Ekki einhugur meðal formanna flokkanna um framhaldið Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2024 20:13 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Vísir/Vilhelm Ekki er einhugur um það meðal leiðtoga á Alþingi hvort forseti Íslands eigi að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof, eða hvort honum beri að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forsetinn ræddi við leiðtoga allra flokkanna í dag. Formaður Vinstri grænna lýsti því yfir snemma í kvöld að hún gæti vel séð fyrir sér minnihlutastjórn hennar flokks með Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins í embætti forsætisráðherra fram að kosningum. Það er óhætt að segja að hveitibrauðsdagar Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands eru ekki margir. Hún hefur einungis setið á forsetastóli í tæpa þrjá mánuði nú þegar ríkisstjórn springur og hún þarf að koma að málum. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mætti stundvíslega til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum klukkan níu í morgun til að óska eftir þingrofi, án samráðs við forystufólk hinna stjórnarflokkanna. Heldur þú að hinir flokkarnir verði með í þessu eins og þú leggur það upp. Ertu búinn að heyra eitthvað nánar í þeim? „Við höfum ekki átt neinn fund frekar en ég geri svona frekar ráð fyrir því. Mér finnst það eðlilegt. Það sem við erum í raun og veru að gera er að stytta kjörtímabilið mjög hressilega. Að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum finnst mér bara sjálfsagt og eðlilegt. Ef menn kjósa að gera það ekki þá mun ég biðjast lausnar. Þá verður hér væntanlega starfsstjórn fram í kosningar. Ég sé ekkert sérstakt unnið með því,“ sagði forsætisráðherra þegar hann gekk á fund forseta Íslands í morgun. Forsetinn átti tæplega klukkustundar langan fund með Bjarna en hún hafði rætt við formenn hinna stjórnarflokkanna símleiðis í gærkvöldi. „Fallist ég á tillögu forsætisráðherra um þingrof skal samkvæmt 24. gr stjórnarskrár boða til kosninga áður en 45 dagar eru liðnir frá því tilkynnt er um þingrofið,“ sagði Halla í yfirlýsingu til fjölmiðla að loknum fundinum með forsætisráðherra og sagðist að svo stöddu ekki ætla að svara neinum spurningum fjölmiðla. Forsetinn átti síðan í dag fundi með öllum formönnum annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins á skrifstofu sinni á Staðastað í Reykjavík. „Að þeim fundum loknum mun ég leggja mat á stöðu mála áður en ég tek afstöðu til tillögunnar. Ég mun svo gera grein fyrir ákvörðun minni síðar í vikunni,“ sagði forsetinn sem hélt eftir þetta frá Bessastöðum að skrifstofu sinni á Staðastað við Hljómskálagarðinn. Kristrún Frostadóttir hélt á fund forseta í dag.Vísir/Vilhelm Samfylkingin vill að flokkarnir flýti sér hægt Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar mætti fyrst formanna stjórnarandstöðuflokka á fund forseta klukkan hálf ellefu í morgun. „Við þurfum að flýta okkur hægt í þessari stöðu. Það liggur til dæmis fyrir að forsætisráðherra hefur ekki ennþá beðist lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Það þarf að ræða þann möguleika hvort eðlilegra er að setja á starfsstjórn.“ Samfylkingin vildi hins vegar kosningar sem allra fyrst. „Við viljum þingrof en næstu dagar skipta máli. Formið skiptir máli og ég gerði forseta grein fyrir því,“ sagði Kristrún. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var á sama máli og Kristrún um kosningar sem fyrst. Viðreisn styddi þingrofstillögu forsætisráðherra, en þörf væri á starfhæfri ríkisstjórn í stað þessarar. „Þau verða bara vesgú að axla sína ábyrgð í þessu en ekki vera með einhverja ólund hvert út í annað sem síðan bitnar á þjóðinni,“ sagði Þorgerður KatrínVísir/Vilhelm Stjórnarflokkarnir megi ekki láta ólund ráða för Hefði ekki verið eðlilegra að Bjarni bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt? „Það á einfaldlega eftir að leysa úr því. Mér finnst ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn. Það hefur iðulega gerst þannig í þessu stjórnmálalífi. En mér finnst líka skondið að sjá hvað það er mikill ágreiningur. Hann er allur að koma upp á yfirborðið. Þeirra er ábyrgðin. Hún er að sitja þetta út væntanlega til 30 nóvember. Þau verða bara vesgú að axla sína ábyrgð í þessu en ekki vera með einhverja ólund hvert út í annað sem síðan bitnar á þjóðinni,“ sagði Þorgerður Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins styður einnig að forseti verði við þingrofsbeiðni forsætisráðherra. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort stjórnarflokkarnir þrír geti unnið saman fram að kosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill að forseti fallist á þingrof.Vísir/Vilhelm Hvað er þá til ráða fyrir forseta, er það minnihlutastjórn eða eitthvað slíkt? „Já, já væntanlega. Nú er enn óvissa um hvort þessi ríkisstjórn sitji áfram sem slík eða sem starfsstjórn og hvort allir flokkarnir taki þátt í henni. Það er ekkert hægt að gera í því ef það er mynduð minnihlutastjórn við þessar aðstæður. Ekki fara menn að lýsa yfir vantrausti á hana þegar búið er að boða til kosninga með skömmum fyrirvara,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Afstaða formanna Flokks fólksins, Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og þingflokksformanns Pírata kemur fram í öðrum fréttum á Vísi. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Það er óhætt að segja að hveitibrauðsdagar Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands eru ekki margir. Hún hefur einungis setið á forsetastóli í tæpa þrjá mánuði nú þegar ríkisstjórn springur og hún þarf að koma að málum. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mætti stundvíslega til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum klukkan níu í morgun til að óska eftir þingrofi, án samráðs við forystufólk hinna stjórnarflokkanna. Heldur þú að hinir flokkarnir verði með í þessu eins og þú leggur það upp. Ertu búinn að heyra eitthvað nánar í þeim? „Við höfum ekki átt neinn fund frekar en ég geri svona frekar ráð fyrir því. Mér finnst það eðlilegt. Það sem við erum í raun og veru að gera er að stytta kjörtímabilið mjög hressilega. Að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum finnst mér bara sjálfsagt og eðlilegt. Ef menn kjósa að gera það ekki þá mun ég biðjast lausnar. Þá verður hér væntanlega starfsstjórn fram í kosningar. Ég sé ekkert sérstakt unnið með því,“ sagði forsætisráðherra þegar hann gekk á fund forseta Íslands í morgun. Forsetinn átti tæplega klukkustundar langan fund með Bjarna en hún hafði rætt við formenn hinna stjórnarflokkanna símleiðis í gærkvöldi. „Fallist ég á tillögu forsætisráðherra um þingrof skal samkvæmt 24. gr stjórnarskrár boða til kosninga áður en 45 dagar eru liðnir frá því tilkynnt er um þingrofið,“ sagði Halla í yfirlýsingu til fjölmiðla að loknum fundinum með forsætisráðherra og sagðist að svo stöddu ekki ætla að svara neinum spurningum fjölmiðla. Forsetinn átti síðan í dag fundi með öllum formönnum annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins á skrifstofu sinni á Staðastað í Reykjavík. „Að þeim fundum loknum mun ég leggja mat á stöðu mála áður en ég tek afstöðu til tillögunnar. Ég mun svo gera grein fyrir ákvörðun minni síðar í vikunni,“ sagði forsetinn sem hélt eftir þetta frá Bessastöðum að skrifstofu sinni á Staðastað við Hljómskálagarðinn. Kristrún Frostadóttir hélt á fund forseta í dag.Vísir/Vilhelm Samfylkingin vill að flokkarnir flýti sér hægt Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar mætti fyrst formanna stjórnarandstöðuflokka á fund forseta klukkan hálf ellefu í morgun. „Við þurfum að flýta okkur hægt í þessari stöðu. Það liggur til dæmis fyrir að forsætisráðherra hefur ekki ennþá beðist lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Það þarf að ræða þann möguleika hvort eðlilegra er að setja á starfsstjórn.“ Samfylkingin vildi hins vegar kosningar sem allra fyrst. „Við viljum þingrof en næstu dagar skipta máli. Formið skiptir máli og ég gerði forseta grein fyrir því,“ sagði Kristrún. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var á sama máli og Kristrún um kosningar sem fyrst. Viðreisn styddi þingrofstillögu forsætisráðherra, en þörf væri á starfhæfri ríkisstjórn í stað þessarar. „Þau verða bara vesgú að axla sína ábyrgð í þessu en ekki vera með einhverja ólund hvert út í annað sem síðan bitnar á þjóðinni,“ sagði Þorgerður KatrínVísir/Vilhelm Stjórnarflokkarnir megi ekki láta ólund ráða för Hefði ekki verið eðlilegra að Bjarni bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt? „Það á einfaldlega eftir að leysa úr því. Mér finnst ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn. Það hefur iðulega gerst þannig í þessu stjórnmálalífi. En mér finnst líka skondið að sjá hvað það er mikill ágreiningur. Hann er allur að koma upp á yfirborðið. Þeirra er ábyrgðin. Hún er að sitja þetta út væntanlega til 30 nóvember. Þau verða bara vesgú að axla sína ábyrgð í þessu en ekki vera með einhverja ólund hvert út í annað sem síðan bitnar á þjóðinni,“ sagði Þorgerður Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins styður einnig að forseti verði við þingrofsbeiðni forsætisráðherra. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort stjórnarflokkarnir þrír geti unnið saman fram að kosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill að forseti fallist á þingrof.Vísir/Vilhelm Hvað er þá til ráða fyrir forseta, er það minnihlutastjórn eða eitthvað slíkt? „Já, já væntanlega. Nú er enn óvissa um hvort þessi ríkisstjórn sitji áfram sem slík eða sem starfsstjórn og hvort allir flokkarnir taki þátt í henni. Það er ekkert hægt að gera í því ef það er mynduð minnihlutastjórn við þessar aðstæður. Ekki fara menn að lýsa yfir vantrausti á hana þegar búið er að boða til kosninga með skömmum fyrirvara,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Afstaða formanna Flokks fólksins, Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og þingflokksformanns Pírata kemur fram í öðrum fréttum á Vísi.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira