Fangar fái von eftir afplánun Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2025 11:39 Eygló Harðardóttir starfar hjá embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/Ívar Fannar Nýtt og stórt samstarfsverkefni lögreglu, Fangelsismálayfirvalda, félagasamtaka og sveitarfélaga hvað varðar stuðning við fanga að lokinni afplánun var kynnt í morgun. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir fanga oft ekki hafa tækifæri til að snúa blaðinu við. Verkefnið ber heitið EXIT og var kynnt í fangelsinu á Hólmsheiði. Um er að ræða samstarfsverkefni sem snýr að stuðningi við fanga sem ljúka afplánun og vilja hverfa frá ofbeldisfullum eða afbrotatengdum lífsstíl, og taka upp nýtt og heilbrigt líf. Þeir sem reyna að byrja upp á nýtt standa oft án húsnæðis, atvinnu eða félagslegs stuðnings, sem eykur hættu á endurkomu í afbrot. Markmið verkefnisins er að þróa og innleiða samræmt Exit-úrræði fyrir fullorðna sem vilja slíta tengsl við afbrotaumhverfi. Með því verður vonandi dregið úr endurkomu í fangelsi og ítrekuðum ofbeldisbrotum, tryggt öryggi og endurhæfing þeirra sem vilja hætta afbrotum, og umbun og hvati tengdur við þátttöku í úrræðinu. Stór hópur að vinna saman Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir alvarlegar áhyggjur uppi af fjölgun ofbeldisbrota. „Það sem við erum að vonast til að gera með þessu samstarfi er að þróa samþætta þjónustu þannig við séum að mæta fólki þar sem það er statt. Gera það á forsendum hvers og eins. Þetta er upphaf, við erum ekki að segja að við séum komin þangað sem við viljum vera. Þetta er upphaf þar sem við erum fjölbreyttur hópur að lýsa því yfir að við ætlum okkur að vinna saman,“ segir Eygló. Fangar sjái að það er von Endurhæfingu verði haldið áfram eftir afplánun. „Líka síðan þessi jafningjastuðningur. Hvað er það sem þarf til svo fólk fái þessar grunnþarfir uppfylltar og það sjái að það séu tækifæri og von. Það sem við dagsdaglega teljum að sé sjálfgefið er ekkert endilega til staðar gagnvart þessum hópi. Þeir geta byggt á sinni eigin reynslu, þetta hefur ekki verið til staðar þannig af hverju ætti þetta að vera til staðar? Við vonumst til að geta breytt því,“ segir Eygló. Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Verkefnið ber heitið EXIT og var kynnt í fangelsinu á Hólmsheiði. Um er að ræða samstarfsverkefni sem snýr að stuðningi við fanga sem ljúka afplánun og vilja hverfa frá ofbeldisfullum eða afbrotatengdum lífsstíl, og taka upp nýtt og heilbrigt líf. Þeir sem reyna að byrja upp á nýtt standa oft án húsnæðis, atvinnu eða félagslegs stuðnings, sem eykur hættu á endurkomu í afbrot. Markmið verkefnisins er að þróa og innleiða samræmt Exit-úrræði fyrir fullorðna sem vilja slíta tengsl við afbrotaumhverfi. Með því verður vonandi dregið úr endurkomu í fangelsi og ítrekuðum ofbeldisbrotum, tryggt öryggi og endurhæfing þeirra sem vilja hætta afbrotum, og umbun og hvati tengdur við þátttöku í úrræðinu. Stór hópur að vinna saman Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir alvarlegar áhyggjur uppi af fjölgun ofbeldisbrota. „Það sem við erum að vonast til að gera með þessu samstarfi er að þróa samþætta þjónustu þannig við séum að mæta fólki þar sem það er statt. Gera það á forsendum hvers og eins. Þetta er upphaf, við erum ekki að segja að við séum komin þangað sem við viljum vera. Þetta er upphaf þar sem við erum fjölbreyttur hópur að lýsa því yfir að við ætlum okkur að vinna saman,“ segir Eygló. Fangar sjái að það er von Endurhæfingu verði haldið áfram eftir afplánun. „Líka síðan þessi jafningjastuðningur. Hvað er það sem þarf til svo fólk fái þessar grunnþarfir uppfylltar og það sjái að það séu tækifæri og von. Það sem við dagsdaglega teljum að sé sjálfgefið er ekkert endilega til staðar gagnvart þessum hópi. Þeir geta byggt á sinni eigin reynslu, þetta hefur ekki verið til staðar þannig af hverju ætti þetta að vera til staðar? Við vonumst til að geta breytt því,“ segir Eygló.
Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira