. Að enginn þyrfti að upplifa sig á jaðrinum eða sem dreggjar samfélagsins. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að tekið væri vel á móti fólki svo það gæti orðið hluti af íslensku samfélagi með því að læra tungumálið, umgangast annað fólk og mynda sambönd, njóta tækifæra til jafns við annað fólk – og búa börnum sínum gott heimili og framtíð. Með því að bjóða fólk velkomið tryggjum við þörf þess fyrir að tilheyra. Þannig stöndum við vörð um gildin okkar og innviðina um leið, því samfélag sem við finnum að við tilheyrum viljum við taka þátt í að byggja upp og bæta. Þannig náum við raunverulegum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Árangur er metinn út frá gildismati hvers og eins. Það hvað telst til árangurs og hvort honum hafi verið náð er því opinberandi fyrir þann sem það metur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum vikum haldið því fram að undir forystu flokksins hafi gríðarlegum árangri verið náð í málefnum hælisleitenda. Fram hefur komið að eitt af markmiðum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar hafi verið að „tryggja landamæri Íslands“, koma böndum á kostnað vegna hælisleitenda og endurskoða útlendingalöggjöfina með það fyrir augum að fella úr gildi íslenskar sérreglur. Mikið er gert úr tölfræði ýmiss konar þar sem fram kemur að umsóknum um vernd hafi fækkað úr 2.547 í 535 á milli áranna 2023 og 2024, og að það sem af er ári hafi tæplega 1.200 einstaklingar farið frá landinu, ýmist í sjálfviljugri heimför eða þvingaðri. Þetta sé um 70 prósenta aukning miðað við allt árið 2023. Þá hefur komið fram hjá Sjálfstæðisflokknum að það sem af er ári hafi 622 einstaklingum verið vísað frá landinu á landamærunum, 443 hafi verið vísað frá 2023 og 121 vísað frá árið 2022. Þetta sé aukning um 524 prósent. „Árangur“ sem þessi segir þó varla hálfa sögu og lýsir öðru fremur gildismati Sjálfstæðisflokksins varðandi fólk á flótta sem hingað leitar í skjól. Ef stefna stjórnvalda í þessum málum væri mannúðleg myndi Sjálfstæðisflokkurinn ekki hampa þessum tölum heldur líta á aðra þætti sem nauðsynlegir væru til að ná raunverulegum árangri í málaflokknum. Það er sameiginlegt markmið okkar að lágmarka kostnað ríkissjóðs við framfærslu fólks sem beiðist í raun einskis annars en að fá tækifæri til að sjá um sig sjálft. En í stað þess að auka skilvirkni kerfa og virkni fólks til þess að ná því markmiði telur Sjálfstæðisflokkurinn réttara að reyna að fækka fólkinu með því að gera einmitt hið gagnstæða. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að börn sem glíma við veikindi væru ekki vakin á spítala af lögreglu og rekin úr landi. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk sem hingað leitar byggi ekki á götunni og þyrfti ekki að leita á náðir hjálparsamtaka eða borgara landsins. Þau fengju hjálp og viðeigandi úrræði til að takast á við erfiðar aðstæður sínar. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk gæti unnið til að sjá sér og sínum farborða og fengi tækifæri til að nýta menntun sína og reynslu. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að hér væru innviðir – mennta-, húsnæðis og heilbrigðiskerfi – sem væru nægilega sterkir og stöndugir til að taka á móti þeim sem hingað leita, okkur öllum til heilla. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að viðhorf gagnvart flóttafólki hér á landi væri jákvætt og án fordóma og kynþáttahyggju. Að enginn þyrfti að upplifa sig á jaðrinum eða sem dreggjar samfélagsins. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að tekið væri vel á móti fólki svo það gæti orðið hluti af íslensku samfélagi með því að læra tungumálið, umgangast annað fólk og mynda sambönd, njóta tækifæra til jafns við annað fólk – og búa börnum sínum gott heimili og framtíð. Með því að bjóða fólk velkomið tryggjum við þörf þess fyrir að tilheyra. Þannig stöndum við vörð um gildin okkar og innviðina um leið, því samfélag sem við finnum að við tilheyrum viljum við taka þátt í að byggja upp og bæta. Þannig náum við raunverulegum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun