Vilja koma á óhollustuskatti Bjarki Sigurðsson skrifar 2. desember 2025 21:21 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Vísir/Bjarki Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandaþjóða samkvæmt nýrri skýrslu. Sjötíu prósent fullorðinna eru í ofþyngd og tuttugu prósent barna. Sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis vill skoða að setja á óhollustuskatt og lækka gjöld á ávexti og grænmeti. Í skýrslunni NORMO kemur fram að á tíu árum hafi hlutfall Íslendinga í ofþyngd farið úr sextíu prósentum í sjötíu prósent. Hlutfallið er hæst hjá fólki eldra en 45 ára en fjórir af hverjum fimm í þeim aldursflokki eru of þungir. Ofþyngd barna er einnig mun algengari hér á landi. 26 prósent barna eru of þung, þar af rúm sex prósent með offitu. Hlutfall offitu barna er aðeins hærra á Íslandi en í Danmörku og Finnlandi en þrefalt hærra en í Noregi og Svíþjóð. Yfirþyngd ekki endilega slæm Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir þróunina vissulega ekki af hinu góða. Hins vegar þurfi að líta til fleiri þátta en eingöngu BMI-stuðuls líkt og gert er í skýrslunni. „Við erum með fólk sem kannski hreyfir sig og borðar hollt en flokkast í yfirþyngd. Það þarf ekki að vera hættulegt. Það er frekar offitan sem við horfum á. Þá geta orðið skert lífsgæði og ekki tækifæri til að hreyfa sig eins, þó það eigi ekki alltaf við. Við viljum horfa fyrst og fremst á heilsuna,“ segir Dóra. Sleppa gjörunnum matvælum í skólum Eingöngu tvö prósent fullorðinna borða ráðlagðan skammt af ávöxtum og grænmeti á dag. Engin gögn eru til um mataræði barna en bætt verður úr því á nýju ári. Dóra segir ljóst að margir skólar geti boðið upp á hollari fæðu. „Í rauninni myndum við vilja að það væri mjög lítið um, eða engin, gjörunnin matvæli í boði fyrir börnin í skólanum,“ segir Dóra. Skatta á óhollustu og afnám gjalda á hollustu Embættið vill kanna það að setja á einhvers konar óhollustuskatt, lækka álögur á ávexti og grænmeti og lækka raforkuverð til bænda. „Ég held ég hafi einhvern tímann sagt frá því að ég fékk sting í hjartað þegar ég sá lítið barn grátbiðja foreldra sína um bláber. Þau neituðu, sögðust ekki hafa efni á þeim. Svo var einhver gjörunnin vara sett í staðinn. Þessu þurfum við að breyta, það eiga öll börn að eiga kost á því að geta borðað ávexti og grænmeti,“ segir Dóra. Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Matur Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Í skýrslunni NORMO kemur fram að á tíu árum hafi hlutfall Íslendinga í ofþyngd farið úr sextíu prósentum í sjötíu prósent. Hlutfallið er hæst hjá fólki eldra en 45 ára en fjórir af hverjum fimm í þeim aldursflokki eru of þungir. Ofþyngd barna er einnig mun algengari hér á landi. 26 prósent barna eru of þung, þar af rúm sex prósent með offitu. Hlutfall offitu barna er aðeins hærra á Íslandi en í Danmörku og Finnlandi en þrefalt hærra en í Noregi og Svíþjóð. Yfirþyngd ekki endilega slæm Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir þróunina vissulega ekki af hinu góða. Hins vegar þurfi að líta til fleiri þátta en eingöngu BMI-stuðuls líkt og gert er í skýrslunni. „Við erum með fólk sem kannski hreyfir sig og borðar hollt en flokkast í yfirþyngd. Það þarf ekki að vera hættulegt. Það er frekar offitan sem við horfum á. Þá geta orðið skert lífsgæði og ekki tækifæri til að hreyfa sig eins, þó það eigi ekki alltaf við. Við viljum horfa fyrst og fremst á heilsuna,“ segir Dóra. Sleppa gjörunnum matvælum í skólum Eingöngu tvö prósent fullorðinna borða ráðlagðan skammt af ávöxtum og grænmeti á dag. Engin gögn eru til um mataræði barna en bætt verður úr því á nýju ári. Dóra segir ljóst að margir skólar geti boðið upp á hollari fæðu. „Í rauninni myndum við vilja að það væri mjög lítið um, eða engin, gjörunnin matvæli í boði fyrir börnin í skólanum,“ segir Dóra. Skatta á óhollustu og afnám gjalda á hollustu Embættið vill kanna það að setja á einhvers konar óhollustuskatt, lækka álögur á ávexti og grænmeti og lækka raforkuverð til bænda. „Ég held ég hafi einhvern tímann sagt frá því að ég fékk sting í hjartað þegar ég sá lítið barn grátbiðja foreldra sína um bláber. Þau neituðu, sögðust ekki hafa efni á þeim. Svo var einhver gjörunnin vara sett í staðinn. Þessu þurfum við að breyta, það eiga öll börn að eiga kost á því að geta borðað ávexti og grænmeti,“ segir Dóra.
Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Matur Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira